Pétur Ben – God’s Lonely Man

29.11.2012 - Kristín Gróa

Ég verð einfaldlega að eyða nokkrum orðum í það að minnast á nýju plötuna hans Péturs Ben sem kom út á dögunum. Platan heitir God’s Lonely Man og eftir fyrstu hlustun var ég alveg handviss um að þetta væri besta verk Péturs og þar að auki ein allra besta íslenska plata ársins. Það er þvílíkur kraftur á þessari plötu og hann hrífur mann algjörlega með sér. Ég er bara búin að hlusta nokkrum sinnum en þetta stefnir í að verða algjört uppáhald. Það er ekki eitt slakt lag á plötunni svo það er erfitt að gera upp á milli laga en í augnablikinu er það Cold War Baby sem stendur upp úr. Það er hægt að streyma plötunni í heild á Gogoyoko og ég hvet ykkur til að tékka á henni þar og rjúka svo út í búð að kaupa hana. Allt tónlistaráhugafólk ætti að fá eina svona í jólapakka þetta árið. Vel gert!

Tags:
Flokkað undir Kristín Gróa, Plötuumfjallanir | Comments Off

Múgsefjun – Múgsefjun

13.11.2012 - Georg Atli

-Meira af næstum því sama frá Múgsefjun en það gerir ekki til því að þessi “sami hljómur” er bara svo vel heppnaður.-

Drengirnir í Múgsefjun gáfu út sína aðra plötu fyrir nokkru síðan (11. júní). Platan tók heil 3 ár í vinnslu og ég verðað segja fyrir mitt leyti að ég var eiginlega búinn að afskrifa þessa hljómsveit… hún hálfpartinn gleymdist sem er sorglegt því að Múgsefjun er ein af okkar skemmtilegustu hljómsveitum.

Það er mjög vinsælt þegar að fjallað er um tónlist (og þá plötur sérstaklega) að nefna einhver þekkt verk sem tiltekin tónlist minnir mann á. Þetta er gert til þess að lesandinn nái að tengja betur við það sem hann les og áttar sig nokkurn vegin á því hvernig platan sem skrifað er um hljómar. Þegar að ég fór að hugsa um þetta með Múgsefjun lenti ég í miklum vandæðum. Þessi plata hljómar nefnilega eins og svo margt án þess að hljóma eins og eitthvað ákveðið sem ég gæti nefnt. Er þetta of flókið? Málið er það að hljómsveitin Múgsefjun hefur fundið sér ákveðin hljóm þar sem úir og grúir af ólíkum stílum, töktum og stefnum. Þetta verður til þess að maður grípur strax við tónlistinni þeirra því að maður hefur heyrt eitthvað í líkingu við lögin þeirra áður en um leið aldrei nokkurn tímann. Þetta myndi ég segja að væri aðalsmerki tónlistarinnar þeirra og um leið það sem að gerir hana heillandi. Maður veit aldrei alveg hvert stefnan (tónlistarlega) er tekin í hverju lagi og rödd Hjalta svífur yfir öllu þessari “ringulreið” og setur punktinn á hárréttan stað.

Í Múgsefjun eru 5 meðlimir og ljóðfæraskipan er nokkuð klassísk; tveir gítarar (Björn Heiðar Jónsson og Hjalti Þorkelsson), bassi (Brynjar Páll Björnsson), trommur (Eiríkur Fannar Torfason) og auðvitað söngur (allir nema Eiríkur) en svo er spilar Sveinn Ingi Reynisson á slagverk, hljómborð og harmonikku sem að gefur hljómsveitinni skemtilegann hljóm. Þessi Múgsefjunar hljómur einkennist af sæmilega léttu en grípandi rokki sem er hlaðið utan á og einkennast af íburðarmiklum melódíum.

Það er mikill lopapeysubragur yfir tónlistinni á Múgsefjun… kannski meira svona síð-lopapeysubragur. Tónninn er þjóðlegur og fágaður. Þeir eru ein af þessum hljómsveitum sem halda merki íslenskunnar uppi með góðum textum, mér finnst það frábært. Það er bara skemmtilegra að hlusta á íslensku en útlensku, maður tengir betur og svona. Textarnir eru líka merkilegir fyrir aðrar sakir. Þeir eru í höndum Hjalta Þorkelssonar en það á samt ekki alltaf við því stundum eru þeir skrifaðir af fleiri en einum auk þess sem að Eiríkur Fannar á texta tveggja laga (Sendlingur og Sandlóa og Þá Skal Flýja). Textarnir eru flestir af nokkuð tvíræðnir og í flestum tilfellum þarf að hugsa aðeins ef maður ætlar að meðtaka boðskapinn. Það fer líka svolítið fyrir rími og meira að segja stuðlum og höfuðstöfum á þessri plötu, það eykur skemmtilega á þennan þjóðlega blæ sem fylgir Múgsefjun.

Platan í heild sinni er skemmtileg og gefur frábærri frumraun Múgsefjunar ekkert eftir hvað varðar fallegar útsetningar og grípandi melódíur. Textasmíðin er vönduð og það er gaman að velta merkingu textana fyrir sér (það má lesa þá alla á heimasíðu Múgsefjunar). Það er í raun yfir fáu að kvarta á þessari frábæru plötu Múgsefjunar. Hljómsveitin heldur sig að miklu leyti við sömu formúlu (sem svínvirkar) og á fyrri plötunni og gerir það vel en til að vera fullkomlega hreinskilinn þá hefði ég viljað sjá aðeins stærra skref áfram í þróun hljómsins.

Plötuna má bæði kaupa af Gogoyoko sem og af heimasíðu Múgsefjunar

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Sudden Weather Change – Sculpture

7.9.2012 - Georg Atli

-Hljómurinn hérna er skorinn niður í nákvæmlega það sem hann þarf að vera og fyrir vikið verður platan svolítið hrá og hlustunin viðkvæm… maður þarf að hlusta hátt en varlega.-

Fyrst þegar að ég tók eftir Sudden Weather Change var það 2010 og seinna það ár voru þeir valdnir Bjartasta vonin á íslensku tónlistar verðlaununum, ég man að ég var mjög sammála tilnefningunni því að platan þeirra með fáránlega nafnið var ein af bestu plötunum sem komu út það ár… sem er magnað miðað við að þetta var fyrsta stóra platan þeirra.

Síðan þá hefur tónlist Sudden Weather Change breyst töluvert. Í fyrsta lagi er platan unnin í samvinnu við Ben Frost, en hann stjórnar upptökum plötunnar ásamt Þorbirni G. Kolbrúnarsyni. Áhrif hans eru greinileg því að (nokkuð)nýr hljómur þeirra SWC manna liðast merkilega vel í kringum ýmis noise áhrif, sem Ben Frost er þekktur fyrir, án þess að fara alla leið. Það er líka ansi sérstakt hvernig Sudden Weather Change tekst að ná fram ákveðinni minimalískri stemningu á plötunni sinni, þrátt fyrir gítarriff og mikinn töffaraskap. Hljómurinn hérna er skorinn niður í nákvæmlega það sem hann þarf að vera og fyrir vikið verður platan svolítið hrá og hlustunin viðkvæm… maður þarf að hlusta hátt en varlega.

Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi breytt stílnum sínum töluvert og þá ber hún ennþá greinileg 90′s merki sem gerir tónlistina miklu aðgengilegri en lýsingin mín segir til um. Hljómsveitin sækir enn innblástur til að mynda í Pavement og Dinosaur Jr. og það er slatti af reverbi þarna. Það er samt ekkert catchy lag þarna en þau gætu samt flest vel verið spiluð í útvarpi… kannski bara ekki á Bylgjunni. Það verður samt að segja að platan missir einhvern vegin kjarnann ef að það er ekki hlustað á hana í heild sinni. Lögin eru góð eitt og eitt en platan öll er frábær.

Tónlist Sudden Weather Change enn þá drifin áfram af þéttum gítarvegg, greinilegri hljóðfæra kunnáttu og spilagleði samt er Sculpture er dimm plata og einhvern vegin virkar hún þröng og þykk en er samt mjög ánægjuleg hlustun. Reyndar er hún ótrúlega réttnefnd því að orðið sculpture vísar í eitthvað sem er þétt og massíft, kalt og hart eins og platan er. Þetta er gríðarleg haust plata og ein af allra bestu plötum ársins. Sudden Weather Change hafa þroskast mikið og skila nú frá sér plötu sem er virkilega heilsteypt og laus við allt prjál.

Sudden Weather Change halda útgáfutónleika annað kvöld (laugardaginn 8 sept.) og platan kemur út á þeirra eigin vegum og það er hægt að kaupa hana meðal annars hjá Gogoyoko og í vefverslun Kimi Records.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Tilbury – Exorcise

6.6.2012 - Georg Atli

Með nokkuð reglulegu millibili koma fram hljómsveitir sem eru svona ofur “heitar” og gríðarlega mikið er fjallað um, síðasta hljómsveit sem var í þessu sæti (og er enn) er hljómsveitin Tilbury. Lagið þeirra Tenderloin fór út um allt á internetinu og á mjög skömmum tíma varð bæði lag og hljómsveit það vinsælasta á landinu.

Þessi hljómsvet er sólóverkefni Þormóðs Dagssonar, sem áður hefur verið í hljómsveitunum Hudson Wayne og Skakkamanage en er líklega þekktastur fyrir að hafa verið í Jeff Who? (trommari í öllum hljómsveitunum). Þormóður þessi kom svo líka fram undir nafninu Formaður Dagsbrúnar og á einn eða annan hátt þá þróaðist það yfir í Tilbury. Þrátt fyrir það að Tilbury sé sóló verkefni þá er hún líka svokölluð súpergrúppa því að með í hljómsveitinni er meðlimir Sin Fang, Hjaltalín, Brother Grass og Valdimar, þannig að það er alveg óhætt að segja að þarna séu vel spilandi einstaklingar.

Tilbury – Slow Motion Fighter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það að hafa súpergrúppu á bak við sig hlýtur að teljast mikill kostur, allir hljóðfæraleikurinn er t.d. nánast óaðfinnanlegur í alla staði og þegar hljómsveitin spilar á tónleikum heyrast engin mistök (amk heyri ég það ekki). Þetta hefur líka í för með sér rosalega einkennandi hljóm, það vita allir sem koma nálægt þessari plötu nákvæmlega hvað þeir eru að gera og það er alveg sama hvaða hljóðfæri maður tekur fyrir það er alltaf einhver snilld í gangi.

En það sem að Tilbury snýst um er áðurnefndur prímus mótur, Þormóður Dagsson. Þó að hann hafi verið í þó nokkrum gæða hljómsveitum áður en hann fór sóló þá er það eiginlega ótrúlegt hversu heilsteyptur hann er sem frontmaður og hversu lítið það hefur farið fyrir honum einum hingað til. Hann er (greinilega) flottur söngvari og kemst vel frá því en hann er líka “þroskaður” (mikið leiðist mér það orð í svona umfjöllunum, finnst ég alltaf vera að tala um ost) lagahöfundur. Tonlistinni er ágætlega líst sem fullorðinspoppi eða kannski betru sem lúxuspoppi, þetta er amk flottara en það sem gengur og gerist.

Tilbury – Riot

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Lögin byggjast vissulega að miklu leyti á kunnuglegum stefum/tónum og Hann fær fullt af hugmyndum lánaðar hér og þar og ég bendi sérstaklega á Steely Dan (það er eitthvað þarna…held að það sé bassinn) og Grandaddy, en þau verða samt aldrei fyrirsjánanleg eða klén. Þormóður leyfir lögunum að flæða og fara þangað sem þau vilja og smá lán kemur enganvegin niður á gæðunum. Gott popp er gott popp alveg sama hvað.

Tilbury – Drama

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hljómur plötunnar er frábær eins og allt sem kemur nálægt tæknilegum útfærslum plötunar og hljóðfæraleikurinn allur er í sérflokki. Það er samt tvennt sem verður að minnast á varðandi hann, annars vegar er það bassaleikurinn hjá Guðmundi Óskari (Hjaltalín ofl.) en þar drýpur bassatöffaraskapurinn af hverjum tóni og svo hins vegar er það hljómborðsleikur Kristins Evertssonar (Valdimar) en hann er að mínu mati þessi hárfíni punktur sem dregur plötuna síðasta spölinn upp í það að vera frábær plata, sem hún er. Textarnir eru lipurlega smíðaðir og skemmtilegir, það er alveg ljóst að Þormóður er fær textasmiður. Í heild sinni er platan frábær og það verður að segjast að þetta er stórmerkilega góð fyrsta plata sem stendu fullkomlega undir öllum þeim miklu væntingum sem ég gerði. Það verður erfitt að toppa þessa á árinu. Það skemmtilegasta við hana að það er enginn að gera þessa tegund tónlista á hérlendis, að því leyti er þetta nýtt og ferskt. Lögin sem standa upp úr að mínu mati eru þessi sem ég dreg fram að ofan auk þess sem að lagið Picture á skilið að nefna sérstaklega og svo auðvitað upphafslagið Tenderloin en myndbandið við það má m.a. sjá í þessari eldri færslu.

Exorcise er gefin út af Record Records og hana má kaupa í þessum helstu plötubúðum og auðvitað á Gogoyoko.

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Muck – Slaves

11.4.2012 - Georg Atli

í síðastliðin apríl fyrir næstum ári síðan fór ég á tónleika með hljómsveitinni Fist Fokkers það var rosa stuð sem ég er svo sem búinn að skrifa um en þar voru mín fyrstu (og mjög svo ánægjulegu) kynni af hljómsveitinni Muck. Þá höfðu Muck eingöngu gefið út eina stuttskífu (Vultures) og þéttur hljómurinn og krafturinn í tónlistinni kom mér skemmtilega á óvart og ég gat ekki annað en hrifist með, eftir tónleikana fór ég svo heim og beið eftir stóru plötunni þeirra með öndina í hálsinum… kannski ekki alveg með öndina í hálsinum en þeir voru að minnsta kosti komnir inn á kostið hjá mér sem áhugaverð hljómsveit og frábært live band.

Fyrir nokkru síðan fékk ég svo (loksins) fyrstu plötu Muck í hendurnar. Platan heitir Slaves, kom út í lok janúar og inniheldur 14 lög. Það tók alveg 2 ár að taka plötuna upp og að sögn Muck þá leyfðu þeir sér að prófa sig áfram og gerðu allskonar tilraunir með hljóminn enda er lokaafurðin frekar frábrugðin Vultures stuttskífunni. Muck fengu líka til sín aðstoð á plötunni en Úlfur Alexander (Swords of Chaos og Fist Fokkers) og Tumi Árnason (The Heavy Experience) eru þeim til aðstoðar í sitthvorum 2 lögunum.

Áður en ég skrifa meira verð ég fyrst að viðurkenna að ég er voðalega lítið inní í þessari harðkjarna senu. Það er ein og ein hljómsveit sem mér finnst virkilega vera góðar og skemmtilegt að hlusta á en það verður að segjast að það á aðallega við um tónleika, ég hef hlustað á fáar plötur og á enn færri sem hljóma eitthvað svipað og Muck. Mér finnst aftur á móti mjög gaman á tónleikum og, að sjá t.d. Fist Fokkers, I Adapt og Muck er eitthvað sem ég get hiklaust mælt með, krafturinn og orkan sem kemur þá fram er hreinlega ótrúleg.

Mér finnst það vera frekar kvikindislegt að hafa fyrsta lag plötunnar eins og það er. Lagið Now er nokkurskonar intro fyrir plötuna og samanstendur í af ýmsum lágværum hljóðum (lágtíðni og braki og svoleiðis) þannig að ósjálfrátt þá hækkaði ég vel í græjunum mínum til að heyra hvað væri að gerast. Rétt tæplega 1:30 mínútum síðar lést ég nánast úr hjartaáfalli. Strax í öðru lagi plötunnar er nefnilega rétti tónnin settur og þessi kraftur sem ég talaði um fyrr brýst í gegn og skilur mann eftir nánast vankaðann, en á góðann hátt samt. Platan er síðan keyrð áfram með miklum hamagangi og þessu offorsi. Söngurinn/öskrin, gítar og trommur leika lykilhlutverk í tónlistinni og í fyrstu hlustun virðist aðalmálið vera að skapa sem mestann hávaða og ganga fram af hlustandanum.

En eftir nokkrar hlustanir þá kom það mér rosalega á óvart að heyra hvað þessi tónlist er margslungin og melódísk. Muck blandar brjálaðri keyrslu saman við allskonar óhefðbundnar tilraunir sem maður tengir kannski helst við listaspíru noise (í þessu samhengi er snjallt að benda á lagið Muck, en þar er borvél í stóru hlutverki).

Muck – Muck

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hljómurinn sem Muck hefur þróað með sér einkennist af þessum bræðing og ég þori að fullyrða (þrátt fyrir vanþekkingu mína á stefnunni) að það eru ekkert rosalega margar hljómsveitir í þessum geira sem leyfa sér jafn mikla tilraunamennsku í sínum tónsmíðum, þá er jafnvel hægt að líkja þessu við ágengann spunajazz, sem er reyndar spilaður frekar hratt….
Hápunktar plötunnar eru lögin I Stand Alone (sem er einmitt annað lag plötunnar og leggur grunninn), Wake og Host.

Muck – I Stand Alone

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Platan kom mér rosalega á óvart og þá sérstaklega vegna þess hversu aðgengileg og melódískt hún er, þrátt fyrir allt. Það er miklu meira í þessari tónlist en bara double kicker og öskur, sem ég verð að viðurkenna að voru mín allra fyrstu viðhorf gagnvart senunni. Maður skilur ekki textann en mín vegna þá er það allt í lagi því að þó að ég sé hrifinn af góðri textagerð þá finnst mér það alls ekki nauðsynlegur hluti af góðri tónlist. að mínu mati styður söngurinn í tónlist Muck við andrúmsloftið og stemninguna sem myndast í lögunum.

Þetta er virkilega góð plata bæði vegna tónlistarinnar sem er spiluð (vönduð, frumleg og kemur manni sífellt á óvart) og svo líka vegna þess að hún neyddi mig á ákveðinn hátt að koma út úr mínum tónlistarlega þægindarramma og hlusta á eitthvað með nýjum formmerkjum og hugsannagangi og í allra bænum farið á tónlieka með þeim því að það er hrein snilld (fimmtudaginn 12. apríl á Faktorý).

Endilega náið ykkur í eintak af Slaves, þó að það væri ekki nema bara til að hlusta á eitthað aðeins öðruvísi stöku sinnum og víkka sjóndeildarhringinn.

Muck gefa plötuna sína út sjálfir og þið getið keypt hana á gogoyoko og í þessum helstu plötubúðum, bendi líka á heimasíðu drengjanna og tumblr-ið þeirra.

Tags: , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Lay Low – Brostinn Strengur

14.2.2012 - Georg Atli

Brostinn Strengur er 5 plata Lay Low, ef sándtrakkið úr leikritinu Ökutímar og tónleikaplatan Flatey eru teknar með. Hérna er hún að leika sér með ljóð nokkura íslenskra ljóðskáld (sem eru allt konur) og útsetur ljóðin þeirra listavel. Lovísa hefur augljóslega gott vald á forminu sem hún valdi sér, því að það er ekki auðvelt að fanga tilfinninguna í ljóðum annara skálda. Eitt lag á plötunni er þó algerlega eftir Lay Low sjálfa en það er lagið Gleðileg Blóm.

Lag: Gleðileg Blóm

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Á þessari plötu syngur Lay Low eingöngu á íslensku og þetta er fyrsta platan sem er eingöngu sungin á íslensku (það eru nokkur íslensk lög á Ökutímaplötunni samt) og það er ótrúlegt hvað það hefur í raun lítið að segja, það passar bara svo rosalega vel við Lay Low og sérstaklega þessi lög að maður veltir því ekkert fyrir sér og það stendur ekki uppúr sem hápunktur á plötunni. Maður hefur vanist því að Lay Low syngi á ensku og hún gerir það mjög vel (fyrri plöturnar hennar eru frábærar) og það er oft sem að þegar listamenn breyta sínum stíl á einn eða annan hátt þá “stingur það í eyrun”, eða svoleiðis (mér fannst það t.d. miklu meiri breyting þegar Mugison gerði það, þó að það heppnist líka vel). Hérna gerist það ekki.

Lag: Gleym Mér Ei

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eitt af því sem hefur einkennt Lay Low er hversu miklum breytingum tónlistinni hennar er á milli platna. Á fyrstu plötu Lay Low var undirleikurinn nánast eingöngu kassagítar og trommur og á Farewell Good Night’s Sleep var komið að kántrý-inu. Á Brostinn Strengur er aftur á móti fjöldinn allur af hljóðfærum og mörg trommusóló í einum graut og meira að segja 2 kórar.

Lag: Horfið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tilfinningin í lögunum er þægileg og ofsalega “íslensk” og textarnir er sérstaklega flottir. Tónlistin/útsetningin er falleg og flutningurinn í heild sinni er frábær. Það sem að mér finnst samt heppnast best við þessa plötu og standa uppúr er samspilið á milli raddar Lay Low og tónlistarinnar. Viðkvæm röddin hennar fer einstaklega vel með textanna og kallast sérstaklega vel við stóran og hlýjan hljóm hljómsveitarinnar, sem minnir mig á köflum á big band, sem gæfir yfir í bakgrunninum.

Þrátt fyrir vel valin ljóð ljóðskáldanna og vel framkvæmdann flutning á þeim þá nær platan ákveðnum hápunkti í titillaginu Brostinn Strengur en það lag er samið af Lay Low og textinn er eftir Hugrúnu

Lag: Brostinn Strengur

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Brostinn Strengur er allra besta plata Lay Low til þessa. Platan er fínt merki þess að í Lay Low höfum við virkilega hæfileikaríkann tónlistarmann sem að er óhrædd við það að þroskast og þróa sinn stíl. Platan er allt í senn fíngerð og kraftmikil, skemmtileg og falleg og það er ekki skrítið að hun hafi endað ofarlega á árslistum margra tónlistarrýna í fyrra (m.a. hjá mér).

Platan er gefin út af Senu og það er hægt að kaupa á ýmsum stöðum m.a. í gegnum vefsíðu Lay Low.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Ben Frost & Daníel Bjarnason – Sólaris

22.12.2011 - Georg Atli

Ég verða að viðurkenna að mér finnst ég ekki hafa alveg nógu mikla vitneskju um tónlist á klassíska skalanum til að skrifa mjög mikið eða ítarlega um þessa plötu og þess vegna verður þetta í styttri kantinum.

Þetta samvinnuverefni Ben Frost og Daníels Bjarnasonar kom út fyrir stuttu hjá Bedroom Community (rosalega metnaðarfullt og áhugavert útgáfufyrirtæki, tjékkiði á því). Þetta tónverk er hugsaður þannig að það fylgi kvikmynd Andrei Tarkovsky, tónlistin var spunnin við kvikmyndina og síðan var tónlistin keyrð í gegnum allskonar tæki og forrit sem ég kann nákvæmlega engin skil á og svo spiluð af hjlómsveit fyrir plötuna.

Tónlistin er rosalega þung og það er stundum virkilega erfitt að hlusta á hana. Hún er myrk og skrítin og stundum er hún hreinlega ógnvekjandi en samt undurfalleg.

Þetta er tónverk sem ætti að hlusta á í góðum græjum og helst að spila frekar hátt. Sólaris er einn af þessum hlutum sem á að njóta og það ætti eiginlega að njóta hennar í einrúmi. Eini gallinn er að á köflum þá vantar greinilega hluta af verkinu til að tónlistin ná fullum áhrifum, en þannig er það yfirleitt með kvikmyndatónlist.

Sólaris kemur út hjá Bedroom Community og það er hægt að kaupa hana hér.

Tags: ,
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Reykjavík! – Locust Sounds

21.12.2011 - Georg Atli

Hljómsveitin Reykjavík! gaf út sína þriðju plötu, Locust Sounds, fyrir nokkru síðan og ég er búinn að vera fresta því í langan tíma að skrifa um hana. Það er samt ekki af því að hún er vandræðilega léleg eða neitt svoleiðis það er eiginlega alveg í hina áttina, hún er geðveikt góð. “Vandamálið” er nefnilega það að mér fannst hún of góð… það hlaut að vera eitthvað svona catch, að eftir 10 hlustanir fengi maður fullkomið ógeð. Það gerist samt aldrei.

Reykjavík – Sneak

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Reyndar þá gerðist það að þegar ég setti þessa plötu í spilun í fyrsta skipti þá kom hún mér á óvart. Hún er miklu meira smooth en eldri plöturnar. Hún er líka útvarpsvænni… en það segir reyndar meira um fyrri plötur en þessa (því hún er ekkert rosalega útvarpsvæn). Hljómurinn á Locust Sounds er sérstakur, þéttur gítarveggur og einkennandi söngurinn er áberandi eins og alltaf en það er samt allt öðruvísi fílíngur í gangi hérna. Reykjavík! segjast sjálfir hafa sótt innblástur í hljómsveitina Ride og það heyrist. Allt í einu er þeir farnir að spila alveg eðal “shoegaze” rokk eins og var einkennandi fyrir 90′s Bretland, en Reykjavík! er reyndar búnir að nútímavæða og rokka það upp.
Það sem að mér finnst einna merkilegast við þessa plötu er hvað þessi áherslubreyting er þægileg og áreynslulaus. Annar góður hlutur við þessa plötu er hvað hún er ótrúlega ekta og hvað tónlistin er ótrúlega áferðarfalleg… ég held að maður geti alveg sagt það um hljómplötu(?).

Reykjavík – Tenzing Norgay

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Annað sem er sérstakt við Reykjavík er það hvað þeim virðist öllum finnast rosalega gaman að vera í hljómsveit og spila þessi lög (nema kannski Valda hann lítur ekkert sérstaklega út fyrir að skemmta sér, en ég held samt að hann brosi inní sér eða heima hjá sér eða eitthvað svoleiðis). Það er rosalegur kraftur í lögunum og allar tilfinningarnar eru sterkar. Það skilar sér vel út í tónlistina og til hlustandans, eða áhorfandans á tónleikum. Það er gaman að hlusta á Reykjavík!

Lögin er hvert öðru betra en hápunktarnir eru samt nokkrir og þar ber helst að nefna lögin sem ég hef sett inn í færsluna og svo að sjálfsögðu lagið Internet sem kom út í fyrra og að sjálfsögðu hálf hittarinn Hellbound Heart. Eins og þið eruð væntanlega búin að fatta þá finnst mér þetta alveg frábær plata og ein af allra bestu plötum ársins, eitthvað sem fara að missa ákveðið vægi þegar tónlistarárið er svona frábært eins og núna (og bloggsíðan sem þetta birtist á reynir að birta ekki mikið af neikvæðum færslum um íslenska tónlist) en ég vona að þið treystið mér þegar að ég segi að það má alls ekki missa af þessari plötu. Hún er í alvöru frábær og Reykjavík! virðist vera toppurinn í íslenskri rokktónlist þessa dagana og líka þegar að málið snýr að tónleikaflutningi eða plötuumslagagerð (það er líka magnað!)

Reykjavík – Cats

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Reykjavík! gefa plötuna sína út sjálfir en það má kaupa hana hér og svo eru Kimi records að dreifa, það má líka kaupa þar.

p.s. Ég gleymdi samt að segja frá því að það er sérstaklega skemmtilegt að les gestalistana frá þeim Hauki söngvara og Kristjáni trommuleikara eftir að hafa hlustað á plötuna þeirra, skoðiði það endilega líka.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Náttfari – Töf

17.11.2011 - Georg Atli

Síðastliðin október kom loksins út platan Töf með hljómsveitinni Náttfari, loksins segi ég af því að það er eiginlega búið að vera að bíða eftir þessari plötu í 10 ár, eða svona þannig. Fyrir 10 árum síðan stóð post-rokkið (á íslandi) sem hæðst og þar var Náttfari ein af betri hljómsveitunum. Þeir gáfu út einhverjar demó plötur og spiluðu á fullt af tónleikum og allir/flestir voru sammála um að komandi Náttfara plata yrði stórgóð, en svo einhverr hluta vegna kom þessi plata aldrei og sumir í hljómsveitinni fóru og stofnuðu Leaves og urðu næstum heimsfrægir og svoleiðis og þá heyrðist ekkert í Náttfara… það var ákveðinn bömmer… en núna í ár gáfu þeir loksins út plötuna sína. Lagið hér að neðan er eina sungna lagið á plötunni. Það er mjög gott en langt frá því að vera það besta, það lýsir stemningunni bara einhvern veginn svo vel og er svona lýsandi fyrir plötuna og biðina og allt það…

Náttfari – Við erum

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Platan ber sem sagt nafnið Töf og það er skemmtilega viðeigandi. Tónlistin sem Náttfari spilar er skilgreind sem síðrokk (eins og stendur að ofan) en þetta er samt ekki alveg hefðbundið. Það er einhvern veginn miklu meira en “bara” post-rokk í þessu hjá þeim. Hljómurinn er melódískari og mjög kraftmikill. Þó að þetta sé rokk alveg út í gegn þá kraumar líka einhvern veginn allskonar annað undir og sum staðar eru þeir komnir ansi nálægt elektróník og annarsstaðar jazzi. Svo getur maður heyrt allskonar áhrifavalda þarna ef það er vilji fyrir því en ég held að það sé óþarfi að nefna þá hérna, best bara að leyfa Náttfara að njóta sín.

Náttfari – Dynjandi Leðja

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það verður að segjast að þarf ákveðinn kjark til þess að senda frá sér plötu sem samin (amk að hluta) fyrir 10 árum og spila tónlistarstefnu sem er löngu hætt að vera “kúl”… Náttfara tekst samt alveg ótrúlega vel upp í þessu og Töf er frábær plata sem sýnir það að góð tónlist á alltaf við og er óháð tískustraumum. Þessi plata kom mér rosalega á óvart því hún kom einhvern veginn alveg uppúr þurru en algerlega ein besta plata ársins.

Endum svo á besta lagi plötunnar og einu af lögum ársins.

Náttfari – Lævís Köttur

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Hellvar – Stop That Noise

30.10.2011 - Georg Atli

Fyrir nokkru síðan gaf hljómsveitin Hellvar út sína aðra breiðskífu, hún heitir Stop that Noise. Hljómsveitinni tókst að breytast alveg helling síðan á síðustu plötu þau eru m.a. hætt a vera bara tvö og orðin að heilli hljómsveit og þar af leiðandi hefur hljómurinn þeirra orðið þéttari. Hellvar hafa líka fært sig fjær þessum elektróníska hljóðheim sem þau bjuggu sér til og farin að hljóma miklu meira eins og rokkhljómsveit. Þannig er það skemmtilegt að heyra hvað lögin þeirra ganga vel upp, það er nefnilega ekkert á hverjum degi sem að maður heyrir rokkhljómsveit spila lög sem eru alveg næstum því bara elektró og komast upp með það (þetta virkar líka í hina áttina, elektróband að spila rokk). Dæmi um þetta er t.d. lagið Falsetto:

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þessi nýja plata er tekin upp live og það skeilar sér í skemmtilegri “stemmningu” í lögunum. Maður færist nær hljómsveitinni og þessi steríla tilfinning sem stundum kemur á plötur er víðsfjarri. Það er svona pínu sama stemning og á tónleikum bara með miklu betra hljóði, þægilegri sætum og svo er ekkert milli-laga-spjall. Það heyrist líka vel að þeir sem að tóku upp hafa alveg vitað hvað þeir voru að gera.

Stop that Noise er í heildina fín plata. Þau í Hellvar eru greinliega ekki hrædd við það að prufa nýja hluti í tónlistinni sinni og það er vel. Reyndar þó er fjölbreytnin líka helsti galli þessarar plötu og stundum virkar hún svolítið laus í sér, mikið vaðið úr einu í annað og hún finnur sér einhvern veginn ekki neinn ákveðinn stað. Þannig virkar platan eiginlega best ef maður hlustar bara á eitt lag í einu því að það er fullt af góðum lögum hérna t.d. hittarinn Ding an Sich og nýja lagið Morcau de GaitéYou Say I Know er dáleiðandi ljúft lag og Amma Anna er lag sem að gæti næstum því verið með Cocteau Twins. Það sem að mér finnst hins vegar vera allra best við plötuna er hún Heiða Eiríksdóttir söngkona, hún gerir öll lögin bara aðeins betri.

Hellvar – Anna Amma

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Hellvar gefa plötuna sína út sjálf en Kimi Records dreifa henni í plötubúðir og svo má að sjálfsögðu finna hana á Gogoyoko.

Tags: ,
Flokkað undir Georg Atli, Plötuumfjallanir | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

March  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin