• Þú ert hér: 
  • Upphafssíða
  • Winter Sun kemur út á Gogoyoko

Winter Sun kemur út á Gogoyoko

28.7.2011 - Georg Atli

Nýjasta útgáfa Kimi Records, platan Winter Sun með Snorra Helgasyni, mun fást í rafrænni forsölu á tónlistarveitunni www.gogoyoko.com frá og með deginum í dag, 28. júlí. Formlegur útgáfudagur plötunnar á geisladiski er svo 4. ágúst. Winter Sun er önnur breiðskífa Snorra Helgasonar undir eigin nafni, en áður hefur hann gefið út tvær breiðskífur með vinum sínum í Sprengjuhöllinni, þar á meðal hina geysivinsælu Tímarnir okkar. Winter Sun er tekin upp af Sindra Má Sigfússyni, hljóðblönduð af Snorra, Sindra og Bigga Sundlaugarverði og hljómjöfnuð af Alan Douches, en hann hefur meðal annars hljómjafnað plötur listamanna á borð við Fleetwood Mac, Animal Collective og Sufjan Stevens.

Snorri Helgason mun fagna þessum útgáfudögum, þeim fyrri með tónleikum á Innipúkanum laugardaginn 30. júlí kl. 22:00 og þeim seinni með útgáfutónleikum á Faktorý Bar fimmtudaginn 4. ágúst. Miðasala á báða viðburði er á www.midi.is

Tags: , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning, Tónleikar |

Ekki er hægt að skrifa athugasemd við þessa færslu.

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

January  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin