Nýtt frá Man Man og Battles

4.5.2011 - Kristjana

Það er kominn maí. Það er gleðiefni. Ekki bara vegna þess að það er allt í einu komið sumar heldur einnig vegna þess að í maí kemur ný plata frá hinum súperdúperofurmegasega hressu Man Man! Gott ef hún kemur ekki bara formlega 10. maí – semsagt innan við vika í hana! Live Fantastic, pródúseruð af engum öðrum en Mike Mogis er eitthvað sem getur held ég bara ekki klikkað.

Við slík tækifæri er við hæfi að fagna…og dilla sér. Við heyrum því lag og sjáum öskrandi hressleika frá (einu) skemmtilegasta live bandi sem ég hef nokkurn tíma séð.

Man Man – Knuckle Down

Í byrjun júní kemur svo önnur plata Battles, Glass Drop. Söngvari Battles, Tyondai Braxton, er ekki memm lengur en það sem heyrst hefur so far hljómar vel og það er hellingur af spennandi gestasöngvurum á plötunni. Þetta lofar góðu og það verður forvitnilegt að heyra hvernig platan kemur út með söngvurum úr öllum áttum.

Battles feat. Matias Aguayo – Ice Cream

Tags: , , ,
Flokkað undir Kristjana, Óflokkað | Comments Off

dansilög – zvenni

24.10.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

Luftgítar – Johnny Triumph
Dans bælda karlmannsins…

Total Eclipse of the Heart – Bonnie Tyler
…fyrir Óskar Hafnfjörð, Dillon og mig.

Atlas – Battles
Á afar drónalegan og dáleiðandi hátt rekur vélrænn taktur lagsins líkamann á fætur og af stað. Hópur uppvakninga hlykkjast til í átt að borginni undir stjórn lágvaxins og skræks illmennis… hlustið…

Tiny Dancer – Elton John
Hópdill og hendur á öxlum… vinir, djammfélagar, ókunnugir og vafasamir mótorhjólagaurar sem voru búnir að standa kyrrir og sötra bjórinn sinn allt kvöldið þangað til þetta lag hófst, allir fallast í faðm, vagga og væla í kór… “When I say softly… slowly…¨

Sad Punk – Pixies
One thousand miles an hour
Im just like anyone
I want to feel the road of tar beneath the wheel
named extinction

Það er eitthvað við þetta lag sem fær mann til að rjúka á fætur, ryðja sér leið inn í miðjann pyttinn, taka nokkur högg, detta, standa upp ögn vankaður, líta í kring um sig og þá gerist það, augun mætast. Þú veist samstundis að þetta er stúlkan… skrítna gotagellann með skítuga hárið og nokkra heimagerða dredda sem stangast út í loftið. Hún er götuð á öllum réttu stöðunum og fölari en máninn endurspeglaður í ræsinu í Nick Cave lagi. Tónlistin hægist en dæluklumpurinn heldur áfram að pumpa rauða vökvanum á vörpu 9 og krómuð rómantíkin kikkar inn…

And evolving from the sea
Would no be too much time for me
To walk beside you in the sun…

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Hrói kallar…

7.5.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

Topp 5 ákvað að vera ögn skipulagðari þetta sumarið og ætlar því að gera tvo hópa út af örkinni í leit að áhugaverðri músík en annar fer til Danmerkur og hinn til Englands.
Þetta verður allt síðan samræmt og fjarstýrt úr bækistöðvum á 101 og komið á vefinn.

Undirritaður tilheyrir baunahópnum og til að hita upp birtast nokkur tóndæmi með listamönnum sem verða á Hróarskeldu í sumar.

Battles – Atlas

Grinderman – No Pussy Blues

Radiohead – Idioteque

Bonnie Prince Billy – I See a Darkness

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Óflokkað | Comments Off

Topp 5 New York lög – Kristín Gróa

18.4.2008 - Kristín Gróa

Í New York þemanu okkar ætla ég að einblína á starfandi hljómsveitir frá Brooklyn því þar er allt að gerast þessa dagana.


5. Battles – Ddiamondd af Mirrored

Battles hafa fengið alveg þokkalega mikla athygli hérna á topp fimm síðan þeir gáfu út hina stórgóðu Mirrored í fyrra en það er bara verðskuldað svo hér koma þeir enn einu sinni.


4. Yeasayer – Sunrise af All Hour Symbals

Ég skal alveg viðurkenna að Yeasayer fóru algjörlega framhjá mér þangað til ég las síðasta árslista Pitchfork en eftir það fannst mér þeir vera allstaðar. Ég keypti plötuna All Hour Symbals loksins um daginn og hún er alveg jafn góð og af er látið.


3. Vampire Weekend – M79 af Vampire Weekend

Við á topp fimm höfum varla minnst á þessa mest hæpuðu sveit ársins (fljót leit sýnir að Vignir setti reyndar lagið Walcott á karlmannsnafnalistann) enda er það nú eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að bæta við enn einni lofræðunni um þá. Það breytir því ekki að platan þeirra er ofboðslega skemmtileg og fær mig til að brosa út að eyrum.


2. MGMT – Kids af Oracular Spectacular

Vampire Weekend eru kannski hæpaðastir þessa stundina en MGMT fylgja fast á hæla þeirra. Lagið Time To Pretend hefur farið sem eldur í sinu um indíheiminn en þar sem ég er búin að misþyrma því og Electric Feel þá er ég búin að færa mig yfir Kids sem er uppáhaldslagið mitt þessa dagana.


1. TV On The Radio – Wolf Like Me af Return To Cookie Mountain

Ég er búin að komast að því að ég get bara ekki fengið leið á þessu lagi. Ég fæ enn kipp í magann þegar það byrjar þó ég sé búin að hlusta á það svona sjöþúsund sinnum. Mjög verðskuldað toppsæti.

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | 1 athugasemd »

Lokauppgjör 2007 – Vignir

11.1.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

Já, þá er bara að svara nokkrum spurningum…

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Þetta var aldeilis gott tónleikaár og margt skemmtilegt sem maður náði að sjá. Á Airwaves stóðu uppi tónleikar Deerhoof, !!! og Of Montreal. En bestu tónleikar sem ég sá voru án alls vafa Arcade Fire á Glastonbury hátíðinni. Frábær tónlist vel spiluð, gríðargóð sviðsframkoma og ótrúlega góð stemning á tónleikum. Að lifa er að syngja með einhverjum þúsundum viðlagið í ‘Wake Up’.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Ég fór aðeins að hlusta meira á Bob Dylan á árinu sem hafði fengið að sitja á hakanum í einhvern tíma. Einnig fór ég að dýfa tánni aðeins í gamalt soul. Al Green fékk stundum að fara á fóninn og ‘We’re Having a Party‘ með Sam Cooke er gamla lag ársins! Svo setti ég Magnýl frekar oft á fóninn sem er alltaf sterkur leikur.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Plata Bloc Party, A Weekend in the City, voru mikil vonbrigði og kemst ekki í hálfkvisti við frumburðinn.
Modest Mouse á Glastonbury voru líka nokkur vonbrigði en því má nú bara kenna um greinilega þreytu í hógværu músunum.

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Panda Bear, nýju White Stripes plötunni, nýju Spoon plötunni og nýju Animal Collective plötunni, sem ég týndi.

5. Hver er bjartasta vonin?
Battles eiga ótrúlega góða debut plötu og eru því sterkir frambjóðendur í þetta. Hins vegar ætla ég að segja að Zach Condon og félagar í Beirut séu bjartasta vonin, því eftir tvær frábærar plötur er greinilegt að hér er mikilvægur unglingslistamaður á ferð. Svo má heldur ekki gleyma Flight of the Conchords sem komu virkilega sterkir inn!

6. Bónus: Hvaða mynd var með besta soundtrackið á árinu?
I’m not there kom út í fyrra en ég sá hana á þessu ári. Ég ætla samt að setja hana sem besta soundtrackið. Frábær Bob Dylan lög í flutningi mannsins sjálfs og leikaranna. Mér fannst mjög gaman að Christian Bale og svarta stráknum en Jim James úr My Morning Jacket stal senunni!

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Topp 5 plötur ársins 2007 – Vignir

4.1.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

5. Of Montreal – Hissing Fauna, Are You The Destroyer?
Of Montreal mæta með alveg frábæra poppóperu full af ótrúlega flottum lagasmíðum og skemmtilegum textum. Er Kevin Barnes Brian Wilson-inn okkar? Uppsetningin á plötunni er skemmtileg og maður fær dálitla A-hlið, B-hlið tilfinningu af henni þar sem að The Past is a Grotesque Animal skiptir henni og maður fær góða upplifun af plötunni í heild sinni.

Suffer for Fashion
Heimdalsgate Like a Promothean Curse

4. Battles – Mirrored
Hálfgerða súpergrúppan Battles var búin að gefa út nokkrar EP plötur árið 2006 áður en þeir mættu á svæðið með fyrstu plötuna sína, Mirrored. Klárlega besta debut plata ársins! Drengirnir eru alveg rosalega þéttir og ná að blanda saman rokkinu og elektró-inu betur en margar hljómsveitir sem hafa eytt allri starfsævi sinni í að reyna. Meðlimir hljómsveitarinnar eru hver öðrum betri en trommarinn John Stanier er, að mínu mati, lykillinn að ráðgátunni. Ótrúlega sterkur trommuleikur á plötunni sem jarðtengir alla og bætir náttúru við alla vírana og tæknina.

Atlas
Tonto

3. The National – Boxer
Einfaldlega frábær rokkplata. Hér er ekkert verið að flækja hlutina, bara rokk, stundum skreytt með strengjum og í mesta lagi smá brassi. Platan byrjar á einu besta lagi ársins, Fake Empire, og píanóstefið og letileg rödd grípur mann. Þessi rödd heldur manni síðan í gegnum alla plötuna sem hefur varla feilpunkt. Nokkuð mellow plata sem virkar vel við flest öll tækifæri, í bílnum, í vinnunni eða í keli með kærustunni.

Fake Empire
Ada

2. Arcade Fire – Neon Bible
Arcade Fire fengu þau hlutskipti að þurfa að gefa út þá plötu sem beðið var mest eftir á árinu. Frumburðurinn, Funeral, er klárlega ein besta plata þessa áratugar og því var víst að það var mikil pressa á mannskapnum. Þetta virtist samt ekki hafa nein áhrif á þau. Þau skelltu sér bara í kirkju til að taka upp plötuna og pródúseruðu sjálf (virkaði fyrir Mugison, ekki satt?). Þegar platan loksins kom og ég hlustaði á hana í fyrsta skipti, þá var ég pínu svekktur. En platan fékk fleiri tækifæri og vann á og verður betri í hvert sinn sem maður heyrir hana. Sándið er orðið aðeins stærra, stallurinn sem hljómsveitin situr á er hærri og predikunin meiri.
Platan er ekki eins góð og Funeral og er það bara alveg allt í lagi. Ef að þau halda áfram að gera svona plötur þá er ferillinn tryggður.

1. Radiohead – In Rainbows
Radiohead áttu eitt rosalegasta stunt ársins þegar þeir dömpuðu á okkur plötu, öllum að óvörum, og maður réð hvað maður borgaði fyrir hana?!? Stærsta “relevant”(Prince er cool og allt það) bandið sem hafði gert þetta. Mikið var rætt um framtíð tónlistarútgáfu og hvert allt væri að stefna. Eru útgáfufyrirtækin dauð? Er Radiohead að fara á hausinn og skipta um kennitölu? Gera allir þetta í framtíðinni? Hvað var fólk að borga? Mun fólk kaupa diskinn líka út í búð? Við getum ekki svarað þessum spurningum núna en víst er að þetta var mjög flott múv sem gæti endað í sögunni sem vendipunktur milli gamla tónlistarheimsins og nýja heimsins? Eða kannski ekki, ég er enginn fokkings sagnfræðingur.
En mér fannst mikið meira rætt um högun útgáfu plötunnar heldur en plötuna sjálfa. Þetta er nefnilega besta plata Radiohead síðan að Kid A kom út. Á þessari plötu eru þeir loksins búnir að finna hvar þeir vilja vera, að mínu mati. Ef að maður lítur á Kid A sem plötu þar sem að hljómsveitin var öll brotin upp, þá er In Rainbows platan þar sem að hlutirnir eru allir komnir saman aftur, í annarri mynd en upphaflega. Þetta er platan sem að Hail to the Thief náði ekki alveg að vera. Hérna er hljómsveit sem er búin að vera starfandi í næstum 20 ár og er enn að gefa út bestu lögin sín: All I Need, Reckoner, Bodysnatchers, þetta er með því besta sem Oxford drengirnir hafa gefið út.
Það er ekki að finna feilnótu á þessari plötu. Hún byrjar á rafræna taktinu í 15 Step, stuðið heldur áfram í Bodysnatchers og áður en maður veit af er verið að loka plötunni með hinu fallega Videotape. Plata ársins!

Bodysnatchers
Reckoner

Það sem sat út fyrir:
Beirut – The Flying Club Cup
Daft Punk – Alive 2007
Klaxons – Myths of the Near Future
M.I.A. – Kala
Mugison – Mugiboogie
Okkervil River – Stage Names

P.S. Linkarnir koma inn seinna, uploadið er hægt

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Árslisti – topp 5 lög ársins 2007 – Krissa

29.12.2007 - Kristjana

Aðeins of sein…hef ekkert komist í tölvu sökum flutninga og vesens :/ But here goes:

5. Battles – Atlas

Ég var bara blown away þegar ég heyrði þetta lag fyrst og verð það enn í hvert skipti sem ég heyri það, þrátt fyrir allt of allt of margar hlustanir! Eitthvað nýtt og spennandi

4. The National – Fake Empire

Eerie og fallegt allt í senn…Röddin hreint út sagt ótrúleg. Ég dett ennþá alltaf út þegar ég heyri þetta lag, þrátt fyrir fáranlega margar hlustanir, það er bara ekki hægt að hugsa um neitt annað meðan maður hlustar á það!

3. Okkervil River – Our Life Is Not A Movie Or Maybe

Hlustaði svo mikið á Black Sheep Boy að ég bjóst ekki við að grípa nýjustu plötuna strax. Ég skipti um skoðun um leið og ég heyrði fyrsta lag plötunnar…!!!

2. Arcade Fire – Intervention

Einn af hápunktum Arcade Fire tónleikanna sem toppfimm meðlimir sáu í sumar og hápunktur plötunnar…þetta er bara frábært lag í alla staði!

1. Beirut – Nantes

Ég elskaði elskaði elskaði Gulag Orkestar og með henni kom Zach Condon sér þægilega fyrir í hópi uppáhalds tónlistarmanna minna. Þegar hann svo minnkaði aðeins balkan áhrifin og bætti í staðinn við frönsk/ítölskum áhrifum á The Flying Clup Cup gulltryggði hann sæti sitt. Platan er enn betri en sú fyrri og ég er búin að spila hana allstaðar á þessu ári: í prófalestri, á ferðalögum, á laugardagskvöldum jafnt og mánudagsmorgnum…virkar jafn vel allstaðar og Nantes er bara extra gott :)

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Kristjana, Listar | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2007 – Vignir

28.12.2007 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

5. Of Montreal – The Past is a Grotesque Animal
Löng lög sem ná yfir 8 mínútur eru alltaf frekar erfið meðhöndlunar, sérstaklega ef sama gítarstefið er í gegnum næstum allt lagið. Kevin Barnes gerir þetta þó með algjörum glans. Ú-ú-ið dettur inn á hárréttum tíma og flottar krúsídúllur halda athygli manns á meðan Kevin Barnes gerir upp gamla drauga og horfir til framtíðar
You’ve lived so brightly
You’ve altered everything
I find myself searching for old selves
While speeding forward through the plate glass of maturing cells

4. Arcade Fire – My Body is a Cage
No Cars Go situr fyrir utan listann þótt að það sé klárlega langbesta lagið af Neon Bible vegna þess að það er í rauninni ný útsetning á eldra lagi. My Body is a Cage er hins vegar alveg ótrúlega flott lag sem ég held að hafi farið framhjá mörgum. Frábær endir á frábærri plötu. Hljóðfærin detta inn eitt af öðru og rólegur taktur er í bakgrunninum. Svo allt í einu á 2:10 klessir hljóðveggurinn á mann og maður er alveg gripinn. Takturinn færist nær og nær forgrunninum og áður en maður veit af eru hendurnar farnar að tromma á allt sem er nálægt manni.

3. M.I.A. Bamboo Banga
Svona á að byrja plötur! M.I.A. lætur okkur vita að hún er bilaðslega svöl og leyfir okkur að heyra hvernig hún ætlar að hafa hlutina á þessari plötu. Trylltur taktur og svalleiki. Þegar maður heyrir
Coz I’m sitting down chillin on gun powder
Strike match light fire, who’s that girl called Maya
M.I.A. coming back with power power
I said M.I.A. is coming back with power power
þá er málið dautt, lagið á mig.

2. Radiohead – All I Need
Radiohead komu með nýja plötu á árinu og gáfu manni ekki einu sinni sjéns á að vera spenntur. Maður var varla búinn að fagna því að það væri að koma ný Radiohead plata þangað til að maður fékk endagripinn í hendurnar. Við tók einhver rosalegasta repeat hlustun seinni ára. Þótt heildin sé alveg ótrúlega sterk fór maður að taka eftir nokkrum hápunktum. Þetta lag varð strax uppáhalds lagið mitt af plötunni og heldur enn þeim titli. Virkilega fallegt lag með fallegum texta Thom Yorke um það að vera í sambandi með einhverjum sem manni finnst vera svo frábær að manni líður eins og að maður sé bara skordýr við hlið þeirra.

I am a moth
Who justs wants to share your light
I’m just an insect
Trying to get out of the dark
I wanna stick with you, because there are no others

1. Battles – Atlas
Besta lag ársins! Punktur! Ég get sagt svo margt um þetta lag en þú bara verður að hlusta á það! NÚNA! Lagið byrjar á flottasta takti ársins og fer svo í gegnum uppbyggingu, niðurrif og uppbyggingu aftur. Gítarar, samplerar og önnur tæki spila svo vel saman að maður bara veit að þetta er örugglega svalasta lag í heimi á tónleikum. Söngurinn er effectaður í tætlur þannig að hann verður bara að auka hljóðfæri. Vá þetta er svo gott!

Ég verð bara að copy/pasta það sem Jeph Jacques(höfundur Questionable Content, lestu það núna frá byrjun) sagði á músíkblogginu sínu því ég get ekki sagt þetta betur en þetta:
Hands down, the heaviest tune of 2007. “Atlas” doesn’t feature downtuned (or even particularly distorted) guitars, or scary demon-vocals, or hyper-technical double-bass drumming. It doesn’t need any of that bullshit. It has John Stanier pounding out the most crushing drum beat this side of Led Zeppelin while the rest of the band builds and builds and builds and Tyondai Braxton’s insanely pitch-shifted vocals hammer the melody into your brain, logic and reason be damned. This song causes neck injuries, car accidents, and cancer in lab animals. This song will simultaneously make you dumber and smarter. This song will take off three years of your life. Hyperbole aside, this song will probably make you sprain your neck, at the very least.

Þessi lög sátu svo rétt fyrir utan listann:
Arctic Monkeys – Do Me a Favour
Band of Horses – Is There a Ghost
Beirut – Nantes
Blonde Redhead – 23
Feist – 1 2 3 4
Feist – I Feel It All
Iron & Wine – Boy with a Coin
Liars – Plaster Casts of Everything
M.I.A. – Paper Planes
Of Montreal – Heimdalsgate Like A Promethean Curse
Of Montreal – Gronlandic Edit
Okkervil River – Our Life is not a Movie Or Maybe
Sprengjuhöllin – Verum í sambandi

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2007 – Kristín Gróa

28.12.2007 - Kristín Gróa

Að ætla að taka aðeins fimm lög af öllum þeim æðislegu lögum sem átt hafa hug minn allan þetta árið er geðveikislegt verk. Það er einhverra hluta vegna auðveldara að meta plöturnar því þá getur maður horft á heildarverkið en í tilfelli laganna þá henta mismunandi lög við mismunandi aðstæður, tilfinningar og tímabil. Þetta er því heiðarleg tilraun til að gera topp fimm lista þegar ég hefði helst viljað hafa hann topp fimmtíu.

5. The Arcade Fire – Intervention

Fimmta sætið er erfiðast því þar köttar maður af öll frábæru lögin sem komast ekki á listann. Eftir miklar vangaveltur hef ég þó komist að því að þessi hápunktur á annars frábærri plötu The Arcade Fire verði að vera á þessum lista þó það þýði að annars frábær lög eins og All My Friends, Phantom Limb, Melody Day, Bros o.fl. o.fl. komist ekki á lista.

4. Okkervil River – Our Live Is Not a Movie Or Maybe

Ég man varla eftir því að plata hafi byrjað með eins miklum hvelli. Þvílíkt opnunarlag! Trommurnar eru auðvitað alveg æðisgengnar og þegar Will Sheff hrópar “hú!hú!” þá er þetta bara búið.

3. Battles – Atlas

Þetta lag er öðruvísi en nokkuð annað sem ég hef heyrt. Þegar Vignir skámáglingur fór að hrópa á mig á msn einn daginn “þú verður að heyra þetta lag!!! það er best!!!” þá lét ég undan honum að gefa því séns og strax við fyrstu hlustun var ég alveg gobsmacked… og að reyna að sitja kyrr á meðan maður hlustar er bara vonlaus barátta. Útlimirnir fara bara ósjálfrátt að kippast til á fáránlegan hátt og það er góð tilfinning!2. M.I.A. – Paper Planes

Ögrandi, umdeilt en um leið alveg rosalega fallegt lag. Samplið úr Clash laginu Straight To Hell er auðvitað algjör snilld en það eru byssuskotin og pengingakassinn sem gera útslagið og gera lagið ógleymanlegt. Það að MTV og fleiri hafi bannað byssuskotin er svo að missa pointið í laginu og öllu sem þar er verið að tala um að það er eiginlega alveg grátlegt.

1. The National – Fake Empire

Þetta er lag sem fær magann enn til að fara í rembihnút eftir marga mánuði í þéttri spilun. Varfærnislegt píanóintróið er ein besta byrjun á plötu lengi og svo tekur letilega röddin hans Matt Berninger við með orðunum Stay out super late tonight…. Það er einhver tilfinning í þessu lagi sem slær mig alveg út af laginu og það að lag geti látið mér líða svona verðskuldar toppsætið á listanum.

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | Comments Off

Blitzen Trapper

19.12.2007 - Kristín Gróa


Nú eru öll vefritin að birta árslistana sína og það eru nokkuð skýrar línur í þessu þó listarnir séu engan veginn eins. LCD Soundsystem, M.I.A., Radiohead, Panda Bear, Battles, The Field, The National, Spoon, Animal Collective, Lil Wayne, Kanye West og Miranda Lambert skora í flestum tilfellum mjög hátt. Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa lista er að kynna mér þá tónlist sem hefur farið algjörlega fram hjá mér en skorar hátt á árslistunum.

Þar á meðal er hljómsveitin Blitzen Trapper frá Portland sem ég er alveg orðlaus yfir að ég skuli hafa misst af. Ég tók eftir henni á árslistunum og rak svo augun í plötuna þeirra Wild Mountain Nation í Skífunni í gær þannig að ég ákvað að ná í nokkur lög í gærkvöldi. Þetta lofar hreint út sagt mjög góðu og ég held ég drífi mig bara aftur í Skífuna í kvöld og fjárfesti í þessari plötu.

Blitzen Trapper – Wild Mountain Nation
Blitzen Trapper – Devil’s A-Go-Go

Blitzen Trapper á MySpace

Tags: , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Óflokkað | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

March  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin