Topp 5 erlendar plötur 2010- Kristín Gróa

23.1.2011 - Kristín Gróa

Eins og vanalega þá panikkaði ég þegar kom að því að gera upp árið. Bæði er úr svo miklu að velja og svo veit ég líka að það er svo margt sem ég hlustaði aldrei á og missti af. Þannig er það víst alltaf. Ég get ekki sleppt því að minnast á tíu runner up plötur því þær eru of góðar sleppa þeim (svindlari!). Það kemur kannski ekki mikið á óvart á þessum lista en stundum er það bara þannig.

Í engri sérstakri röð:

The Roots – How I Got Over
Charlotte Gainsbourg – IRM
Sufjan Stevens – Age Of Adz
Erykah Badu – New Amerykah Part Two (Return Of The Ankh)
Robyn – Body Talk
Wavves – King Of The Beach
Beach House – Teen Dream
Gil Scott-Heron – I’m New Here
The Walkmen – Lisbon
Vampire Weekend – Contra

5. Surfer Blood – Astro Coast

Þessi plata er einfaldlega barmafull af góðum lögum. Hún byrjar á kicker með Floating Vibes, fer svo í Swim sem er hálfgerður surf-headbanger og svo þaðan yfir í Take It Easy sem er svona sólskinslag sem ég tengi einhverra hluta við Hawaii. Ég gæti þrætt mig í gegnum öll lögin en staðreyndin er sú að það er ekki eitt slakt lag á plötunni heldur er hún 40 mínútur af skemmtilegheitum.

Surfer Blood – Floating Vibes

4. The National – High Violet

Ó Matt Berninger, hve þú dáleiðir mig með rödd þinni og hefur gert frá því ég heyrði hana fyrst. Það eru yfirleitt engir augljósir megahittarar á plötum The National (þó Bloodbuzz Ohio komist ansi nálægt því) en þær eru algjörlega dáleiðandi. Ég get bara ekki gert upp við mig hvaða plata er í mestu uppáhaldi, Alligator, The Boxer eða High Violet. Það er ekki algengt að hljómsveitir bombi út þremur plötum í röð sem eru svo yfirgengilega góðar að maður getur ekki gert upp á milli þeirra svo ég bíð spennt eftir næstu plötu.

The National – Sorrow

3. The Arcade Fire – The Suburbs

Ég var rosalega sein til að byrja að hlusta á þessa plötu þó hún sæti þolinmóð í tónlistarsafninu og biði áheyrnar. Hún er pínu yfirþyrmandi svona klukkutíma löng með alveg 16 lög svo þar þarf smá þolinmæði til að hún nái að síast inn í heild. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að hún er stútfull af alveg rosalega góðum lögum sem standa ein og sér en mynda samt sterka heild. Modern Man, Rococo, City Of Children, We Used To Wait og Sprawl II (Mountains Beyond Mountanis) standa upp úr hjá mér þessa stundina en staðreyndin sú að það er rosalega erfitt að velja á milli laganna. Þessi er á alveg á mörkunum að slá Funeral út en sú plata hafði þessi fyrstu plötu vá-sjokk-geðveikt áhrif með sér svo það er erfitt að bera þær saman.

The Arcade Fire – City With No Children

2. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Ég meika Kanye West auðvitað ekki fyrir fimm aura… eða ég hef ekki gert það fyrr en núna. Ég var fyrirfram alveg í mínus þegar ég byrjaði að hlusta á þessa plötu en ég get ekki neitað því að hún er alveg frábær. Skrítin, hreinskilin, catchy og stórfengleg. Þetta er algjör rússíbanareið. Strax í fyrsta lagi þegar ég heyrði stefið Can we get much higher?! þá var ég hooked. Ekki besta plata allra tíma og ekki alveg besta plata ársins en samt alveg djöfulli jaw dropping góð plata.

Kanye West – Gorgeous (feat. Kid Cudi)

1. Janelle Monáe – The ArchAndroid

Hvaðan kom þessi kona og þessi plata? Hún hafði allavega farið framhjá mér þangað til að ég fékk The ArchAndroid óvænt í hendurnar. Þetta er metnaðarfyllsta debut plata sem ég man eftir í svipinn. Hverslags crazy hæfileikarík manneskja hefur ferilinn á óflokkanlegri þemaplötu í þremur hlutum sem fjallar um ástir og örlög vélmennis og er með Saul Williams, Big Boi og Kevin Barnes á kantinum eins og ekkert sé eðlilegra? Það er vissulega hægt að nefna nokkur lög sem hápunkta (Tightrope, Cold War og Faster koma fyrst upp í hugann) en það er platan sjálf og það hversu heilsteypt hún er sem tryggir toppsætið.

Janelle Monáe – Come Alive (The War Of The Roses)

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Plata mánaðarins: Charlotte Gainsbourg – IRM

25.1.2010 - Kristín Gróa


Plata mánaðarins hefur ekki fengið mikla umfjöllun hjá okkur vegna Síberíuferðar undirritaðrar… það er nefnilega svo agalega erfitt að vélrita með frosna fingur.

Eins og þið munið kannski þá er plata janúarmánaðar IRM með Charlotte Gainsbourg. Plötuna vann hún mjög náið með snillingnum Beck og afraksturinn er vægast sagt góður.

Gainsbourg lenti víst í vatnsskíðaslysi í Bandaríkjunum árið 2007 sem varð til þess að það blæddi inn á heilann á henni. Hún fór í aðgerð og í kjölfarið þurfti hún að fara ítrekað í MRI skanna (hvað heitir það á íslensku?) sem nefnist einmitt IRM á frönsku. Innblásturinn og hugmyndin að baki plötunni kemur sem sagt frá þessum tíðu heilaskönnunum og það meikar pínu sense þegar maður hlustar.

Charlotte Gainsbourg – IRM

Tags: ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | Comments Off

Plata mánaðarins: Charlotte Gainsbourg – IRM

7.1.2010 - Kristín Gróa


Nýtt ár, nýr mánuður og þá er að sjálfsögðu komið að nýrri plötu mánaðarins. Í þetta sinn ætlum við að taka fyrir afrakstur samstarfs tónlistarkameljóns númer eitt og stúlku sem var sjálf afrakstur samstarfs fegurðardísar og slísballar. Confused yet? Stúlkan er að sjálfsögðu söngkonan og leikkonan Charlotte Gainsbourg, dóttir ensku leikkonunnar Jane Birkin og franska tónlistarmannsins Serge Gainsbourg sem stundu svo eftirminnilega saman á teipi á sjöunda áratugnum. Kameljón númer eitt er svo enginn annar en snillingurinn Beck.

Platan IRM ber nafn Charlotte Gainsbourg, andlit hennar prýðir umslagið og conceptið er hennar en það er vafasamt að eigna henni plötuna algjörlega þar sem Beck skrifaði textana með henni, samdi öll lögin, pródúseraði og mixaði. Til að toppa þetta þá taka þau dúett saman sem er jafnframt fyrsta smáskífa plötunnar, ber nafnið Heaven Can Wait og Keith Schofield vídjóið sem fylgir er awesome. Er ekki við hæfi að byrja þar?

Vídjóið er á official heimasíðunni og það er í alvörunni geðveikt… það er maður með pönnukökuhaus í því!

Charlotte Gainsbourg (with Beck) – Heaven Can Wait

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

March  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin