Topp 5 guilty pleasures – Georg Atli

8.4.2011 - Georg Atli

Jæja þá er það tími fyrir nett vandræðalegar viðurkenningar… það eru atriði á þarna sem maður er ekkert rosa stoltur af en er samt minna stoltur af sumu en öðru. Þetta verður nánast bara youtube listi í dag af því að ég ætla ekki alveg að viðurkenna það ég eigi sumt af þessum lögum/plötum í tónlistarsafninum mínu… ég er bara ekki alveg nógu sterkur karakter í það.

5. Auto-Tune

Þetta er meira svona ást/hatur-samband. Mér finnst þessi ofurunnu (ég fæ alltaf hausverk þegar að ég heyri þetta lag) popraddir, þar sem að allar misfellur eru bara skornar út vera hálf ógeðfelldar og bara ekki alvöru tónlist. Einhvern veginn meðaltals söngur.

En mér finnst róbotaraddirnar alltaf vera töff. Það er smá Kraftwerk í þessu öllu saman.

4. Skálmöld

Ég segi það bara hreint út að ég fíla ekki svona “Víkinga-metal”. Mér finnst t.d. Týr vera alveg glötuð hljómsveit en það er eitthvað við Skálmöld sem að er bara svo gott!

3. Lil’ Wayne

(AP Photo/Jim Cooper)

Lil’ Wayne
er óþolandi, ég meina horfiði á hann! Ég hafði heyrt fullt með honum áður og séð hann í bakgrunninum í fullt af rappmyndböndum hjá betri röppurum en hann er og alltaf hugsaði ég með mér að þessi gaur væri geðveikt asnalegur.síðan gaf hann út plötunar Tha Carter III og hún var svo bara geðveikt góð. Ég hlusta stundum á hana og mér líður alltaf eins og bjána fyrir það að vera að hlusta á Lil’ Wayne

Lag: A Milli

2. 90′s tónlist

Þá er ég að meina þessi glataða hallæris tónlist sem að maður hlustaði á þegar maður var ekki alveg búinn að fatta hvernig maður átti að vera.

1. Dönsk R&B tónlist

Þetta er eiginlega verst. Þetta er svona ofurklisjuleg R&B vella af bestu/verstu gerð. Mér finnst þetta svo vont að það fer alveg heilann hring og ég er í rauninni byrjaður að fíla þetta smá. Ég stelst stundum í þessi lög á youtube og reyni að passa mig á því að eyða öllum sönnunargögnum um það að ég hafi horft á þetta…. en þeir mega eiga það danirnir að þeir kunna alveg að gera grípandi og klisjuleg lög!

Endilega horfiði á myndbandið af því það er í alvöru klígjulegt, ég hef aldrei getað horft á það allt.

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | 2 athugasemdir »

Komandi tímar….

9.6.2010 - Georg Atli

Nú þegar að fyrri helmingur ársins er alveg að verða búinn þá finnst mér alltaf pínu skemmtilegt að skoða hvaða tónlistamenn eru búnir að lofa nýrri plötu. Hérna kemur svo listinn yfir það sem mér finnst allra helst:

Nýja pltan hennar MIA kemur út seinna í þessum mánuði (hún heitir þessu svaka netvæna nafni:/\/\ /\ Y /\) og svo Trent Reznor hætti með NIN og stofnaði nýja hljómsveit sem heitir How to Destroy Angels og þau ætla að gefa út samnefnda EP plötu (held amk að það verði bara EP, er samt ekki alveg viss) í byrjun júlí.

Í ágúst kemur svo langþráð plata frá Arcade Fire og þau eru aðeins byrjuð að leka út kynningarefni sem lofar bara ansi góðu. Flippararnir í !!! eru líka með plötu í ágúst þrátt fyrir að trommarinn þeirra hafi dáið fyrr á árinu, hún á að heita Strange Wether, Isn’t It?.

Í september eru svo margar stórar plötur á leiðinni en Nick Cave og vinir hans í Grinderman senda frá sér Grinderman 2 og nýja Interpol platan kemur líka þá og Hot Sauce Comittee, Pt. 1 frá gamlingjunum í Beastie Boys. Kanye West platan  Good Ass Job á einnig að koma út í september og litli lærlingurinn hans Kid Cudi verður líka með nýja plötu þá og líka Panda Bear, Of Montreal og The Walkmen þannig að september verður ansi stór!

Svo skilst mér að hipparnir í Fleet Foxes og Anthony Hegarty að gefa út plötu í október… en ekki saman samt, þó að það yrði örugglega áhugavert.

Belle & Sebastian og danspoppararnir í Justice og Daft Punk ætla líka að gefa út plötu í ár en ég veit ekki hvenær.

og síðan en ekki síst þá eru Radiohead búnir að vera að teasa einhverri plötu í ár, en engin (nema kannski Thom Yorke) veit hvort það sé eitthvað til í því… það kom amk nýtt lag og þá vonar maður bara það besta.

Tags: , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli | Comments Off

Topp 5 live lög – Vignir

14.11.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

5. Red Hot Chili Peppers – Don’t Forget About Me(Live at Slane Castle)

Ég hef oft sagt að ég hafi ekki fattað RHCP fyrr en ég sá Live at Slane Castle. Þetta er eitt af þessum böndum sem algerlega springur út á tónleikum og maður sér hvað það er uppfullt af hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þetta lag er gott dæmi um það. Fínasta lag á plötu en á tónleikum fær það nýtt líf og er það að miklu leyti snillingnum John Frusciante að þakka sem virðist geta gert það sem hann vill með gítarnum sínum.
4. Daft Punk - Superheroes / Human After All / Rock’n Roll(Alive 2007)
Alive 2007 platan með Daft Punk er alger snilld og ein besta live plata sem ég veit um. Þetta er lokalagið á plötunni(fyrir uppklapp) og nær geðveikin algjöru hámarki á seinustu metrunum.
3. Tool – Pushit (Live)
Tool er efst á listanum mínum yfir hljómsveitir sem ég verð að sjá áður en ég dey. Hérna taka þeir Pushit í nýrri útgáfu og lagið er svo frábrugðið upprunalegu útgáfunni að Maynard verður að biðja áhorfendurna um leyfi og traust þeirra áður en lagið byrjar.
2. Radiohead – Like Spinning Plates
Like Spinning Plates er alveg frábært lag af hinni vanmetnu Amnesiac plötu. Lagið var tekið upp afturábak en þar sem að það er mjög erfitt að gera það á tónleikum þá þarf að fara aðeins öðruvísi leið að því og maður kemst að því að þetta er einfaldlega alveg gullfallegt lag.
1. The Who – Young Man Blues (Live at Leeds)
Live at Leeds eiga að vera bestu tónleikar sem hafa náðst á band. Ég held að það sé bara rétt!
mp3 kemur seinna

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Topp 5 kennslulög – Erla Þóra

29.8.2008 - Erla Þóra

Sökum þess að innanlandsflug liggur niðri kemur listinn í dag seint inn.

Elton John – Teacher I need you

Kennarar eru svo afskaplega mikilvægir. Þeir hafa heilu barnaskarana sem líta upp til þeirra. Það er hinsvegar verra þegar unglingar verða skotnir í kennaranum sínum. Herra John segir okkur hér frá smáskoti.

Mary Poppins – A spoonful of sugar

Fröken Poppins kennir okkur að með því að smella fingrunum þá er ekkert mál að taka til í herberginu og ef þú skellir einni skeið af sykri með meðalinu þá er það ekkert vont lengur!
“In every job there must be done there is an element of fun. You find the fun and… Snap! The job‘s a game!“

Crosby, Stills & Nash – Teach your children

Alveg með það á hreinu hvernig á að radda þessir félagar.

Black Kids – I‘m not gonna teach your boyfriend how to dance with you

Hérna er svo afskaplega hresst lag sem að fjallar um að kenna ekki. Því að eina ástæðan fyrir því að gaurinn í laginu á einhvern sjéns í gelluna er að kærastinn hennar er alveg mega-sega-lélegur dansari. Skil það. Hef látið minni hluti fara í taugarnar á mér.

Daft Punk – Teachers

Ok.. þetta lag er bara upptalning á nöfnun. En hinsvegar gæti þetta líka verið afskaplega góð mnemonics-tækni. Það er m.a. mjög gott að búa til lag til að muna hluti. Ég er orðin afskaplega góð í að búa mér til svona mnemonics fyrir próf, hjálpar hellings. Kannski þurfti annar hvor Daft Punk gaurinn að fara í próf þar sem hann þurfti að muna öll þessi nöfn. Veit hinsvegar ekki alveg í hvurslags námi maður þarf að muna nöfnin á George Clinton, Bryan Wilson, Armani og Louie Vega, en mér finnst þetta ágætis kenning samt.

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Erla Þóra, Listar | 4 athugasemdir »

Topp 5 lög til að elda við – Vignir

2.5.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

Að elda mat er góð skemmtun. Og góðri skemmtun fylgir góð tónlist. Þegar ég elda vil ég hafa skemmtilega tónlist sem hægt er að hreyfa líkamann við því það er ekki hægt að gera salsa sósu nema kokkurinn dansi með.

5. Of Montreal – She’s a Rejector
Hissing Fauna er frábær plata til að dansa við og elda við. Maður hreinsar úr sér existential vandræði, hommast aðeins upp og fær gott glam beint í æð. Matargerð við svona tónlist verður alltaf tilfinningarík og ekki kæmi á óvart ef að útkoman væri ekki gott og létt salat.

4. Man Man – Mister Jung Stuffed
Man Man eru rosa góðir í að fá mann til að hreyfa sig og eru mjög skemmtilegir við eldamennsku. Athyglisbresturinn og geðveikin skila sér í matargerðina og maður skiptir oft um skoðun, prófar nýja hluti og reynir að hafa eins mikið með og mögulegt er. Uppistaðan hér gæti t.d. verið Billy Madison kjúklingasalatið sem varð til hér í Montréal í seinustu viku: Ávaxtalegt salat með fjólubláum kjúkling (Well, I made the duck blue because I’d never seen a blue duck before and I wanted to see one). That’s quacktastic!

3. Metallica – Blackened
Metall hentar alveg vel í matargerð og sérstaklega ef maður er einn heima að elda. …And Justice For All hentar rosalega vel í þetta. Bannað að elda í öðru en gallabuxum og bol. Útkoman hér verður hamborgari steiktur upp úr bjór.

2. Daft Punk – The Prime Time of Your Life / The Brainwasher / Rollin’ & Scratchin’ / Alive
Það er ekki hægt að klikka með Daft Punk. Ef maður vill hafa eitthvað sem heldur manni við efnið þá er Alive platan ekki að fara að svíkja neinn. Ef maður væri með þetta í gangi myndi maður gera eitthvað snöggt, einfalt, flott og stílhreint eins og nýtt lobby í flottu hóteli. Maður gerir örugglega eitthvað með japönskum áhrifum, marinerar eitthvað upp úr teriyaki, soya sósu og sesamfræjum.

1. Red Hot Chilli Peppers – Throw Away Your Television (Live at Slane Castle)
Það var þannig á tímabili á seinustu dögum mínum í Breiðholtinu að eina leiðin til að hafa einhverja tónlist með þegar maður var að elda var að taka fartölvuna með inn í eldhús og láta hana vera græjurnar. Ég er alltaf með tónlistina mína á flakkara og átti því ekkert til að hlusta á. Ég var hins vegar með þessa tónleika piprana á DVD og setti það oft á. Áður en ég horfði á þessa tónleika var ég ekki voða hrifinn af RHCP en eftir þetta seldist ég alveg og sá að þeir virka greinilega langbest á tónleikum. Þar fá allir að njóta sín sem best og fer John Frusciante alveg á kostum á þessum tónleikum og gefur hverju lagi nýja hlið. Ef maður eldar með þetta undir endar maður alltaf í einhverju suður-amerísku með guacamole til hliðar.

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Listar | 2 athugasemdir »

Topp 5 plötur ársins 2007 – Vignir

4.1.2008 - Fyrrverandi topp fimmarar og gestalistamenn

5. Of Montreal – Hissing Fauna, Are You The Destroyer?
Of Montreal mæta með alveg frábæra poppóperu full af ótrúlega flottum lagasmíðum og skemmtilegum textum. Er Kevin Barnes Brian Wilson-inn okkar? Uppsetningin á plötunni er skemmtileg og maður fær dálitla A-hlið, B-hlið tilfinningu af henni þar sem að The Past is a Grotesque Animal skiptir henni og maður fær góða upplifun af plötunni í heild sinni.

Suffer for Fashion
Heimdalsgate Like a Promothean Curse

4. Battles – Mirrored
Hálfgerða súpergrúppan Battles var búin að gefa út nokkrar EP plötur árið 2006 áður en þeir mættu á svæðið með fyrstu plötuna sína, Mirrored. Klárlega besta debut plata ársins! Drengirnir eru alveg rosalega þéttir og ná að blanda saman rokkinu og elektró-inu betur en margar hljómsveitir sem hafa eytt allri starfsævi sinni í að reyna. Meðlimir hljómsveitarinnar eru hver öðrum betri en trommarinn John Stanier er, að mínu mati, lykillinn að ráðgátunni. Ótrúlega sterkur trommuleikur á plötunni sem jarðtengir alla og bætir náttúru við alla vírana og tæknina.

Atlas
Tonto

3. The National – Boxer
Einfaldlega frábær rokkplata. Hér er ekkert verið að flækja hlutina, bara rokk, stundum skreytt með strengjum og í mesta lagi smá brassi. Platan byrjar á einu besta lagi ársins, Fake Empire, og píanóstefið og letileg rödd grípur mann. Þessi rödd heldur manni síðan í gegnum alla plötuna sem hefur varla feilpunkt. Nokkuð mellow plata sem virkar vel við flest öll tækifæri, í bílnum, í vinnunni eða í keli með kærustunni.

Fake Empire
Ada

2. Arcade Fire – Neon Bible
Arcade Fire fengu þau hlutskipti að þurfa að gefa út þá plötu sem beðið var mest eftir á árinu. Frumburðurinn, Funeral, er klárlega ein besta plata þessa áratugar og því var víst að það var mikil pressa á mannskapnum. Þetta virtist samt ekki hafa nein áhrif á þau. Þau skelltu sér bara í kirkju til að taka upp plötuna og pródúseruðu sjálf (virkaði fyrir Mugison, ekki satt?). Þegar platan loksins kom og ég hlustaði á hana í fyrsta skipti, þá var ég pínu svekktur. En platan fékk fleiri tækifæri og vann á og verður betri í hvert sinn sem maður heyrir hana. Sándið er orðið aðeins stærra, stallurinn sem hljómsveitin situr á er hærri og predikunin meiri.
Platan er ekki eins góð og Funeral og er það bara alveg allt í lagi. Ef að þau halda áfram að gera svona plötur þá er ferillinn tryggður.

1. Radiohead – In Rainbows
Radiohead áttu eitt rosalegasta stunt ársins þegar þeir dömpuðu á okkur plötu, öllum að óvörum, og maður réð hvað maður borgaði fyrir hana?!? Stærsta “relevant”(Prince er cool og allt það) bandið sem hafði gert þetta. Mikið var rætt um framtíð tónlistarútgáfu og hvert allt væri að stefna. Eru útgáfufyrirtækin dauð? Er Radiohead að fara á hausinn og skipta um kennitölu? Gera allir þetta í framtíðinni? Hvað var fólk að borga? Mun fólk kaupa diskinn líka út í búð? Við getum ekki svarað þessum spurningum núna en víst er að þetta var mjög flott múv sem gæti endað í sögunni sem vendipunktur milli gamla tónlistarheimsins og nýja heimsins? Eða kannski ekki, ég er enginn fokkings sagnfræðingur.
En mér fannst mikið meira rætt um högun útgáfu plötunnar heldur en plötuna sjálfa. Þetta er nefnilega besta plata Radiohead síðan að Kid A kom út. Á þessari plötu eru þeir loksins búnir að finna hvar þeir vilja vera, að mínu mati. Ef að maður lítur á Kid A sem plötu þar sem að hljómsveitin var öll brotin upp, þá er In Rainbows platan þar sem að hlutirnir eru allir komnir saman aftur, í annarri mynd en upphaflega. Þetta er platan sem að Hail to the Thief náði ekki alveg að vera. Hérna er hljómsveit sem er búin að vera starfandi í næstum 20 ár og er enn að gefa út bestu lögin sín: All I Need, Reckoner, Bodysnatchers, þetta er með því besta sem Oxford drengirnir hafa gefið út.
Það er ekki að finna feilnótu á þessari plötu. Hún byrjar á rafræna taktinu í 15 Step, stuðið heldur áfram í Bodysnatchers og áður en maður veit af er verið að loka plötunni með hinu fallega Videotape. Plata ársins!

Bodysnatchers
Reckoner

Það sem sat út fyrir:
Beirut – The Flying Club Cup
Daft Punk – Alive 2007
Klaxons – Myths of the Near Future
M.I.A. – Kala
Mugison – Mugiboogie
Okkervil River – Stage Names

P.S. Linkarnir koma inn seinna, uploadið er hægt

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Daft Punk Alive 2007

17.12.2007 - Kristín Gróa

Frönsku vélmennin í Daft Punk voru að gefa út fyrstu live plötuna sína nú á dögunum, Alive 2007. Er stykkið alveg frábært og skylda í eyrun á öllum dansipjökkum, dansipíum og forriturum.Ég er ekki frá því að þessi plata sé skyldukaup fyrir alla yfirmenn í hugbúnaðargeiranum þar sem að þessi tónlist virðist auka afköst um helming í hið minnsta.

Platan flæðir alveg ótrúlega vel og greinilegt að Alive tónleikaferðin hafi alveg staðið undir hæpinu og hrósinu sem hún fékk. Platan hefur allavega hent Daft Punk inn á Top 3 listann minn yfir bönd sem ég verð að sjá áður en ég dey.

Ég set hérna inn tvö lög af plötunni. Ég var að spá að setja inn seinasta lagið á plötunni af því að það er það langbesta á plötunni en ég fattaði að það passar samt ekki alveg svona inn sem stakt lag þar sem að það er í raun endapunkturinn á þessum tónleikum og er hápunktinum náð þar og finnur maður ekki alveg 100% fyrir því ef maður hlustar bara strax á lagið. Þetta væri því eins og að fá þyrluferð upp á Mt. Everest, ekki það sama og að ganga þangað.

Daft Punk – Touch It – Technologic
Daft Punk – One More Time – Aerodynamic – Aerodynamic Beats – Forget About the World

Tags:
Flokkað undir Óflokkað | 1 athugasemd »

Lög sem ég myndi covera – Vignir

10.12.2007 - Kristín Gróa

5 The Ramones – Beat on the Brat
Verður maður ekki að byrja þar sem að garðurinn er lægstur? Ég held að það sé fínt að byrja á Ramones og ég myndi velja Beat on the Brat sem er eitt uppáhaldslagið mitt með þeim.

4 Daft Punk – Technologic
Í minni útgáfu yrði þetta rólegt kassagítarslag með hægri uppbyggingu og myndi enda í algjöru psychedelic sýrutrippi sem myndi skilja hlustandann eftir hugsandi: “Hvað er á seyði í nútímasamfélaginu?!?”

3 Radiohead – No Surprises
Ég kann næstum því að spila stefið í þessu lagi. Einu sinni kunni ég það meira segja alveg næstum því, vantaði bara pínkupons upp á. Klárlega mitt lag.

2 Tricky – Overcome / Massive Attack – Karma Coma
Ég væri til í að gera enn eina útgáfu af þessu lagi. Líkt og með fyrri tilraunum myndi ég eingöngu halda textanum eftir, myndi jafnvel færa viðlagið til og svona en ég myndi passa að hafa vel grúvandi bassalínu.

1 Be Your Husband
Eina lagið sem ég hef coverað sjálfur. Mér fannst það takast bara frekar vel hjá mér og fékk ég vel borgað fyrir það gigg.

Tags: , , ,
Flokkað undir Listar | Comments Off

Topp 5 lög til að gera etnógrafíu við – Vignir

13.11.2007 - Kristín Gróa

Garg! Ég bókstaflega gleymdi að setja þennan lista inn þó hann væri tilbúinn

5. Bloc Party – Waiting for the 7:18
Stúdía á ferðavenjum Breta og hvernig atferli þeirra er. Einnig er bent á í þessari rannsókn þrá breska karlmanna til að lifa lifnaðarhætti eins og safnarar og veiðimenn
Spend all your spare time trying to escape
With crosswords and the Sudoku
If I could do it all again I’d make more mistakes
Not be so scared of falling,
If I could do it again, I would climb more trees
I’d pick and I’d eat more wild blackberries

4. Daft Punk – Around the World
Frönsku vísindamennirnir við Daft Punk háskóla gerðu hér mikilvæga stúdíu sem notaði gögn víðsvegar um heiminn.

3. The Velvet Underground – Venus in Furs
Vísindamaðurinn Lou Reed gerði þessa rannsókn í samstarfi við Velvet Underground rannsóknarhópinn. Skoðað var uppbygging svokallaðra bondage klúbba í New York og tengsl meðlima þeirra.

2. Iron Maiden – Run to the Hills
Iron Maiden skoða hér áhrif aðflutning evrópskra innflytjenda á innfædda íbúa Norður-Ameríku.

1. Depeche Mode – People are People
Dr. Martin Gore birtir hér niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni í mannfræði og kemst að hinum einfalda sannleika: Fólk er fólk!

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Listar | 1 athugasemd »

Topp 5 forritunarlög – Erlingur (gestalisti)

30.10.2007 - Kristín Gróa

Hann Erlingur er tölvunarfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík og er að nemast með henni Krissu. Hann er frá Keflavík en er þrátt fyrir það rosalega fínn gaur. Við Krissa tjekkuðum hvort að hann vildi vera með í lista vikunnar og hann var fljótur að segja já. Hér er listinn hans:

Ég er einmitt í þeim hóp að ég verð að hafa tónlist á meðan að ég er að sinna einhverri forritunarvinnu, algjör must. Því minni
söngur sem er í laginu því betra, en það er aldeilis engin regla. Þessi listi er aðallega lög sem hafa verið í uppáhaldi seinasta árið
því ég breyti stundum alveg um forritunartónlistarsmekk. Eitt árið var það næstum eingöngu klassísk tónlist, annað árið eingöngu
rokk og svo framvegis. Þessi listi er því aðallega lög sem ég hef verið að hlusta mikið á seinasta árið eða svo.

1. You infamous harp – Lightfall
Það var fyrir hreina tilviljun að ég fann þetta lag (eða frekar disk) en hann fær eitthvað svo rosalega á mig. Þetta er víst
eitthvað sem hefur verið gefið nafnið “glitch-hop” eða eitthvað þvíumlíkt. Það eru alls ekki öll lög að gera sig á þessum disk
en þetta finnst mér alveg standa upp úr. Ég mæli hinsvegar með því að hlusta á allan diskinn í einu, helst með heyrnartólum
og reyna að taka vel eftir textanum. Fyrsta skipti sem ég hef fengið gæsahúð út um allan líkama með því einu að hlusta
á tónlist. Hægt er að nálgast alla plötuna þeirra hér (http://www.extlabs.com/yourinfamousharp/ ) en þeir ákváðu að leyfa fólki að hlusta eins mikið á plötuna og það vill á netinu. Það virðist sem að fleiri og fleiri tónlistarmenn séu að gera þetta (sbr. Radiohead) og ég verð að segja að mér finnst það frábært. T.d. hefði ég örugglega aldrei heyrt hversu góð lög þeir geta gert ef ekki hefði verið fyrir þetta framtak þeirra.

2. Björk – Hunter
Það er eitthvað svo hypnótískt við þetta lag. Hvort það er frábæri bassinn, hvernig fiðlurnar spila inní eða eitthvað annað veit ég
ekki. En eitthvað er það sem gerir það að verkum að ég einfaldlega verð að spila þetta lag, alveg sérstaklega til að
koma mér í gírinn. Einkar gott byrjunarlag.

3. Sufjan Stevens – Jacksonville
Það vill nefninlega svo skemmtilega til að það var hún Krissa sem kom mér inná Sufjan Stevens. Síðan þá hefur
hann ekki vantað meðan ég hef gert eitthvað forritunartengd. Alveg ótrúlega skemmtilegur “flautu/eitthvað” taktur
sem virkilega kemur manni í skapið.

4. The Prodigy – Breathe
Langt langt síðan að ég heyrði fyrst í Prodigy og þeir eiga alltaf svona skeið hjá mér. Þ.e.a.s. ég tek mig til og get
hlustað á þá alveg helling í smá tíma en síðan kemur löng pása. Og svo aftur nokkrar vikur og svo löng pása.
Og svo framvegis.

5. Radiohead – Everything in its right place
Ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og ég einmitt náði í nýju plötuna þeirra á netinu og borgaði 0kr fyrir. Eftir að
ég hlustaði á plötuna fannst mér hún góð en kannski á ég eftir að venjast henni aðeins. Ég ætla að gefa henni aðeins meiri
tíma og svo fara aftur og kaupa hana á því verði sem mér finnst hæfa. Ótrúlega gott framtak hjá Radiohead sem algjörlega
setti þá á toppinn aftur hjá mér. Ekki skemmdi þetta fyrir heldur.

Honorable mentions:

* Air
* Aphex Twin
* Chemical Brothers
* Moby
* Daft Punk
* Massive Attack
* Portishead
* David Gray
* FC Kahuna
* Boards of Canada
* Ol’ Blue Eyes
* Sigur Rós
* Thomas Newman

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Listar | 3 athugasemdir »

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

January  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin