Myndbönd og svoleiðis

6.6.2011 - Georg Atli

Jájá búinn að vera lægð í færslunum hérna hjá okkur, bætum úr því í vikunni. Lofa!
Til að byrja uppbætinguna þá kemur hérna ein færsla með svona allskonar myndböndum sem að ég er búinn að vera að skoða síðastliðnar vikur eða svo, en aldrei nennt að setja hingað inn:

Beirut kom með nýtt lag, það er gott. Allir hljóta að fíla Beirut af því að Zach Condon virkar bara sem svo ótrúlega næs gaur!

Beirut – East Harlem by Revolver USA

Það er komið go á Caribou, í þetta skiptið verða tónleikarnir 28 júní… nú þurfum við bara að vona að að verði ekki annað helvítis eldgos. Myndband við lagið Jamelia kom út einhvern tímann í byrjun árs en það er viðeigandi þrátt fyrir það.

Caribou – Jamelia from Video Marsh on Vimeo.

Kanye West gaf loksins út myndbandið við Monster, en það lak einhver frum útgáfa af því einhvern tíman fyrir síðustu jól… myndbandið er skrítið.

Björk sendi frá sér teaser fyrir lag af Biophilia verkefninu sínu, lagið heitir Crystalline… það er bæði sk´ritið og gott.

björk – road to crystalline from Björk on Vimeo.

DJ Leon Botha dó í gær, en hann var í töffarasveitinni Die Antwoord. Botha var litli skrítni gaurinn sem leit pínu út eins og fóstur. Hann var líka sá maður sem lifði lengst með þessum sjúkdómi og áhugaverður málari og allskonar.

Die Antwoord – Enter the Ninja from daniel michel on Vimeo.

Svo ætla ég að setja inn nýjasta myndbandið frá froðupopparanum Bruno Mars… ég verð að taka það fram að mér finnst lagið eiginlega alveg glatað, en myndbandið er frábært og sjálfur Leonard Nimoy (dr. Spock) sýnir stórkostleg tilþrif í því. Þið gætuð kannski bara horft á myndbandið á mute eða eitthvað en horfiði endilega á það.

… og svo verður eitthvað fullt að gerast í vikunni, fylgist með!

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli | Comments Off

Nýtt myndband frá Die Antwoord

9.3.2011 - Georg Atli

Einu sinni sagði ég frá því hvað ég væri hrifinn af Suður Afrísku röppurunum í Die Antwoord. Nú voru þau að gera nýtt myndband og ég get ekki sagt að hrifning mín á þeim hafi eitthvað minnkað. Þetta er alveg klikk.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli | Comments Off

Die Antwoord!

24.2.2010 - Georg Atli


Ok nú er ég búinn að vera að hlusta á þetta í rúma viku núna og búinn að ákveða að þetta sé algjör snilld!! Það ættu allir að tékka á þessu. Suður afrísk HipHop sveit (sem minnir soldið á Steed Lord en er bara betra). Taktarnir eru magnaði og textinn…. hann amk flæðir vel. Þau eru a.m.k. 3 og kalla sig Ninja, Yolandi Vi$$er og DJ Hi-tek (veit ekki alveg hvort litli gaurinn er með en hann heitir Leon Bartha og er með einhver hrörnunarsjúkdóm). Die Antwoord er snilld!

lag: Wat Pom (Feat. Jack Parow)

Tags: ,
Flokkað undir Georg Atli, Óflokkað | 4 athugasemdir »

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin