Topp 5 Airwaves tilhlökkun – Kristín Gróa

12.10.2011 - Kristín Gróa

Það er alveg ótrúlegt að það sé komið að Airwaves hátíðinni enn einu sinni. Mér telst svo til að ég sé búin að fara á hverju ári síðan 2002 sem gerir þetta að tíundu hátíðinni minni í röð og geri aðrir betur! Ef það kemur ár sem ég fer ekki á Airwaves (án þess að vera hreinlega erlendis eða á sjúkrahúsi eða eitthvað álíka) þá veit ég að ég er orðin gömul. Ég er spennt fyrir rosalega mörgu í þetta sinn og þó ég hafi ákveðið að fylla listann minn með frekar fyrirsjáanlegum erlendum tónlistarmönnum þá mun ég reyna að missa ekki af eftirfarandi íslenskum tónlistarmönnum:

Berndsen
Borko
El Camino
Elín Ey
Fist Fokkers
Gang Related
GusGus
Hljómsveitin Ég
Just Another Snake Cult
Kiriyama Family
Markús and the Diversion Sessions
Mugison
Náttfari
NOLO
Of Monsters And Men
Orphic Oxtra
Prins Póló
Sin Fang
Snorri Helgason
Sóley
Stafrænn Hákon
Vigri

Ef ég næ að sjá helminginn af þessu þá verð ég mjög kát. Það má svo auðvitað ekki gleyma því að það skemmtilegasta við Airwaves er allt það sem maður sér óvart og heillar mann samstundis. Ég veit að þetta er orðin pínu klisja en þetta er það sem gerir hátíðina svona skemmtilega. Á hverju ári lendi ég í því að hugsa viku fyrir hátíð “ó shit ég er ekki búin að kynna mér hverjir eru að spila” en svo skiptir það aldrei máli. Það er ekki hægt að undirbúa Airwaves… það er bara hægt að njóta.

Jæja without further ado þá eru þetta þær erlendu sveitir sem ég er spenntust fyrir að sjá!

5. Iceage

Ungir danskir strákar sem eru búnir að vera fastir í hæpmaskínunni síðustu mánuði og það er alveg verðskuldað. Platan þeirra New Brigade er algjört monster og þetta ættu að verða alveg brjálæðislegir tónleikar. Það liggur við að mig langi til að vera tvítugur strákur í eina kvöldstund svo ég geti misst mig yfir þeim eeeen ég verð væntanlega aftast með krosslagðar hendur að missa mig innan í mér.

Iceage – White Rune

4. John Grant

Ég sé fyrir mér að þetta verði mjög tilfinnaþrungnir og innilegir tónleikar þar sem John Grant er rosalega mikið þannig. Textarnir hans eru alveg ótrúlega góðir og hreinskilnir. Lagið I Wanna Go To Marz er líka virkilega gott.

John Grant – I Wanna Go To Marz

3. Glasser

Það hefur ekki farið mikið fyrir Glasser en Ring var ein af betri plötum síðasta árs og hún læddist pínu aftan að mér. Þetta eru tónleikar sem gætu verið hit eða miss en ég hallast frekar að hit, sérstaklega ef maður þekkir lögin.

Glasser – Home

2. tUnE-yArDs

W H O K I L L er ein hæpaðasta plata ársins svo ég er væntanlega ekki ein um það að ætla að sjá tUnE-yArDs. Hæpið finnst mér reyndar algjörlega verðskuldað því þetta er líklega ein besta og jafnframt óvenjulegasta plata ársins og þau live clip sem ég hef séð eru ansi mögnuð. Algjört must-see.

tUnE-yArDs – Killa

1. Beach House

Þetta er líklega stærsta nafnið á hátíðinni í ár ef maður er svona pínu indísnobbari (eins og ég). Ég er búin að vera mjög hrifin af þeim frá því þau gáfu út plötuna Beach House árið 2006 og þau verða bara betri með hverri plötu.

Beach House – Gila

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Kristín Gróa, Listar, Tónleikar | Comments Off

Tónleikasamantektin

30.6.2011 - Kristín Gróa

Tónleikar helgarinnar eru margir og merkilegir eins og vanalega! Ef við erum að missa af einhverju látið okkur þá endilega vita.

Fimmtudagur

Á Den Danske Kro og Prikinu fer fram Roskilde hátíð í tilefni tónlistarhátíðarinnar frábæru sem fram fer í Danmörku núna um helgina. Það er frítt inn en 1000 krónu armband tryggir bjór á 390 krónur á meðan á hátíðinni stendur. Sjá nánar hér. Dagskráin þetta kvöld er eftirfarandi:

19:00 – Blæti
19:45 – Dj Danni Deluxe
20:30 – Depublic
21:15 – Rottweiler
22:00 – Green Lights
23:00 – Dj Gay Latino

Á Bar 11 er kreppukvöld sem þýðir frítt inn og bjór og skot á 450 krónur. Í þetta sinn er það hljómsveitin Vicky sem kemur fram. Húsið opnar 21:00 og tónlistin hefst 22:00. Sjá nánar hér.

Á Rósenberg verða Sting/The Police tribute tónleikar með úrvalsliði tónlistarmanna. Það kostar 1500 krónur inn og tónleikarnir hefjast kl. 21:30. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verður hljómsveitin Caterpillarmen með styrktartónleika en þeir eru víst að safna sér fyrir bíl! Fram koma The Dandelion Seeds, Muck, Plastic Gods og að sjálfsögðu Caterpillarmen. Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Sjá nánar hér.

Föstudagur

Á Den Danske Kro og Prikinu heldur Roskilde hátíðin áfram. Dagskráin þetta kvöld er eftirfarandi:

18:00 – Murrk
18:45 – Úlfur Úlfur
19:30 – Klysja
20:15 – Dj Kalli (Breakbeat.is)
21:00 – Samaris
21:45 – Forgotten Lores
22:30 – Leynihljómsveit
23:15 – Dj Kalli (Breakbeat.is)

Á Bar 11 heldur sumartónleikaröð Bar 11 og Tuborg áfram en í þetta sinn er það hljómsveitin Cliff Clavin sem kemur fram. Það er frítt inn og húsið opnar kl. 21:00. Sjá nánar hér.

Á Rósenberg halda Beggi Smári og MOOD tónleika. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verður Svínarí #4 en þar koma fram Sykur, Captain Fufanu og Bypass. Það er frítt inn, húsið opnar kl. 22:00 en tónleikarnir hefjast kl. 23:00. Sjá nánar hér.

Á Sódóma verður hljómsveitin Angist með fjáröflunartónleika til styrktar EP útgáfu sinni sem er að bresta á. Einnig koma fram Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor. Húsið opnar kl. 22:00, tónleikarnir hefjast kl. 22:30 og það kostar þúsundkall inn. Sjá nánar hér.

Laugardagur

Á Den Danske Kro og Prikinu heldur Roskilde hátíðin áfram. Dagskráin þetta kvöld er eftirfarandi:

18:00 – Vintage Caravan
18:45 – Stjörnuryk
19:30 – El Camino
20:15 – Diddi Fel
21:00 – Vicky
21:45 – Dj Árni Kocoon
22:30 – Kiriyama Family

Á Rósenberg heldur Tríó Vadims Fyodorovs tónleika. Sjá nánar hér.

Á Cafe Amsterdam verður hljómsveitin We Made God með styrktartónleika en þeir munu spila á listahátíð í Ítalíu í júlí og þurfa á aðstoð að halda. Vicky kemur einnig fram á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast um miðnætti og það kostar 500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Sunnudagur

Á Den Danske Kro og Prikinu lýkur Roskilde hátíðinni. Dagskráin þetta kvöld er eftirfarandi:

19:00 – Ellen Kristjáns & Pétur Hallgríms
19:45 – Dúettinn Heima
20:30 – Árstíðir
21:15 – Búðabandið
22:00 – Andvari

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Tónleikar, Óflokkað | Comments Off

Tónleikasamantekt

26.5.2011 - Georg Atli

Jæja samantektin kemur degi of seint en það er samt fullt að gerast og allt það. Sendið okkur línu (eða komment eða eitthvað bara) ef að við erum ekki með okkar á hreinu, toppfimmafostudegi[hjá]gmail.com

Fimmtudagur
Brother Grass verða með tónleika á Rósenberg. Tónleikarnir byrja kl. 21:15 og það kostar 1000 kall inn, enginn posi.

Afmæli Bob Dylan verður fagnað á Dillon með tónleikum, meira um það hér en þetta byrjar allt saman kl. 22:00.

Seinni tónleikar hljómsveitarinnar Orka verða í Norræna húsinu kl. 20:00 og það kostar ekkert á þá.

Hjálmar verða á gogoyoko tónleikum í Hvítu Perlunni. Þetta verða órafmagnaðir tónleikar sem byrja kl. 21:00 og það kostar 2500 kr. inn og allir tónleikagestirnir fá “hljóðblandaða upptöku af tónleikunum til eignar”!

Þriðju Heiladans tónleikarnir verða hjá Hemma og Valda. Þar verða Epic Rain / Beatmakin Troopa, PLX, Murya og DJ Kári að spila. Frítt inn og þetta byrjar kl. 21:00

Á Faktorý verða Sing for me Sandra, Yoda Remote, UMTBS og Jón Þór (söngvari/gítarleikari Dynamo Fog og Lödu Sport) að spila. Það er ókeypis inn og tónleikarnir byrja kl. 22:00

Föstudagur
Wistaria,Trust The Lies og Moldun verða á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir byrja kl. 20:00

Ojos de Brujo eru að spila á listahátíð (Hörpu) en ég held að það sé uppselt.

Á Bar 11 verða ókeypis The 59´ers og El Camino í ókeypis Rockabillí veislu. Þetta byrjar klukkan 21:00

Á Faktorý verða Die Ukraniens, Orphic Oxtra og Caterpillarmen. 1500 kr. inn og tónleikarnir byrja kl. 22:00

Á Sódómu verða XXX Rottweiler með tónleika, DJ Stinnson og Limited Copy hita upp. 1300 kr. við hurð, tónleikarnir byrja kl. 23:00 og þið getið valið lög á setlistann hérna

Laugardagur
Á Dillon verða hljómsveitirnar Mighty Good Times og The Wicked Strangers með tónleika. Ókeypis inn.

Á Sódóma verða Skálmöld, Atrum og Darknote. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og það kosta 1500 kall inn og það má alveg geta þess að amk 2 fyrrnefndu böndin verða að spila á Wacken metalfestinu.

Sunnudagur
Sunnujazz á Faktorý um 22:00

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Rockabilly veisla á Bar 11 á föstudagskvöldið

24.5.2011 - Georg Atli

Tuborg og Bar 11 hafa tekið höndum saman og bjóða til tónlistarveislu á Bar 11 í allt sumar. Það verður frítt inn á alla tónleikana og sá græni verður auðvitað á vinalegu verði á barnum.

Það verður boðið uppá allt það besta í íslensku tónlistarlífi í allt sumar!!

Það sannkölluð rockabilly veisla föstudagskvöldið 27. Maí þar sem að hljómsveitirnar The 59´ers og El Camino koma fram

Það hefur verið mikil rockabilly vakning á landinu undanfarna mánuði og eitt vinsælasta lag landsins hefur verið North Side Gal með J. D McPherson sem kemur einmitt á Icelandairwaves. The 59´ers hafa verið í fararbroddi rockabillybylgjunnar og tónleikar þeirra eru ætíð vel sóttir þar sem fólk dansar eins og tíðkaðist í árdaga rokksins. El Camino er ung og efnileg sveit frá Vestmannaeyjum sem spilar surf rokk í anda Dick Dale.

Tags: , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Tónleikasamantekt

4.5.2011 - Georg Atli

Fullt af tónleikum eins og venjulega og við ætlum að taka þá saman og setja í eina færslu ykkur til yndisauka. Ef það er eitthvað sem að við gleymum/vitum ekki af endilega látiði okkur vita með því að senda okkur smá línu, t.d. hér, hér eða jafnvel í pósti, toppfimmafostudegi[hjá]gmail.com

Miðvikudagur

Á Rósenberg verða Steini Eggerts og Óperuídýfurnar að syngja um lífið. Byrjar kl. 21:00 og miðinnm kostar 1500 kr.

Fimmtudagur

Í Tjarnarbíói munu Bjartmar og Bergrisarnir fagna plötunni Skrýtin veröld og góðu ári með tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 2500 krónur inn. Miðasala á midi.is.

Á Rósenberg verður Rokkabillýband Reykjavíkur með sína árlegu vortónleika. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1800 krónur inn. Miðasala á midi.is. Sjá nánar hér.

Á Dillon verður mikið af tónlist en þar koma fram The Assasin Of A Beautiful Brunette, Postarctica og The Wicked Strangers. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það er frítt inn. Nánari upplýsingar hér.

Á Norðurpólnum verða þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni ‘Rafmagnslaust á Norðurpólnum’ og í þetta sinn eru það Svavar Knútur og Hljómsveitin Ég sem koma fram. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og það kostar 1500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Hressó verður Valdimar með tónleika sem eru hluti af tónleikaröð Gogoyoko. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verður rótarkvöld með Atla Kanilsnúð. Sjá nánar hér.

Á Boston verður franski tónlistarmaðurinn Michael Wookey að spila frá kl. 21:00.

Á Prikinu verður mánaðarlegt breakbeat.is kvöld en þar koma fram Maggi B, Kalli og Skeng. Hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Föstudagur

Á Dillon koma fram hljómsveitirnar Gang Related, Ofvitarnir og No To Self. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verður Svínarí #2 og þar verða hljómsveitirnar Who Knew, Hellvar og The Hydrophobic Starfish. Húsið opnar kl. 22:00, tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Á Sódóma verður bandaríska hljómsveitin White Cowbell Oklahoma með tónleika. Einnig koma fram The Vintage Caravan og Texas Muffin. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar 1000 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á BAR11 verður Wildcat rockabilly tryllingur með El Camino, 59′ers, Haffa Haff, Daníel Ágúst og Krumma. Frítt inn. Sjá nánar hér.

Laugardagur

Á Rósenberg verða tónleikar með Láru Rúnars og Lay Low. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1000 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á efri hæðinni á Faktorý verða hljómsveitirnar Valdimar og Æla með tónleika. Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og það kostar 1000 krónur inn. Sjá nánar hér. Á neðri hæðinni verður DJ Margeir og það kostar ekkert inn. Sjá nánar hér.

Sunnudagur
Á Rósenberg verður Thor Kristinsson með tónleika, þeir byrja kl. 21:00 og það kostar 1500 kr. inn

Á Faktorý verður SunnuJazzinn á sínum stað

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Kristín Gróa, Tónleikar | 2 athugasemdir »

Tónleikar vikunnar

7.4.2011 - Kristín Gróa

Það er brjálað að gera í tónleikunum þessa helgi og þá sérstaklega í kvöld. Endilega látið okkur vita ef þið vitið af einhverju sem við erum að missa af!

Fimmtudagur

Á Norðurpólnum verða rafmagnslausir tónleikar með hljómsveitinni Valdimar og Láru Rúnars. Húsið opnar kl. 20 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00. Það kostar 1500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Bakkus verða útgáfutónleikar Fist Fokkers en þeir gáfu út EP plötuna Emilio Estavez á dögunum. Muck og White Boys With Attitude koma líka fram. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það er frítt inn.

Eins og við minntumst á í gær þá verða Amiina og Borko á Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar þúsundkall inn. Sjá nánar hér.

Á Sódómu verða Urmull og The Vintage Caravan og hefjast tónleikarnir kl. 22:00. Sjá nánar hér.

Á Dillon stíga No To Self og Ganon á stokk um tíuleytið. Kostar ekkert inn. Sjá nánar hér.

Á Spot í Kópavogi eru styrktartónleikar ME félags Íslands en þar munu blús band Marel og Andrea Gylfadóttir flytja blús. Það kostar 2000 krónur inn. Sjá nánar hér.

Föstudagur

Á Faktorý heldur reggísveitin Hjálmar tónleika sem hefjast kl. 23:00. Það kostar 1500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Dillon verður rokkbomba en þar koma fram Otto Katz Orchestra, Saktmóðigur og Trust The Lies. Hefst kl. 22:00 og kostar ekkert inn. Sjá nánar hér.

Laugardagur

Á Faktorý verður kanilkvöld #2. Sjá nánar hér.

Á Sódómu snýr Glymskrattinn aftur og verður mikið rockabilly fjör. Fram koma The 59′s, The Cash Kid og El Camino. Húsið opnar kl. 22:00 og það kostar þúsundkall inn. Sjá nánar hér.

Á Dillon verða öll helstu lög Jimi Hendrix spiluð en þar munu The Jimi Hendrix Project láta ljós sitt skína. Tónleikarnir hefjast kl. 22:30 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Sunnudagur

Á Faktorý verður SunnuJazz en þar verður spilaður dúnmjúkur djass. Hefst kl. 21:30 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Tónleikar | Comments Off

Tónleika samantekt! *uppfært*

13.1.2011 - Georg Atli


Það virðast vera einhver rólegheit í tónleikahaldi borgarinnar þessa helgina en á móti kemur að þeir tónleikar sem verða örugglega flottir.

Fimmtudagur
NASA heldur svakalega stuðningstónleika á fimmtudagskvöldinu, þeir verða til stuðnings 9-menningunum. Það er alveg fáránlega flott line-up en fram koma m.a.
Páll Óskar, Sin Fang, Diskóeyjan, KK og Ellen, Parbólurnar, Reykjavík!, Múm, Steini úr Hjálmum, Prinspóló, Ellen K og Pétur H., Elín Ey og svo verður óvæntir leynigestir. Þannig að þetta verður væntanlega alveg svakalegt. Það kostar amk. 500 kr. inn (þar sem þetta eru styrktartónleikar þá má alveg borga meira) og tónleikarnir byrja kl. 20:30.

Fimmtudagsrokkið er á sínum stað á Dillon og þar ætla hljómsveitirnar Draumhvörf, Moy og Thetans of Punchestown að spila. Það kostar ekkert inn og tónleikarnir byrja kl. 22

Föstudagur
Ókeypis rokkið heldur áfram á Dillon en nú eru það El Camino, Finnegan og Foreign Monkeys að spila. Byrjar kl. 22 og eins og fyrr sagði er ókeypis inn.

Laugardagur
Á Sódóma verða Agent Fresco, Rökkurró og Loji að trylla lýðinn (býst ég við). Það kostar 1000 kall inn og byrjar kl. 22:00 ->Two Tickets to Japan bættust við þetta kvöld

Á Dillon verða enn og aftur rokktónleikar, Cliff Clavin, Finnegan og Tamarin spila. Þeir byrja kl. 22:00 og nú kostar 500 kall inn.

Allar nánari upplýsingar (linkar á m.a. facebook eventa o.fl.) má finna á tónleikadagatalinu okkar (bara smella á dagsetninguna). Erum við að gleyma einhverju?? Sendu okkur þá línu á toppfimmafostudegi@gmail.com

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin