Miðvikudagsmeðmæli

31.10.2012 - Georg Atli

Það er svo gott að hafa plan þegar að það er mikið að gera og þess vegna ætla ég að búa til smá plan yfir það sem að mig langar að sjá í dag og deila því hérna með ykkur! Planið byrjar snemma þá svo að ég nái ekki alveg að byrja jafn snemma vegna vinnu en það er samt gott fyrir alla að vita hvað mig myndi langa að sjá kæmist ég frá. Að mínu mati þarf að taka einn dag í flakk milli staða og sjá sem flest. þessi dagskrá hérna fyrir neðan er skrifuð með það í huga.

15:00 Íslenski barinn (off- venue) – Futuregrapher (fínt að byrja á gæða elektróník)
16:00 Hressó (off- venue) – Blouse (útlenskt)
17:00 Eymundsson (off- venue) – Rif (Nýtt og lofar góðu)
19:00 Bar 11 (off- venue) – Jón Þór (Jón Þór (Lada Sport) var að senda frá sér fyrstu sólóplötuna)
20:00 Kaldalón – Úlfur (bassaleikari Swords of Chaos er að gera góða hluti sóló)
20:50 Iðnó – Pascal Pinon (ný plata væntanleg)
21:40 Silfurberg – Ojba Rasta (Hin stóra reggae sveitin á íslandi er mjög hressandi)
22:30 Iðnó – Prinspóló (Vææntanlega fullt af nýju efni)
23:20 Iðnó – Sin Fang (Klikkar aldrei)
00:10 Silfurberg – Retro Stefson (frábær leið til að slútta fyrsta í Airwaves)

Tags: , , , , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Nýtt myndband frá Futuregrapher

3.9.2012 - Georg Atli

Futuregrapher sendi frá sér nýtt myndband í síðustu viku. Það er við lagið Think (af síðustu breiðskífu hans) en þar nýtur hann liðsinnis Guðjóns Heiðars, sem er best þekktu fyrir vefsíðuna gagnauga.is. Textinn er er mjög pólitískur og þar er skotið föstum skotum á bandarískt stjórnar- og réttarfar er hægt að lesa á youtube-síðu myndbandsins.

Myndbandinu er leikstýrt af Björgvini Ottósyni, með aðstoð frá Maríu Rún.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning | Comments Off

Myndbandabrjálæði!

4.5.2012 - Georg Atli

eða a.m.k. slatti af myndböndum. Það er nefnilega búið að hrúga út skemmtilegum myndböndum núna upp á síðkastið og þá er um að gera að rifja smá upp.

Agent Fresco sendu frá sér myndband við lagið Tempo. Ég veit ekkert um það annað en að það er gert af Abza…. ég veit ekki einusinni hvort að það er manneskja eða fyrirtæki, enda skiptir það ekki öllu lagið er gott, myndbandið fínt og Agent Fresco eru á leiðinni á túr.

Stuðsveitin Sykur voru líka að gera myndband. Það er við lagið Curling og eins og flest allt með þessari hljómsveit er myndbandið mjög hressandi. Félagarnir hjá Reykjavík Rocks Production sáu um að búa það til.

Hinn mjög svo frábæri Futuregrapher gerði myndband í samvinnu við japanska hljóðlistamanninn Gallery Six en þeir gáfu út plötu fyrir ekki svo löngu síðan (Waterproof). Lagið heitir Deep Blue og myndbandið var tekið upp við Grundarfjörð. Við fengum póst um myndbandið og þar sagði : “Guðmann Þór Bjargmundarsson (Mummi) sér um leikstjórn og myndatöku á 8MM filmuvél og var myndbandið hluti af sýningu Kinosmiðju á NWF. [innsk. Northern Wave Film Festival] Árni Grétar sýnir nekt sína í myndbandinu, en útgáfan sem var sett á Youtube vefsíðuna er þó klippt aðeins til, en myndbandið verður sýnt óklippt á Extreme Chill hátíðinni í sumar.”

Að lokum er svo gott að enda á einu sem að fólk er alveg að missa sig yfir núna. Huldumaðurinn Kristmann Op sendi frá sér lagið Hátt Fjall og myndband í stíl. Þetta er einhvern veginn undarlega dáleiðandi og maður hreinlega getur ekki annað en horft til enda…. merkilegt. Svo er heil plata væntanleg síðar á árinu.

Tags: , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Óflokkað | Comments Off

Tónleikastuð: Reykjavík! og Futuregrapher taka óvænta stefnu á 22

23.3.2012 - Georg Atli

Við fengum svona líka fína fréttatilkynningu um tónleika sem fara fram í kvöld. Tilkynningin er skemmtileg þannig að ég nenni ekkert að draga neitt saman. Lesið bara tilkynninguna, ykkur er engin vorkunn af því! Svo getiði líka horft á myndböndin sem fylgdu tilkyningunni, þau koma tónleikunum ekkert við en þau er bæði frekar fyndin/skemmtileg. Myndböndin eru neðst.

Já, já, það er satt, Reykjavík! og Futuregrapher hafa loksins látið verða af því að leiða saman hesta sína og munu leika saman á tónleikum á 22 við Laugarveg nú á föstudaginn. Allir fá aukna rýmisgreind á 22, þar skarkalaprýdd tónlistin brýtur niður samfélagslegar hindranir og tónlistarfólkið laxerar andlega. Í sameiningu munu böndin rífa nýtt rassgat á 22. Og tónleikarnir hefjast kl. 22. Og það er frítt inn.

Ítarlegri saga: Í ljósi fjölda áskorana og nokkurra morðhótana var orðið skýrt að hinn framsækni Futuregrapher–marg-krýndur konungur íslenskrar nýraftónlistar–sem þekktur er af góðu fyrir tónsmíðar sínar sem og nýstárlegar túlkanir á verkum annarra listamanna og rokksveitin ástsæla og margverðlaunaða Reykjavík!, sem löngum hefur verið metin sem besta tónleikasveit landsins og ótrúlega margir vilja meina að hafi átt eina af sex bestu plötum síðasta árs, gætu ekki frestað því lengur að spila saman.

Futuregrapher er listamannsnafn hins dýrslega Árna Grétars. Hann gefur sína töfrandi rafmagnstónlist út hjá samsteypunni Möller Records og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir, enda stendur hann upp í hinni Reykvísku elektrósenu sem dafnar og vex sérlega vel þessa dagana. Síðasta útgáfa Futuregrapher‘s er hin töfrandi breiðskífa Tom Tom Bike sem leit dagsins ljós sl. ágústmánuð. Hægt er að fræðast nánar um Futuregrapher, hlusta á tóndæmi, skoða myndir og fara í stuð á www.futuregrapher.com

Reykjavík! er sex karlmenn, fimm frá Ísafirði og einn frá Reyðarfirði. Þeir ala þó allir manninn í Reykjavík að mestu. Sveitin gaf út sínu þriðju breiðskífu, LOCUST SOUNDS, í október árið 2011 og þótti hún almennt vera geðveik plata. Hún er einmitt plata vikunnar á Rás 2 um þessar mundir og einhverjir glöggir útvarpshlustendur gætu hafa heyrt í henni þar. Reykjavík! er þekkt fyrir öskrandi melódíur, sveiflandi sviðsframkomu, smekkvísi í klæðaburði og greinarmerkjasetningu á heimsmælikvarða. Hægt er að fræðast meira um Reykjavík! víða á internetinu — heimasíðan er ekki alveg klár en það má til dæmis fara á www.facebook.com/reykjaviktheband og hlusta á músík og svona.

22 er einn frægasti bar Reykjavíkur. Það er mjög góður bar.

STUTTA ÚTGÁFAN:
Reykjavík! vs. Futuregrapher
Föstudaginn 23 mars kl 22:00
22, Laugavegi 22
FRÍTT INN

Tags: ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning | Comments Off

Annáll Möller Records

13.1.2012 - Georg Atli

Nú er árið 2011 liðið og í dag gerum við svo tónlistarárið endanlega upp með því að birta íslenska árlistann okkar. Það verður að segjast að þetta var óvenju gott tónlistarár (2011) og þá sérstaklega hvað varðar íslensku hliðina, en það dældust út frábærar plötur allt árið. Á síðasta ári þá höfðum við samband við 2 bestu plötuútgáfur Íslands (Record Records og Kimi Records) og báðum þær að skrifa okkur svona annál eða ársuppgjör. Þær tóku svo rosa vel í þetta að við ákváðum að prufa aftur en núna þá bættum við aðeins við og í dag birtast annálar frá Bedroom Community og Kimi Records. Til að starta þessu þá kemur hér smá pistill frá Möller Records, sem átti frábært ár og það verður að segjast að hún er góð viðbót við tónlistarflóruna hér á landi. Þess má geta að safnskífa þeirra Compilation Helga er enn fáanleg (ókeypis) til niðurhals

Möller Records árið 2011

2011 var frábært ár hjá Möller Records. Möller Records, eða Möller Forlagið, var stofnað í Janúar 2011 af þeim Árna Grétari (b.þ.s. Futuregrapher) og Jóhanni Ómarssyni (b.þ.s. Skurken). Forlagið gaf út 4 breiðskífur í það heila, 2 smáskífur, 1 stutt-albúm og 1 safndisk. Öllum útgáfunum var vel tekið í íslenskum fjölmiðlum og er vert að minnast velgengni Gilsbakka með tónlistarmanninum Skurken, en hann fékk tilnefningu í Kraumlistanum og fékk frábæra dóma, bæði hérlendis og erlendis (t.a.m. fjórar stjörnur bæði í Fréttablaðinu og í Fréttatímanum). Eins tók Möller Forlagið þátt í Airwaves tónleikahátíðinni, með Biogen Tribute tónleikunum, sem voru mjög vel heppnaðir og svo hélt Möller utan um Heiladans tónleikaseríuna, sem er mánaðarleg tónleikakvöld á Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda sem var mjög áberandi í tónlistarlífi Reykjavíkur.

Árið hófst á útgáfu annarri breiðskífu Prince Valium og smáskífu frá tónlistarmanninum Tonik, sem innihélt hið geysivinsæla lag ‘Life’s a Beach‘. Næstu útgáfur sem fylgdu var breiðskífa frá hljóðsmalanum Steve Sampling og fyrsta verkið frá Fu Kaisha. Gilsbakki með Skurken kom svo út í haust og fyrsta platan hans Murya kom út stuttu síðar. Hápunktur vetrarins í íslenskri raftónlist var svo útgáfan á safnskífunni Helga (kom út 14. Nóvember) þar sem 7 tónlistarmenn á vegum Möller’s (ásamt Arnari Helga, b.þ.s. HaZaR) stóðu að 10 frábærum lögum fríkeypis til niðurhals á vefsíðu Möller. Núna í Desember kom svo út hin frábæra plata Halftime með hinum vinsæla Intro Beats.

Möller Records drengirnir eru mjög þakklátir fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa fengið á árinu 2011 og líta björtum augum til íslenskt tónlistarlífs árið 2012, þar sem allir kjallarar og kirkjur birta til í gleði gaum þeirrar snilldar sem við íslendingar erum vanir að matreiða. Veljum Íslenskt – Veljum Möller!

Kv.
Árni Grétar og Jóhann Ómarson

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli | Comments Off

Fyrsta safnskífa Möller Records

15.11.2011 - Georg Atli

Fyrsta safnskífa Möller Records leit dagsins ljós í dag, 14. Nóvember 2011, og ber heitið Compilation Helga. Um er að ræða skífu sem var tekin saman fyrir DJ Margeir – sem verður í boði fyrir flugvélagesti Icelandair.

Jóhann Ómarsson og Árni Grétar hjá Möller Records hafa ákveðið að bjóða áhugasömum að hala niður safndisknum frítt af vefsvæði Möller‘s og kynna sér í leiðinni tónlistarmenn sem eru nú þegar komnir á skrá hjá útgáfufyrirtækinu.

Skífan inniheldur lög eftir Murya (sem var að gefa út skífuna Crystalline Substances þann 11. Nóvember), Steve Sampling, Skurken, Futuregrapher, Prince Valium, Fu Kaisha og HaZaR.

Nánari upplýsingar fást á fésbókar vefsvæði Möller‘s.

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning | Comments Off

Topp fimm mælir með á Airwaves: Futuregrapher

11.10.2011 - Georg Atli

Árni Grétar eða Futuregrapher er einn af hæfileikaríkari raftónlistarmönnum landsins. Hann hefur sent frá sér 4 plötur í mismunandi stærðum og lengdum, sú nýjasta heitir TomTom Bike og kom út í Englandi á vegum Twisted Tree Line. Hann hefur verið duglegur við að halda/spila tónleika (m.a. Heiladanskvöldin)á árinu og er “leiðandi afl” í weirdcore senunni hér á landi.

Svona til að vara ykkur við þá erTom Tom Bike ambient plata og því ekki allra en hún er vikilega góð, tónlistin er fín blanda af meisturunum Bill Laswell og Biosphere sem er undir sterkum áhrifum frá Detroit technoi (t.d. Plastikman). Ef þið fílið virkilega góða raftónlist, þá megiði ekki missa af þessu. Hlustiði bara á lagið hér að neðan og fariði svo á tónleikana.

Futuregrapher er að spila á fimmtudeginum kl. 23:40 á Faktorý.

Tags: ,
Flokkað undir Airwaves, Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Heiladans 7: Iceland Airwaves Upphitun!

11.10.2011 - Georg Atli

Hvenær:
Þriðjudaginn 11. Október.
frá kl. 19:30 til 1:00.

Hvar:
Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda

FUTUREGRAPHER / PLAT / SUBMINIMAL / THIZONE / SKURKEN / PLX / YODA REMOTE

Möller Records kynnir Iceland Airwaves upphitun ásamt því að kynna enn fremur geislaplötuna Gilsbakki með tónlistarmanninum Skurken - sem hefur fengið frábæra dóma, m.a. **** stjörnur bæði í Fréttablaðinu og Fréttatímanum, auk þess að hafa fengið góða rýni erlendis, t.d. hjá Igloo Magazine.

Tónlistarmenn kvöldsins verða ekki af verri endanum, en það er rjóminn af íslenskri raftónlist sem sér um að hita upp fyrir Iceland AIRWAVES, sem byrjar á Miðvikudaginn.

FUTUREGRAPHER

PLAT

SUBMINIMAL

THIZONE

SKURKEN

PLX

YODA REMOTE

Við biðjum fólk á að mæta tímanlega og fá sér einn kaldan á barnum, eða rjúkandi heitt Hemma & Valda kaffi.

Sjáumst hress og kát í Airwaves-skapi með Möller Records, Ofur hljóðkerfi og Hemma & Valda.

- Möller Records.

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning, Tónleikar | Comments Off

Fjórða útgáfa Möller Records lítur dagsins ljós: Fu Kaisha – Porth/Mangaster.

25.8.2011 - Georg Atli

Möller Records kynnir, Helga004: Fu Kaisha – Porth/Mangaster

Við hjá Möller Records erum stoltir að kynna frumraun tónlistarmannsins Fu Kaisha (Dagbjartur Elís Ingvarsson) – Porth / Mangaster. Fólk hefur beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessari skífu, enda Dagbjartur talinn vera einn efnilegasti raftónlistarmaður Íslands.

Skífan inniheldur tvö lög eftir Fu KaishaPorth og Mangaster - ásamt endurhljóðblöndun frá tónlistarmönnunum Condition Indicator (sem er óþekktur strákur frá Efra-Breiðholti) og Mouge, betur þekktur sem Matti úr hljómsveitinni Bob.

Tónlistin á Porth / Mangaster er sýruskotin heiladanstónlist með tregablendnum hljóðheimum inn á milli, sem minnir helst á listamenn eins og AFX og Wisp. Skífan er tekin upp í hljóðverinu hans Fu Kaisha, sem er staðsett á Hverfisgötu, en öll endurvinnsla er í höndum Smurfen (Jóhann Ómarsson).

Hægt er að nálgast skífuna á heimasíðu Möller Records en einnig verður hægt að kaupa sérmerkt eintak af skífunni á CDr á næsta Heiladans kvöldi í September sem verður nánar auglýst síðar.

Almennt um Möller Records:

Ný tónlistarútgáfa hefur verið sett á laggirnar og mun hún sérhæfa sig í íslenskri raftónlist. Forsprakkar útgáfunnar eru Jóhann Ómarsson, sem gengur undir listamanns nafninu Skurken, og Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. Tónlistarmenn sem þegar eru komnir á skrá eru ekki af verri endanum, en það eru t.d. Prince Valium, Tonik, Steve Sampling, Yoda Remote ásamt Futuregrapher og Skurken.

Möller Records stendur einnig reglulega fyrir tónlistarkvöldum þar sem listamenn fá tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri. Kvöldin bera heitið “Heiladans” og eru haldin í hverjum mánuði á Hemma & Valda, laugavegi 21.

Tags: , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning | Comments Off

Útgáfutónleikar Samaris

3.8.2011 - Georg Atli

Hljómsveitin Samaris (sem að vann músíktilraunir núna síðast) ætlar að fagna sinni fyrstu eiginlegu útgáfu í kvöld. Þau eru að gefa út smáskífuna Hljóma Þú. Topp 5 mælir með að þið kíkjið á Hemma og Valda tónleikana í kvöld til að heyra í þeim. Þarna verða líka Muted og Futuregrapher (hann spilar líklega eitthvað af nýju plötunni sinni), þannig að þetta ætti ekki að klikka. Frítt inn og smáskífan til sölu á staðnum. Farið líka á souncloudið þeirra þar sem er hægt að hlusta á gripinn.

Samaris – Hljóma Þú

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vi’ð fengum líka fréttatilkynningu um tónleikana:

Miðvikudaginn 3. ágúst mun hljómsveitin Samaris efna til útgáfutónleika í tilefni af útgáfu fyrstu smáskífu sinnar. Smáskífan inniheldur 3 frumsamin lög og 3 endurhljóðblandanir af þeim lögum en í lagasmíð sinni notast Samaris við gömul ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Tónleikarnir verða haldnir á Hemma og Valda og byrja stundvíslega klukkan 21:00. Fram koma, ásamt Samaris, raftónlistarmennirnir Muted og Futuregrapher en þeir eiga báðir remix á smáskífunni.
Frítt er inn á tónleikana en þar verður hægt að kaupa smáskífuna Hljóma þú EP á geisladisk en einnig verður hægt að festa kaup á henni á Gogoyoko.com.

Tags: , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning, Tónleikar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

January  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin