Föstudagslagið

29.6.2012 - Georg Atli

Það er föstudagur og það er (loksins) von á listum seinna í dag/kvöld og þá er nú aldeilis viðeigandi að endurvekja föstudagslagaliðinn okkar!

Lagið að þessu sinni er með stúlku sem heitir Angel Haze. Hún er rappari af og fyrsta eiginlega útgáfan hennar er væntanlega síðar á árinu í formi E.P. plötu (hún hefur áður sent frá sér 2 mixteip á netinu), ég veit að hún á að heita Reservation og fyrir 2 vikum sendi hún frá sér þennan trailer fyrir plötuna og þar er útgáfudagurinn sagður 17. júlí. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið spenntur fyrir þessu.

Lagið sem varð fyrir valinu að þessu sinni heitir New York og byggir á laginu New York is Killing Me með Gil Scott Heron. Annars þá hefur það lag komið út í nokkrum misáhugaverðum útgáfum t.d: Jamie XX, Mos Def, Chris Cunnigham, ég mæli sérstaklega með Mos Def útgáfunni.

Angel Haze – New York

Tags: , , ,
Flokkað undir Föstudagslagið, Georg Atli | Comments Off

Topp 5 lög sem ég uppgötvaði á Topp 5

9.5.2012 - Kristjana

Þegar maður býr í útlandinu og fær helgarheimsókn frá heimahögum fær allt annað að sitja á hakanum – sem er akkurat það sem gerðist hjá mér síðasta föstudag, með hálfskrifaðan lista. Ég ætla því að stelast til að smygla honum inn núna…

Ég er löngu búin að missa töluna á lögum sem ég hef uppgötvað vegna Topp 5, ýmist á síðunni sjálfri eða á einhvern hátt í gegnum hina topp fimmarana – á spjallinu, í óteljandi e-mailunum, þegar ég skrepp með þeim á tónleika eða bara yfir topp 5 grillmat. Þessi fimm eru því brotabrot, 5 góð lög sem ég uppgötvaði á Topp 5 og hlusta reglulega á.

5. Booker T & the MG’s – Green Onions

Eitt af þessum lögum sem ég hafði margoft heyrt en alltaf hjá einhverjum öðrum og hafði bara ekki hugmynd um með hverjum það væri. Ég hafði bara aldrei pælt neitt í því fyrr en Kristín skrifaði um það. Ég uppgötvaði því lagið kannski ekki, per se, en hef þó hlustað miklu meira á það eftir ‘uppgötvunina’ því nú get ég skellt því á sjálf

4. TThe Ruby Suns – Oh, Mojave

Kristín Gróa skrifaði fyrir rétt rúmum 4 árum:
“Þetta er ekki dæmigerð indírokkplata því það liggur frekar við að hægt sé að kalla þetta (Krissa lokaðu augunum núna) world music! Gahh! Ekki hlaupa öskrandi í burtu samt því þessi plata er uppfull af gleði og ljúfum tónum, sumari og yndislegum glundroða.”
Sem hún og er. Og þetta lag greip mig svo svakalega strax að ég hef hlustað á það reglulega síðan. Oft oft oft. Þetta hefur m.a. verið á ferðaplaylistum, workout playlistum og vinnu playlistum og fær mig alltaf til að brosa þegar ég heyri það.

Dan Deacon – The Crystal Cat

Crystal Cat náði einhvern veginn að fara framhjá mér þar til Kristín skrifaði um það hér. En það er allt í lagi því ég er búin að hlusta svo oft á það síðan að ég hef náð að vinna upp þessa mánuði sem ég missti af í byrjun og vel það. Þetta lag var á lokaverkefnisplaylistanum mínum síðasta haust og var því ansi oft spilað um miðjar nætur í vinnustofunni – þá tókum við mini-dans milli þess sem við lóðuðum, smíðuðum og jafnvel saumuðum. Good times.

Eins gaman og það er að dansa eins og vitleysingur við þetta lag í brjáluðum troðningi þá er líka lúmskt gaman að labba heim úr vinnu/skóla með það í headphonunum, boppandi hausnum með og brosandi út að eyrum. Eða er það kannski bara ég?

Gil Scott-Heron – Me and the Devil og New York is Killing Me

Gil Scott-Heron er svona gaurinn sem ég hafði heyrt um en af einhverjum ástæðum aldrei tékkað almennilega á. Eftir að Georg skrifaði svo um hann í plötu mánaðarins í mars 2010 lenti platan á repeat í ansi langan tíma. Í framhaldinu gat ég svo ekki annað en hlustað á allt sem ég komst yfir með honum (og blótað sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa ekki byrjað að hlusta á hann fyrr). Góð uppgötvun, þó seint kæmi, og platan í miklu uppáhaldi hjá mér enda alveg hreint ótrúlega góð. Takk Georg!

Thao & Mirah – Eleven og Rubies and Rocks

Vorið 2008 sá ég Xiu Xiu spila en varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum því þetta var ekki þeirra kvöld. Þau voru eiginlega bara ekkert spes. Hins vegar var Thao Nguyen að hita upp og hún var frábær. Ég fór því beint til hennar eftir tónleikana, keypti We Brave Bee Stings and All og hlustaði ansi mikið á þá plötu það árið.

Fast forward til 2011 þegar tUnE-yArDs var nokkurn veginn á repeat hjá mér og ég var, einhverra hluta vegna, búin að steingleyma Thao. Kristín skrifaði um samstarf hennar og Mirah Yom Tov Zeitlyn og plötuna þeirra, sem Merrill Garber pródúseraði einmitt. Áhrifin frá Merrill eru greinileg og samstarfið virkar vel. Þessi lög fá talsverða spilun hjá mér þökk sé uppgötvun og enduruppgötvun á Topp 5.

Tags: , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristjana, Listar | 5 athugasemdir »

Topp 5 lög sem ég uppgötvaði á Topp 5

4.5.2012 - Kristín Gróa

Þetta eru ekki endilega lög sem ég uppgötvaði heldur líka tónlistarmenn/hljómsveitir/plötur sem ég gaf mér tíma til að hlusta á og gaf séns út af topp 5.

5. Alphaville

Ég hafði aldrei hlustað á Alphaville umfram hið frábæra lag Forever Young en þegar Snorri skrifaði Sarp um plötuna með sama nafni þá fyrst hlustaði ég á eitthvað meira. Ég fíla þetta! Ég fíla þetta lag samt ennþá best enda er ég svoddan sökker fyrir svona dramatískum eighties lögum.

4. Spiritualized – Ladies & Gentlemen We Are Floating In Space

Ég skal viðurkenna það (skömmustuleg á svip) að Spiritualized og hin lofaða plata Ladies & Gentlemen We Are Floating In Space voru búin að vera á to-do listanum mínum í svona 10 ár en ég gerði bara aldrei neitt í því að tékka á þessu. Það var ekki fyrr en Georg Atli tók plötuna fyrir í Sarpinum að ég hlustaði loksins. Það eina góða við að hafa beðið svona lengi með að hlusta er að ég átti upplifunina eftir. Núna er ég ofboðslega hrifin af nýju plötunni Sweet Heart Sweet Light líka.

3. Ella Fitzgerald – Ella Wishes You A Swinging Christmas

Ég hafði auðvitað hlustað aðeins á Ellu en jólaplötuna hafði ég aldrei heyrt fyrr en Georg Atli tók hana fyrir í Sarpinum. Nú er hún eina jólaplatan sem ég hlusta á fyrir jólin.

2. The Very Best – Cape Cod Kwassa Kwassa

Þessi ábreiða af Vampire Weekend er mögulega hressasta lag allra tíma og ef það er til hressara lag þá er það líklega Warm Heart Of Africa þar sem sjálfur Ezra Koenig syngur. Georg póstaði þessu! Ég finn Cape Cod Kwassa Kwassa ekki á YouTube svo þið fáið bara Warm Heart Of Africa :)

1. Gil Scott Heron – I’m New Here

Ég var búin að lesa plöturýni um plötuna I’m New Here en hafði einhvernveginn engan sérstakan áhuga á henni. Ég hafði heldur aldrei hlustað á Gil Scott-Heron þó ég vissi auðvitað af honum og The Revolution Will Not Be Televised. Þegar Georg gerði plötuna að plötu marsmánaðar 2010 þá fór ég að hlusta og ég hef ekki hætt síðan. Þessi plata er meistaraverk frá upphafi til enda og er orðin ein af mínum allra uppáhalds.

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | Comments Off

Gil Scott-Heron látinn

28.5.2011 - Kristjana

Hinn eini sanni Gil Scott-Heron lést í New York í gær. Það er því ekki úr vegi að rifja upp snilldina…

Tags:
Flokkað undir Kristjana, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 erlendar plötur 2010- Kristín Gróa

23.1.2011 - Kristín Gróa

Eins og vanalega þá panikkaði ég þegar kom að því að gera upp árið. Bæði er úr svo miklu að velja og svo veit ég líka að það er svo margt sem ég hlustaði aldrei á og missti af. Þannig er það víst alltaf. Ég get ekki sleppt því að minnast á tíu runner up plötur því þær eru of góðar sleppa þeim (svindlari!). Það kemur kannski ekki mikið á óvart á þessum lista en stundum er það bara þannig.

Í engri sérstakri röð:

The Roots – How I Got Over
Charlotte Gainsbourg – IRM
Sufjan Stevens – Age Of Adz
Erykah Badu – New Amerykah Part Two (Return Of The Ankh)
Robyn – Body Talk
Wavves – King Of The Beach
Beach House – Teen Dream
Gil Scott-Heron – I’m New Here
The Walkmen – Lisbon
Vampire Weekend – Contra

5. Surfer Blood – Astro Coast

Þessi plata er einfaldlega barmafull af góðum lögum. Hún byrjar á kicker með Floating Vibes, fer svo í Swim sem er hálfgerður surf-headbanger og svo þaðan yfir í Take It Easy sem er svona sólskinslag sem ég tengi einhverra hluta við Hawaii. Ég gæti þrætt mig í gegnum öll lögin en staðreyndin er sú að það er ekki eitt slakt lag á plötunni heldur er hún 40 mínútur af skemmtilegheitum.

Surfer Blood – Floating Vibes

4. The National – High Violet

Ó Matt Berninger, hve þú dáleiðir mig með rödd þinni og hefur gert frá því ég heyrði hana fyrst. Það eru yfirleitt engir augljósir megahittarar á plötum The National (þó Bloodbuzz Ohio komist ansi nálægt því) en þær eru algjörlega dáleiðandi. Ég get bara ekki gert upp við mig hvaða plata er í mestu uppáhaldi, Alligator, The Boxer eða High Violet. Það er ekki algengt að hljómsveitir bombi út þremur plötum í röð sem eru svo yfirgengilega góðar að maður getur ekki gert upp á milli þeirra svo ég bíð spennt eftir næstu plötu.

The National – Sorrow

3. The Arcade Fire – The Suburbs

Ég var rosalega sein til að byrja að hlusta á þessa plötu þó hún sæti þolinmóð í tónlistarsafninu og biði áheyrnar. Hún er pínu yfirþyrmandi svona klukkutíma löng með alveg 16 lög svo þar þarf smá þolinmæði til að hún nái að síast inn í heild. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að hún er stútfull af alveg rosalega góðum lögum sem standa ein og sér en mynda samt sterka heild. Modern Man, Rococo, City Of Children, We Used To Wait og Sprawl II (Mountains Beyond Mountanis) standa upp úr hjá mér þessa stundina en staðreyndin sú að það er rosalega erfitt að velja á milli laganna. Þessi er á alveg á mörkunum að slá Funeral út en sú plata hafði þessi fyrstu plötu vá-sjokk-geðveikt áhrif með sér svo það er erfitt að bera þær saman.

The Arcade Fire – City With No Children

2. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Ég meika Kanye West auðvitað ekki fyrir fimm aura… eða ég hef ekki gert það fyrr en núna. Ég var fyrirfram alveg í mínus þegar ég byrjaði að hlusta á þessa plötu en ég get ekki neitað því að hún er alveg frábær. Skrítin, hreinskilin, catchy og stórfengleg. Þetta er algjör rússíbanareið. Strax í fyrsta lagi þegar ég heyrði stefið Can we get much higher?! þá var ég hooked. Ekki besta plata allra tíma og ekki alveg besta plata ársins en samt alveg djöfulli jaw dropping góð plata.

Kanye West – Gorgeous (feat. Kid Cudi)

1. Janelle Monáe – The ArchAndroid

Hvaðan kom þessi kona og þessi plata? Hún hafði allavega farið framhjá mér þangað til að ég fékk The ArchAndroid óvænt í hendurnar. Þetta er metnaðarfyllsta debut plata sem ég man eftir í svipinn. Hverslags crazy hæfileikarík manneskja hefur ferilinn á óflokkanlegri þemaplötu í þremur hlutum sem fjallar um ástir og örlög vélmennis og er með Saul Williams, Big Boi og Kevin Barnes á kantinum eins og ekkert sé eðlilegra? Það er vissulega hægt að nefna nokkur lög sem hápunkta (Tightrope, Cold War og Faster koma fyrst upp í hugann) en það er platan sjálf og það hversu heilsteypt hún er sem tryggir toppsætið.

Janelle Monáe – Come Alive (The War Of The Roses)

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 erlendar plötur 2010 – Georg Atli

21.1.2011 - Georg Atli

Árið var gott og það var alveg fullt fullt af góðri tónlist. Eins og vanalega á árslitum þá var fáránlega erfitt að velja bara 5 plötur á listann og of ósanngjarnt að nefna ekki fleiri þannig að ég byrja á næstum því listanum mínum (og eins og alltaf er þetta ekki í neinni sérstakri röð):

The Tallest Man on Earth – The Wild hunt -> Sænskur Bob Dylan og þó að sú líking hljómi ekkert sérstaklega þá gerir tónlistin það.
Local Natives – Gorilla Manor -> Þessi plata hefði verið í 6. sæti. Þræl fínt popprokk.
The Black Keys – Brothers -> The Black Keys eru aftur farnir að gera það sem að þeir gera svo frábærlega; spila blúsrokk.
Das Racist – Sit Down Man -> Besta rappplata síðasta árs
Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy -> Næst besta rappplata síðasta árs og ofmetnasta plata ársins
Grinderman - Grinderman 2 -> Skítugt, hart, hátt, pönkað gæða rokk frá söngvara The Birthday Party
Vampire Weekend – Contra -> Mest gleymda plata ársins, furðulega góð þó að þetta sé pínu það sama og á fyrri plötunni
Los Campesinos – Romance is Boring -> Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir að blasta Los Campesinos
Sleigh Bells – Treats -> Dísæt og krúttuð óhljóða geðveiki
The National – High Violet -> Besta plata The National
Toro y Moi – Causers of This -> Vanmetnasta plata ársin
Sam Amidon – I See the Sign -> Allt sem Sam Amidon gerir er gott.

og svo Topp 5 plötur ársins:

5. Joanna Newsom – Have One on Me
Ég var lengi að fatta tónlistina hennar Joanna Newsom og fílaði engan vegin fyrstu plötuna hennar The Mil-eyed Mender (2004) og nennti ekki einu sinni að hlusta á plötuna Y’s (sem kom út í millitíðinni) en féll eiginlega strax fyrir fyrsta laginu sem ég heyrði af þessari plötu. Ég þyrfti líklega að gefa hinum plötunum meiri séns.

Lag: Jackrabbits

4. Fang Island – Fang Island
Þetta var það sem kom mér líklega mest á óvart í erlendri tónlist. Þetta er svo sem ekkert neitt sem að maður hefur aldrei heyrt áður, því þetta minnir á bæði Ratatat og íslensku ofurtöffarana í Retron. En þetta er samt rosalega skemmtilegt. Mjög skemmtilegt gítarrúnk af bestu gerð.

Lag: Sideswiper

3. Arcade Fire – The Suburbs
Arcade Fire náðu nýjum hæðum í dramatískri og yfirdrifinni tónlist sem hljómar eins og ef að þú tækir heila þáttaröð af einhverri sápuóperu og tækir allann ofleikinn og mjúku linsurnar og allt glysið go myndir breyta því í 16 lög og setja það á eina plötu… nema að tónlistin er geðveikt góð.

Lag: City With No Children

2. Gil Scott-Heron – I’m New Here
Gil Scott-Heron gaf út sína fyrstu plötu í 15 ár og hún var rosaleg. Fullt af flottum textum, þéttur taktur, coverlög sem engium datt í hug að myndu vera þarna og svakalega flott lög. Varð til þess að ég fór að hlusta á allt gamla stöffið hans aftur.

Lag: The Crutch

1. Titus Andronicus – The Monitor
Titus Andronicus kom mér mikið á óvart (fannst Airing of Grievences samt rosa góð)og gaf út alveg geðveikt góða pönk plötu, nútíma útgáfan af pönki en það er samt pönk. Þetta er grjót hart pólitískt og þrælskemmtilegt. Ég var allt árið alveg að fara að skrifa langan pistil um það hvað þessi plata er dásamlega skemmtileg og góð en einhvern veginn hætti ég alltaf við. Mest spilaða platan í 2010 plötusafninu mínu.

Lag: A Pot In Wich to Piss

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2010 – Kristín Gróa

9.1.2011 - Kristín Gróa

Lög ársins? Úff! Ég verð að fá að gera tíu runners up. Í engri sérstakri röð:

Waka Flocka Flame – Hard In Da Paint
Fresh And Onlys – Waterfall
Gorillaz – On Melancholy Hill
Japandroids – Younger Us
Rihanna – Rude Boy
Vampire Weekend – White Sky
Prinspóló – Niðrá strönd
Gil Scott-Heron – New York Is Killing Me
Janelle Monáe – Cold War
Sufjan Stevens – I Walked

Að lokum, í mjög svo sérstakri röð:

5. Joanna Newsom – Good Intentions Paving Company

Þrátt fyrir að lagið sé sjö mínútur að lengd þá er ekki séns að fá leið á því. Það er gangur í því allan tímann og það er eiginlega ekki kórus en samt eiginlega næstum því. Ég féll ekki fyrir plötunni í heild sinni en þetta lag náði mér.

4. Sleigh Bells – Rill Rill

Rosalega catchy og krúttulegt. Þegar þetta lag byrjar að spilast á hljóðárásinni sem Treats er þá er það svona pínu break frá öllum hávaðanum.

3. Wild Nothing – Chinatown

Þetta lag er bara svo fallegt og hlýjar mér að innan og fær mig til að dilla mér og minnir mig á sól og drauma og ástina. Svo er stefið líka addictive.

2. The Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyound Mountains)

Ég var rosalega lengi að koma mér í það að hlusta almennilega á The Suburbs . Ég fékk hana á sama tíma og ég fékk bunka af öðrum plötum og einhvernveginn varð hún útundan. Þar að auki er hún 16 lög og yfir klukkutími að lengd og athyglisgáfan mín er orðin svo skemmd að ég á erfitt með að melta svona mikið af tónlist í einu. Þegar ég loksins dembdi mér í þetta af alvöru og rakst á The Sprawl II (Mountains Beyound Mountains) þá var ég svo svekkt að hafa ekki hlustað fyrr. Ég missti úr alveg mánuð þar sem ég hefði getað verið að missa mig yfir þessu lagi!

1. Robyn – Dancing On My Own

Þetta er bara lag ársins í mínum huga og það kom aldrei neitt annað til greina. Það er til merkis um gæði lagsins að ég er búin að hlusta á það stanslaust síðan ég heyrði það fyrst en samt fæ ég ennþá pínu awesomeness kítl í magann þegar ég heyri það. Línan Stilettos on broken bottles, I’m spinning around in circles er ein besta lína í ástarsorgardansanthemi nokkurntíma!

Persónulega skiptir þetta lag mig líka máli því í byrjun maí fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja að fara út að hlaupa þó ég gæti eiginlega ekki hlaupið á milli ljósastaura. Móð og másandi píndi ég mig áfram í margar vikur og var alltaf viss um að það myndi líða yfir mig sökum andnauðar. Ég gafst samt aldrei upp og núna hleyp ég eins og vindurinn! Alveg frá því í maí hefur Dancing On My Own verið á hlaupaplaylistanum svo í hvert einasta skipti sem ég heyri það þá hugsa ég um hvað ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa aldrei gefist upp á því að vera móð með hlaupasting heldur að hafa alltaf þraukað og klárað. Go me! Lag ársins!

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Plata mánaðarins

31.3.2010 - Georg Atli

Lag vikunnar er “New York is Killing Me” en hérna styðst Gil Scott- Heron (mjög lauslega, er í raun hans túlkun á tilfinningu í annars texta) við texta John Lee Hooker (Jackson, Tennessee).  Þetta lag er mun nær því að vera hreint blús lag en nokkuð annað á plötunni, Gil Scott-Heron hefur alltaf sagt að hann komi frá blues bakgrunni og að rætur hans hafi alltaf legið í þesskonar tónlist. Mér finnst magnað hvað hann virðist ekki hafa einhvern einn ákveðinn “stíl”, hann blandar öllu saman og prófar sig áfram… þó að hann sé orðinn virtur tónlistarmaður, upphafsmaður rappsins og að hann hafi í raun orðið frægur fyrir ljóðin sín annars vegar og hins vegar jazz/soul tónlist. Þessi nýja plata er allt öðruvísi en nokkuð sem hann hefur gert áður og að mínu mati hans allra besta. Klárlega ein af plötum ársins.

Lag: New York is Killing Me

Ný plata í næsta mánuði.

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plata mánaðarins | Comments Off

Plata mánaðarins

22.3.2010 - Georg Atli

Gil Scott-Heron
Þriðji skammtur og ég ætla ekkert að vera að skrifa neitt mikið núna, bara að láta textann við lag vikunnar fylgja með. Lagið er alveg nógu magnað til að geta staðið undir því:

Running

Because I always feel like running
Not away, because there is no such place
Because, if there was I would have found it by now
Because it’s easier to run,
Easier than staying and finding out you’re the only one… who didn’t run
Because running will be the way your life and mine will be described
As in “the long run”
Or as in having given someone a “run for his money”
Or as in “running out of time”
Because running makes me look like everyone else,
Though I hope there will ever be cause for that
Because I will be running in the other direction,
Not running for cover
Because if I knew where cover was,
I would stay there and never have to run for it
Not running for my life,
Because I have to be running for something of more value
To be running and not in fear
Because the thing I fear cannot be escaped, eluded, avoided,
Hidden from, protected from, gotten away from,
Not without showing the fear as I see it now
Because closer, clearer, no sir, nearer
Because of you and because of that nice
That you quietly, quickly be causing
And because you’re going to see me run soon
And because you’re going to know why I’m running then
You’ll know then
Because I’m not going to tell you now

Lag: Running

Tags:
Flokkað undir Georg Atli, Plata mánaðarins | Comments Off

Plata mánaðarins: Gil Scott-Heron – I’m New Here

16.3.2010 - Georg Atli

Þessi plata er búin að vera á næstum því non-stop repeat hjá mér í margar vikur og í hverri hlustun heyrir maður eitthvað nýtt sem er alveg þess virði að skrifa langa pistla um.
Núna ætla ég samt bara að skrifa smá um lagið “The Crutch”.

Uppbyggingin á plötunni er soldið sérstök:
15 lög á plötunni, 3 cover og 1 sem er byggt á texta John Lee Hooker og 5 “lög” sem eru styttri en mínúta og síðan er platan römmuð inn með ljóði/hugleiðingu sem er lesið upp og skipt í 2 hluta (fyrsta og síðasta lag).
Þetta gerir það samt að verkum að maður tekur einhvernveginn frekar eftir frumsömdu lögunum hans. Lag vikunnar er mitt uppáhaldslagið mitt á þessari plötu, a.m.k. í þessari viku.

The Crutch segir frá fíkli en Gil Scott-Heron er ekki að dæma neinn. Hann segir frá þannig að það er ljóst að hann þekkir til þessa lífs sagan er myrk og hann er ekkert að draga undan, lýsingin er raunsæ. Richard Russell sem síðan sjálft lagið og það er þétt og einhvernvegin þröngt… maður fær næstum innilokunnar tilfinningu og textinn er eins og alltaf magnaður.

“…a world of lonely men and no love, no god.”

Lag: The Crutch

Tags: , ,
Flokkað undir Georg Atli, Plata mánaðarins | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

January  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin