Topp 5 mest hlustað á

6.7.2012 - Kristín Gróa

Ég var nú í pínu krísu með þennan lista þar sem ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að höndla hann. Upphaflega planið var að nota bara topp 25 listann í iTunes en vandamálið er bæði að hann er mengaður af hlaupalögunum mínum og svo er ég farin að hlusta svo mikið á Spotify að það er ekki mikið að marka hann lengur. Hei en eitthvað varð ég að miða við svo niðurstaðan er aðeins filteraður listi af því mest spilaða í safninu.

5. Guided By Voices – Game Of Pricks

Ég er algjör sökker fyrir ófullkomnun. Kæruleysisleg spilamennska og söngur, hrár hljómur og sú tilfinning að allt saman hangi á þvílíkum bláþræði að það gæti klúðrast á næsta augnabliki. Þetta er ástæðan fyrir að ég elska Guided By Voices og þó mörg lögin þeirra séu rosalega ófullkomin þá eru önnur algjörlega fullkomin… eins og Game Of Pricks.

4. Frightened Rabbit – Good Arms vs. Bad Arms

Annað kökk-í-hálsinn-lag. Mér finnst platan The Midnight Organ Fight alveg frábær og ég hlustaði á hana alveg í rot á sínum tíma. Það er reyndar Georgi Atla að þakka því hann benti mér á hana (og skrifaði jafnvel um hana?).

3. Janelle Monáe – Cold War

The ArchAndorid var plata ársins 2010 hjá mér svo það kemur lítið á óvart að þetta lag sé eitt af þeim mest spiluðustu í safninu.

2. The Band – Twilight

Ég fékk þetta lag á einhverju tónlistarbloggi fyrir nokkrum árum og hefur síðan þá fundist þetta sirkabát fallegasta lag í heimi. Þetta er sem sagt einfalt sketch af laginu sem kom síðar út í talsvert breyttri útgáfu. Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn þegar ég hlusta.

1. The Walkmen – In The New Year

Djís hvað ég hlustaði mikið á You & Me. Ég hef ekki enn tekið nýju plötuna alveg í sátt en það er allt í lagi því ég hef þetta lag. Ó þetta lag. Hugsanlega uppáhalds lagið mitt eða allavega á topp… uhmmm… 50. Það er svo erfitt að velja uppáhalds.

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | Comments Off

Topp 5 uppgjör 2010 – Kristín Gróa

30.1.2011 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Robyn á Airwaves. Það var pínu bömmer að fæstir af þeim sem ég var með á tónleikunum kunnu mikið að meta hana en hún var æðisleg og það var frábært að sjá hana live aftur.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Guided By Voices. Ég tók bókina Perfect From Now On: How Indie Rock Saved My Life með mér í vinnuferð til Færeyja síðasta vor og gleypti hana í mig. Höfundurinn lýsir þar ástarsambandi sínu við tónlist og þá sérstaklega tónlist Guided By Voices. Ég var lengi búin að ætla mér að sökkva mér almennilega í að hlusta á þá svo eftir þetta var ekki eftir neinu að bíða. Það er reyndar pínu erfitt að sökkva sér í tónlistina þeirra því þeir hafa gefið út svona sjö milljón lög og plötur en ég reddaði mér Bee Thousand og Alien Lanes og þær eru ÆÐI.

Guided By Voices – As We Go Up We Go Down

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Platan Congratulations með MGMT. Sorrí en ég var ein af þeim sem fattaði hana ekki.

MGMT – Someone’s Missing

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Mig langar að segja Halcyon Digest með Deerhunter en ég hef svo oft áður reynt að hlusta á Deerhunter með takmörkuðum árangri svo ég get eiginlega ekki með góðri samvisku sagst hafa ætlað að tékka á henni. Mér dettur samt ekkert annað í hug!

5. Hver er bjartasta vonin?

Ég verð að segja Janelle Monáe því hún kom sá og sigraði með fyrstu plötunni sinni. Aðrir góðir kandídatar eru Wild Nothing, Surfer Blood og á Íslandi Of Monsters And Men.

Wild Nothing – Summer Holiday

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | 2 athugasemdir »

Topp 5 erlendar plötur 2010- Kristín Gróa

23.1.2011 - Kristín Gróa

Eins og vanalega þá panikkaði ég þegar kom að því að gera upp árið. Bæði er úr svo miklu að velja og svo veit ég líka að það er svo margt sem ég hlustaði aldrei á og missti af. Þannig er það víst alltaf. Ég get ekki sleppt því að minnast á tíu runner up plötur því þær eru of góðar sleppa þeim (svindlari!). Það kemur kannski ekki mikið á óvart á þessum lista en stundum er það bara þannig.

Í engri sérstakri röð:

The Roots – How I Got Over
Charlotte Gainsbourg – IRM
Sufjan Stevens – Age Of Adz
Erykah Badu – New Amerykah Part Two (Return Of The Ankh)
Robyn – Body Talk
Wavves – King Of The Beach
Beach House – Teen Dream
Gil Scott-Heron – I’m New Here
The Walkmen – Lisbon
Vampire Weekend – Contra

5. Surfer Blood – Astro Coast

Þessi plata er einfaldlega barmafull af góðum lögum. Hún byrjar á kicker með Floating Vibes, fer svo í Swim sem er hálfgerður surf-headbanger og svo þaðan yfir í Take It Easy sem er svona sólskinslag sem ég tengi einhverra hluta við Hawaii. Ég gæti þrætt mig í gegnum öll lögin en staðreyndin er sú að það er ekki eitt slakt lag á plötunni heldur er hún 40 mínútur af skemmtilegheitum.

Surfer Blood – Floating Vibes

4. The National – High Violet

Ó Matt Berninger, hve þú dáleiðir mig með rödd þinni og hefur gert frá því ég heyrði hana fyrst. Það eru yfirleitt engir augljósir megahittarar á plötum The National (þó Bloodbuzz Ohio komist ansi nálægt því) en þær eru algjörlega dáleiðandi. Ég get bara ekki gert upp við mig hvaða plata er í mestu uppáhaldi, Alligator, The Boxer eða High Violet. Það er ekki algengt að hljómsveitir bombi út þremur plötum í röð sem eru svo yfirgengilega góðar að maður getur ekki gert upp á milli þeirra svo ég bíð spennt eftir næstu plötu.

The National – Sorrow

3. The Arcade Fire – The Suburbs

Ég var rosalega sein til að byrja að hlusta á þessa plötu þó hún sæti þolinmóð í tónlistarsafninu og biði áheyrnar. Hún er pínu yfirþyrmandi svona klukkutíma löng með alveg 16 lög svo þar þarf smá þolinmæði til að hún nái að síast inn í heild. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að hún er stútfull af alveg rosalega góðum lögum sem standa ein og sér en mynda samt sterka heild. Modern Man, Rococo, City Of Children, We Used To Wait og Sprawl II (Mountains Beyond Mountanis) standa upp úr hjá mér þessa stundina en staðreyndin sú að það er rosalega erfitt að velja á milli laganna. Þessi er á alveg á mörkunum að slá Funeral út en sú plata hafði þessi fyrstu plötu vá-sjokk-geðveikt áhrif með sér svo það er erfitt að bera þær saman.

The Arcade Fire – City With No Children

2. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Ég meika Kanye West auðvitað ekki fyrir fimm aura… eða ég hef ekki gert það fyrr en núna. Ég var fyrirfram alveg í mínus þegar ég byrjaði að hlusta á þessa plötu en ég get ekki neitað því að hún er alveg frábær. Skrítin, hreinskilin, catchy og stórfengleg. Þetta er algjör rússíbanareið. Strax í fyrsta lagi þegar ég heyrði stefið Can we get much higher?! þá var ég hooked. Ekki besta plata allra tíma og ekki alveg besta plata ársins en samt alveg djöfulli jaw dropping góð plata.

Kanye West – Gorgeous (feat. Kid Cudi)

1. Janelle Monáe – The ArchAndroid

Hvaðan kom þessi kona og þessi plata? Hún hafði allavega farið framhjá mér þangað til að ég fékk The ArchAndroid óvænt í hendurnar. Þetta er metnaðarfyllsta debut plata sem ég man eftir í svipinn. Hverslags crazy hæfileikarík manneskja hefur ferilinn á óflokkanlegri þemaplötu í þremur hlutum sem fjallar um ástir og örlög vélmennis og er með Saul Williams, Big Boi og Kevin Barnes á kantinum eins og ekkert sé eðlilegra? Það er vissulega hægt að nefna nokkur lög sem hápunkta (Tightrope, Cold War og Faster koma fyrst upp í hugann) en það er platan sjálf og það hversu heilsteypt hún er sem tryggir toppsætið.

Janelle Monáe – Come Alive (The War Of The Roses)

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2010 – Kristín Gróa

9.1.2011 - Kristín Gróa

Lög ársins? Úff! Ég verð að fá að gera tíu runners up. Í engri sérstakri röð:

Waka Flocka Flame – Hard In Da Paint
Fresh And Onlys – Waterfall
Gorillaz – On Melancholy Hill
Japandroids – Younger Us
Rihanna – Rude Boy
Vampire Weekend – White Sky
Prinspóló – Niðrá strönd
Gil Scott-Heron – New York Is Killing Me
Janelle Monáe – Cold War
Sufjan Stevens – I Walked

Að lokum, í mjög svo sérstakri röð:

5. Joanna Newsom – Good Intentions Paving Company

Þrátt fyrir að lagið sé sjö mínútur að lengd þá er ekki séns að fá leið á því. Það er gangur í því allan tímann og það er eiginlega ekki kórus en samt eiginlega næstum því. Ég féll ekki fyrir plötunni í heild sinni en þetta lag náði mér.

4. Sleigh Bells – Rill Rill

Rosalega catchy og krúttulegt. Þegar þetta lag byrjar að spilast á hljóðárásinni sem Treats er þá er það svona pínu break frá öllum hávaðanum.

3. Wild Nothing – Chinatown

Þetta lag er bara svo fallegt og hlýjar mér að innan og fær mig til að dilla mér og minnir mig á sól og drauma og ástina. Svo er stefið líka addictive.

2. The Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyound Mountains)

Ég var rosalega lengi að koma mér í það að hlusta almennilega á The Suburbs . Ég fékk hana á sama tíma og ég fékk bunka af öðrum plötum og einhvernveginn varð hún útundan. Þar að auki er hún 16 lög og yfir klukkutími að lengd og athyglisgáfan mín er orðin svo skemmd að ég á erfitt með að melta svona mikið af tónlist í einu. Þegar ég loksins dembdi mér í þetta af alvöru og rakst á The Sprawl II (Mountains Beyound Mountains) þá var ég svo svekkt að hafa ekki hlustað fyrr. Ég missti úr alveg mánuð þar sem ég hefði getað verið að missa mig yfir þessu lagi!

1. Robyn – Dancing On My Own

Þetta er bara lag ársins í mínum huga og það kom aldrei neitt annað til greina. Það er til merkis um gæði lagsins að ég er búin að hlusta á það stanslaust síðan ég heyrði það fyrst en samt fæ ég ennþá pínu awesomeness kítl í magann þegar ég heyri það. Línan Stilettos on broken bottles, I’m spinning around in circles er ein besta lína í ástarsorgardansanthemi nokkurntíma!

Persónulega skiptir þetta lag mig líka máli því í byrjun maí fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja að fara út að hlaupa þó ég gæti eiginlega ekki hlaupið á milli ljósastaura. Móð og másandi píndi ég mig áfram í margar vikur og var alltaf viss um að það myndi líða yfir mig sökum andnauðar. Ég gafst samt aldrei upp og núna hleyp ég eins og vindurinn! Alveg frá því í maí hefur Dancing On My Own verið á hlaupaplaylistanum svo í hvert einasta skipti sem ég heyri það þá hugsa ég um hvað ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa aldrei gefist upp á því að vera móð með hlaupasting heldur að hafa alltaf þraukað og klárað. Go me! Lag ársins!

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Meira allskonar!

5.8.2010 - Georg Atli

Já topp5 er ennþá í sumarfríi en það er samt allskonar að gerast út um allt.

Jónsi gaf út nýtt myndband:

Iceland Airwaves tilkynntu fleirri bönd m.a. Apparat Organ Quartet, sem er eittt besta tónleikaband Íslandssögunnar þannig að það eru stórgóðarfréttir!

og tvö af þeim sem gáfu út bestu plötur ársins 2008 eru að hita upp í nýjar plötur og sendu frá sér smá forrétti. Annars vegar voru það áströlsku synthapoppararnir í Cut Copy (ný plata í byrjun 2011) og líka gítarundrið Marnie Stern (ný plata í október)

Sá líka á Pitchfork að Janelle Monaé var að gera annað tónlistarmyndband, núna við lagið Cold War. Myndbandið er mjög minimalískt ala Sinaéd O’Connor í Noting Compares 2 U bara með meira af andlitsmynd.

og síðan svona í lokinn langar mig að benda á að það eru ókeypis tónleikar í kvöld á Faktorý (gamla Grand Rokk), alltaf gaman að ókeypis! Þar ætla Two Tickets to Japan, At Dodge City og Bob að spila frá kl. 22.

Lög:
Cut Copy – Where I’m Going
Marnie Stern – For Ash
Apparat Organ Quartet – Stereo Rock & Roll

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Plata mánaðarins

29.6.2010 - Kristín Gróa

Þá er komið að síðustu færslunni um plötu janúarmánaðar sem er hin ómótstæðilega The ArchAndroid með Janelle Monáe. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta sé ein vinsælasta plata mánaðarins sem við höfum tekið fyrir hérna á síðunni því það eru ótrúlega viðtökur sem hún hefur fengið! Það er frekar erfitt að velja síðasta lagið til að deila með ykkur því það er úr svo mögum frábærum lögum að velja en eftir langa umhugsun þá valdi ég Faster því það er frábært. Njótið :)

Topp fimm ætlar annars að taka sér frí frá föstum liðum í júlí svo plata mánaðarins fer í frí fram í ágúst.

Janelle Monáe – Faster

Tags:
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | Comments Off

Plata mánaðarins

17.6.2010 - Kristín Gróa

Janelle Monáe fékk alveg þokkalega stór nöfn til liðs við sig á nokkrum lögum á The ArchAndroid. Við höfum áður heyrt lag þar sem Big Boi aðstoðaði hana en hún fékk einnig til liðs við sig Deep Cotton, goðsögnina Saul Williams og glysindípopparana í Of Montreal. Kevin Barnes og félagar eru þó með sýnu stærsta framlagið þar sem lagið Make The Bus er samið af Barnes, hann syngur meirihlutann af því og það hljómar satt að segja mjög Of Montreal-lega. Það virkar dálítið random að Monáe hafi fengið Of Montreal til liðs við sig en samstarfið er væntanlega komið til vegna þess að hún hitaði upp fyrir þau á túr í fyrra.

Janelle Monáe – Make The Bus (feat. Of Montreal)

Tags: ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | 3 athugasemdir »

Topp 5 sumarlög – Kristín Gróa

12.6.2010 - Kristín Gróa

Listinn minn samanstendur af lögunum sem ég hef á tilfinningunni að verði persónuleg sumarlög ársins 2010. Akkúrat þessa stundina finnst mér þetta 5 mest awesome lög í heimi. Hugsanlega. Sumar sumar gleði gleði!

5. Free Energy – Dream City

Þessi plata fór næstum framhjá mér en sem betur fer greip ég hana. Þetta er ekki endilega neitt sérstaklega töff eða avant garde (alls ekki) heldur einfaldlega alveg rosalega skemmtilegt. Pínu corny, fullt af klisjum, stórir húkkar, kúabjöllur og almenn gleði. Pródúserað af sjálfum James Murphy en það er ekkert LCD Soundsystemlegt við þetta.

4. Two Door Cinema Club – Something Good Can Work

Ég er búin að vera á leiðinni að pósta þessu lagi alveg ótrúlega lengi en gleymi því alltaf. Nú er tækifærið! Þetta er fáránlega hresst og skemmtilegt lag. Treystið mér.

3. Sleigh Bells – Rill Rill

Awesome. Eitt af þessum lögum sem malla einhvernveginn og eru ekki með einhvern brjálaðan kórus en virka samt. Lagið allt er kórusinn.

2. Janelle Monáe – Tightrope (feat. Big Boi)

Það er ekki langt að sækja þetta lag þar sem þetta er lag vikunnar af plötu mánaðarins. Þessi plata í heild verður reyndar pottþétt plata sumarsins því hún er æðisgengin.

1. Miriam Makeba – Pata Pata

Einhverra hluta vegna fékk ég þetta lag á heilann í síðustu viku og varð bara að útvega mér það en-to-tre. Það tókst og nú er það á repeat. Æðislega sumarlegt og hresst lag og þar að auki er Miriam Makeba frá Suður Afríku sem passar vel þegar HM í fótbolta er að byrja, er það ekki? Ég vil samt taka fram að ég hef engan áhuga á HM. Mér finnst vissara að taka það fram. I’m not that kind of girl. Ok.

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | 4 athugasemdir »

Plata mánaðarins

9.6.2010 - Kristín Gróa

Ég minntist á það um daginn að plata mánaðarins er þemaplata. Það er eru sci-fi og framtíðarpælingar í gangi og sagan segir í grófum dráttum frá android (get ekki munað íslenska orðið yfir android… en þið vitið… vélmenni í mannsmynd) sem er einskonar messías íbúanna í stórborginni Metropolis. Þemað er þó ekki heftandi finnst mér og lögin standa alveg sterkum fótum þó maður viti ekki af þemanu. Textarnir eru nefnilega ekkert alltaf mjög bundnir við þemað því þó það séu vísanir í það þá snúast þeir meira um hluti sem við könnumst við og eru algeng viðfangsefni textahöfunda. Sjálfsmynd, tilvistarkreppa, ást, ástarsorg o.s.frv.

Gott dæmi um lag sem passar inn í þemað en er samt alveg freakin’ awesome eitt og sér er fyrsti síngúllinn af plötunni. Þarna fær Monáe aðstoð frá Outkast dúddanum Big Boi og ég mana ykkur til að reyna að horfa á myndbandið án þess að komast í megastuð og langa til að dansa eins og frík. Seriously, þetta er kreisí.

Janelle Monáe – Tightrope (feat. Big Boi)

Tags:
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | 2 athugasemdir »

Plata mánaðarins

3.6.2010 - Kristín Gróa

Loksins er kominn júní og sumar og gleði og þá viljum við hressa frískandi plötu mánaðarins er það ekki? Það er mjög misjafnt hversu auðvelt er að hrífast af plötum og stundum tekur maður að sér að skrifa akkúrat þegar það er fátt til að hrífast af. Það er þó ekki tilfellið í þetta sinn því ég er gjörsamlega dolfallin yfir plötu júnímánaðar.

Ég ætla að fjalla um fyrstu plötuna í fullri lengd sem bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Janelle Monáe lætur frá sér. Árið 2008 gaf hún út EP plötuna Metropolis: Suite I (The Chase) sem átti upphaflega að vera í fullri lengd en það breyttist þegar hún skipti um útgáfufyrirtæki. Ákveðið var að gefa Metropolis út sem EP plötu og innihélt hún fyrsta hlutann af concept verkinu sem nýja platan The ArchAndroid (Suites II and III) fullkomnar. Meira um conceptið síðar en við skulum vinda okkur í lagið sem er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa stundina. Byrjunin er killer.

Janelle Monáe – Cold War

Tags:
Flokkað undir Kristín Gróa, Plata mánaðarins | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

January  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin