Topp 5 erlendar plötur 2010 – Georg Atli

21.1.2011 - Georg Atli

Árið var gott og það var alveg fullt fullt af góðri tónlist. Eins og vanalega á árslitum þá var fáránlega erfitt að velja bara 5 plötur á listann og of ósanngjarnt að nefna ekki fleiri þannig að ég byrja á næstum því listanum mínum (og eins og alltaf er þetta ekki í neinni sérstakri röð):

The Tallest Man on Earth – The Wild hunt -> Sænskur Bob Dylan og þó að sú líking hljómi ekkert sérstaklega þá gerir tónlistin það.
Local Natives – Gorilla Manor -> Þessi plata hefði verið í 6. sæti. Þræl fínt popprokk.
The Black Keys – Brothers -> The Black Keys eru aftur farnir að gera það sem að þeir gera svo frábærlega; spila blúsrokk.
Das Racist – Sit Down Man -> Besta rappplata síðasta árs
Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy -> Næst besta rappplata síðasta árs og ofmetnasta plata ársins
Grinderman - Grinderman 2 -> Skítugt, hart, hátt, pönkað gæða rokk frá söngvara The Birthday Party
Vampire Weekend – Contra -> Mest gleymda plata ársins, furðulega góð þó að þetta sé pínu það sama og á fyrri plötunni
Los Campesinos – Romance is Boring -> Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir að blasta Los Campesinos
Sleigh Bells – Treats -> Dísæt og krúttuð óhljóða geðveiki
The National – High Violet -> Besta plata The National
Toro y Moi – Causers of This -> Vanmetnasta plata ársin
Sam Amidon – I See the Sign -> Allt sem Sam Amidon gerir er gott.

og svo Topp 5 plötur ársins:

5. Joanna Newsom – Have One on Me
Ég var lengi að fatta tónlistina hennar Joanna Newsom og fílaði engan vegin fyrstu plötuna hennar The Mil-eyed Mender (2004) og nennti ekki einu sinni að hlusta á plötuna Y’s (sem kom út í millitíðinni) en féll eiginlega strax fyrir fyrsta laginu sem ég heyrði af þessari plötu. Ég þyrfti líklega að gefa hinum plötunum meiri séns.

Lag: Jackrabbits

4. Fang Island – Fang Island
Þetta var það sem kom mér líklega mest á óvart í erlendri tónlist. Þetta er svo sem ekkert neitt sem að maður hefur aldrei heyrt áður, því þetta minnir á bæði Ratatat og íslensku ofurtöffarana í Retron. En þetta er samt rosalega skemmtilegt. Mjög skemmtilegt gítarrúnk af bestu gerð.

Lag: Sideswiper

3. Arcade Fire – The Suburbs
Arcade Fire náðu nýjum hæðum í dramatískri og yfirdrifinni tónlist sem hljómar eins og ef að þú tækir heila þáttaröð af einhverri sápuóperu og tækir allann ofleikinn og mjúku linsurnar og allt glysið go myndir breyta því í 16 lög og setja það á eina plötu… nema að tónlistin er geðveikt góð.

Lag: City With No Children

2. Gil Scott-Heron – I’m New Here
Gil Scott-Heron gaf út sína fyrstu plötu í 15 ár og hún var rosaleg. Fullt af flottum textum, þéttur taktur, coverlög sem engium datt í hug að myndu vera þarna og svakalega flott lög. Varð til þess að ég fór að hlusta á allt gamla stöffið hans aftur.

Lag: The Crutch

1. Titus Andronicus – The Monitor
Titus Andronicus kom mér mikið á óvart (fannst Airing of Grievences samt rosa góð)og gaf út alveg geðveikt góða pönk plötu, nútíma útgáfan af pönki en það er samt pönk. Þetta er grjót hart pólitískt og þrælskemmtilegt. Ég var allt árið alveg að fara að skrifa langan pistil um það hvað þessi plata er dásamlega skemmtileg og góð en einhvern veginn hætti ég alltaf við. Mest spilaða platan í 2010 plötusafninu mínu.

Lag: A Pot In Wich to Piss

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2010 – Kristín Gróa

9.1.2011 - Kristín Gróa

Lög ársins? Úff! Ég verð að fá að gera tíu runners up. Í engri sérstakri röð:

Waka Flocka Flame – Hard In Da Paint
Fresh And Onlys – Waterfall
Gorillaz – On Melancholy Hill
Japandroids – Younger Us
Rihanna – Rude Boy
Vampire Weekend – White Sky
Prinspóló – Niðrá strönd
Gil Scott-Heron – New York Is Killing Me
Janelle Monáe – Cold War
Sufjan Stevens – I Walked

Að lokum, í mjög svo sérstakri röð:

5. Joanna Newsom – Good Intentions Paving Company

Þrátt fyrir að lagið sé sjö mínútur að lengd þá er ekki séns að fá leið á því. Það er gangur í því allan tímann og það er eiginlega ekki kórus en samt eiginlega næstum því. Ég féll ekki fyrir plötunni í heild sinni en þetta lag náði mér.

4. Sleigh Bells – Rill Rill

Rosalega catchy og krúttulegt. Þegar þetta lag byrjar að spilast á hljóðárásinni sem Treats er þá er það svona pínu break frá öllum hávaðanum.

3. Wild Nothing – Chinatown

Þetta lag er bara svo fallegt og hlýjar mér að innan og fær mig til að dilla mér og minnir mig á sól og drauma og ástina. Svo er stefið líka addictive.

2. The Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyound Mountains)

Ég var rosalega lengi að koma mér í það að hlusta almennilega á The Suburbs . Ég fékk hana á sama tíma og ég fékk bunka af öðrum plötum og einhvernveginn varð hún útundan. Þar að auki er hún 16 lög og yfir klukkutími að lengd og athyglisgáfan mín er orðin svo skemmd að ég á erfitt með að melta svona mikið af tónlist í einu. Þegar ég loksins dembdi mér í þetta af alvöru og rakst á The Sprawl II (Mountains Beyound Mountains) þá var ég svo svekkt að hafa ekki hlustað fyrr. Ég missti úr alveg mánuð þar sem ég hefði getað verið að missa mig yfir þessu lagi!

1. Robyn – Dancing On My Own

Þetta er bara lag ársins í mínum huga og það kom aldrei neitt annað til greina. Það er til merkis um gæði lagsins að ég er búin að hlusta á það stanslaust síðan ég heyrði það fyrst en samt fæ ég ennþá pínu awesomeness kítl í magann þegar ég heyri það. Línan Stilettos on broken bottles, I’m spinning around in circles er ein besta lína í ástarsorgardansanthemi nokkurntíma!

Persónulega skiptir þetta lag mig líka máli því í byrjun maí fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja að fara út að hlaupa þó ég gæti eiginlega ekki hlaupið á milli ljósastaura. Móð og másandi píndi ég mig áfram í margar vikur og var alltaf viss um að það myndi líða yfir mig sökum andnauðar. Ég gafst samt aldrei upp og núna hleyp ég eins og vindurinn! Alveg frá því í maí hefur Dancing On My Own verið á hlaupaplaylistanum svo í hvert einasta skipti sem ég heyri það þá hugsa ég um hvað ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa aldrei gefist upp á því að vera móð með hlaupasting heldur að hafa alltaf þraukað og klárað. Go me! Lag ársins!

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Danny Malone

28.8.2008 - Kristín Gróa


Ég er á fullu að reyna að horfa á tónlistarsafnið mitt nýjum augum þessa dagana sem er alveg ótrúlega erfitt. Einhverra hluta vegna vel ég alltaf sömu lögin til að hlusta á en gleymi síðan allskonar skemmtilegum lögum sem virðast vera ósýnileg þegar ég er að renna yfir tónlistina. Ég rakst sem sagt á lagið Sadie sem Joanna Newsom á upphaflega en er hérna í flutningi gaurs sem heitir Danny Malone. Mér tókst nú ekki að finna miklar upplýsingar um hann en tókst þó með miklum herkjum að finna annað lag með honum. Þetta er ósköp hugljúft og næs í rigningunni.

Danny Malone – Sadie
Danny Malone – Baby Bleu

Danny Malone á MySpace

Tags: ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 forritunarlög – Kristín Gróa

26.10.2007 - Kristín Gróa

Þó ég sé í Rússlandi akkúrat þessa stundina og geti ekki uploadað neinum lögum þá læt ég ekkert stoppa mig í því að vera með í lista! Ef maður ætlar að forrita við tónlist þá skiptir mestu máli að hún trufli mann ekki en að hún sé samt ánægjuleg. Mér finnst þess vegna hægt að skipta forritunarlögum upp í gróflega fimm flokka:

5. The Beatles – Taxman

Lög sem maður þekkir svo vel að maður þarf ekki beint að hlusta á þau. Ég set hérna Taxman af því það er fyrsta lagið á Revolver og það er mjög auðvelt að hlusta á þá plötu þegar ég er að forrita, einfaldlega af því ég hef hlustað á hana svo ótrúlega oft að ég þarf ekkert að einbeita mér að henni.

4. The Prodigy – Voodoo People

Lög sem eru taktföst og hvetja mann áfram til dáða í forrituninni. Mér hefur alltaf fundist Voodoo People alveg rosalega gott forritunarlag því ég fer alltaf í einhvern megagír þegar ég hlusta á það og forrita alveg eins vindurinn! Ég fer bara ósjálfrátt að vélrita hraðar núna þegar ég skrifa þetta með lagið í bakgrunni.

3. My Bloody Valentine – Blown A Wish

Draumkennd lög með ógreinilegum eða engum texta svo maður þurfi ekkert að vera að hlusta nákvæmlega á tónlistina. Ég set Loveless plötuna alveg rosalega oft á þegar ég er að vinna því hún líður áfram án þess að trufla mig en samt er alveg nóg að gerast þegar ég legg vandlega við hlustir.

2. Bob Dylan – Visions of Johanna

Lög með rosalega mörgum versum og engum kórusi. Þetta lag fellur reyndar undir “lög sem maður þekkir vel” flokkinn og vissulega gætu fleiri lög með Bob Dylan verið í þessu sæti. Ég var að íhuga eitt af uppáhalds Dylan lögunum mínum, Sad Eyed Lady Of The Lowlands en þó það séu rosalega mörg vers í því þá er það svo sjúklega fallegt að ég fer alltaf að hlusta af athygli og það gengur ekki þegar maður er að forrita.

1. Joanna Newsom – Emily

Eitthvað fallegt, huggulegt og ekki of uppáþrengjandi. Þetta lag er fallegt, langt, kóruslaust og afskaplega huggulegt. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér neitt betra til að forrita við.

PS: Það er gaman að segja frá því að ef maður er staddur í Rússlandi þá birtist blogger allur á rússnesku svo það reyndi virkilega á sjónminnið þegar ég var að setja þessa færslu inn!

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin