Topp 5 uppgjör 2010 – Kristín Gróa

30.1.2011 - Kristín Gróa

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Robyn á Airwaves. Það var pínu bömmer að fæstir af þeim sem ég var með á tónleikunum kunnu mikið að meta hana en hún var æðisleg og það var frábært að sjá hana live aftur.

2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Guided By Voices. Ég tók bókina Perfect From Now On: How Indie Rock Saved My Life með mér í vinnuferð til Færeyja síðasta vor og gleypti hana í mig. Höfundurinn lýsir þar ástarsambandi sínu við tónlist og þá sérstaklega tónlist Guided By Voices. Ég var lengi búin að ætla mér að sökkva mér almennilega í að hlusta á þá svo eftir þetta var ekki eftir neinu að bíða. Það er reyndar pínu erfitt að sökkva sér í tónlistina þeirra því þeir hafa gefið út svona sjö milljón lög og plötur en ég reddaði mér Bee Thousand og Alien Lanes og þær eru ÆÐI.

Guided By Voices – As We Go Up We Go Down

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Platan Congratulations með MGMT. Sorrí en ég var ein af þeim sem fattaði hana ekki.

MGMT – Someone’s Missing

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Mig langar að segja Halcyon Digest með Deerhunter en ég hef svo oft áður reynt að hlusta á Deerhunter með takmörkuðum árangri svo ég get eiginlega ekki með góðri samvisku sagst hafa ætlað að tékka á henni. Mér dettur samt ekkert annað í hug!

5. Hver er bjartasta vonin?

Ég verð að segja Janelle Monáe því hún kom sá og sigraði með fyrstu plötunni sinni. Aðrir góðir kandídatar eru Wild Nothing, Surfer Blood og á Íslandi Of Monsters And Men.

Wild Nothing – Summer Holiday

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | 2 athugasemdir »

Topp 5 erlendar plötur 2010- Kristín Gróa

23.1.2011 - Kristín Gróa

Eins og vanalega þá panikkaði ég þegar kom að því að gera upp árið. Bæði er úr svo miklu að velja og svo veit ég líka að það er svo margt sem ég hlustaði aldrei á og missti af. Þannig er það víst alltaf. Ég get ekki sleppt því að minnast á tíu runner up plötur því þær eru of góðar sleppa þeim (svindlari!). Það kemur kannski ekki mikið á óvart á þessum lista en stundum er það bara þannig.

Í engri sérstakri röð:

The Roots – How I Got Over
Charlotte Gainsbourg – IRM
Sufjan Stevens – Age Of Adz
Erykah Badu – New Amerykah Part Two (Return Of The Ankh)
Robyn – Body Talk
Wavves – King Of The Beach
Beach House – Teen Dream
Gil Scott-Heron – I’m New Here
The Walkmen – Lisbon
Vampire Weekend – Contra

5. Surfer Blood – Astro Coast

Þessi plata er einfaldlega barmafull af góðum lögum. Hún byrjar á kicker með Floating Vibes, fer svo í Swim sem er hálfgerður surf-headbanger og svo þaðan yfir í Take It Easy sem er svona sólskinslag sem ég tengi einhverra hluta við Hawaii. Ég gæti þrætt mig í gegnum öll lögin en staðreyndin er sú að það er ekki eitt slakt lag á plötunni heldur er hún 40 mínútur af skemmtilegheitum.

Surfer Blood – Floating Vibes

4. The National – High Violet

Ó Matt Berninger, hve þú dáleiðir mig með rödd þinni og hefur gert frá því ég heyrði hana fyrst. Það eru yfirleitt engir augljósir megahittarar á plötum The National (þó Bloodbuzz Ohio komist ansi nálægt því) en þær eru algjörlega dáleiðandi. Ég get bara ekki gert upp við mig hvaða plata er í mestu uppáhaldi, Alligator, The Boxer eða High Violet. Það er ekki algengt að hljómsveitir bombi út þremur plötum í röð sem eru svo yfirgengilega góðar að maður getur ekki gert upp á milli þeirra svo ég bíð spennt eftir næstu plötu.

The National – Sorrow

3. The Arcade Fire – The Suburbs

Ég var rosalega sein til að byrja að hlusta á þessa plötu þó hún sæti þolinmóð í tónlistarsafninu og biði áheyrnar. Hún er pínu yfirþyrmandi svona klukkutíma löng með alveg 16 lög svo þar þarf smá þolinmæði til að hún nái að síast inn í heild. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að hún er stútfull af alveg rosalega góðum lögum sem standa ein og sér en mynda samt sterka heild. Modern Man, Rococo, City Of Children, We Used To Wait og Sprawl II (Mountains Beyond Mountanis) standa upp úr hjá mér þessa stundina en staðreyndin sú að það er rosalega erfitt að velja á milli laganna. Þessi er á alveg á mörkunum að slá Funeral út en sú plata hafði þessi fyrstu plötu vá-sjokk-geðveikt áhrif með sér svo það er erfitt að bera þær saman.

The Arcade Fire – City With No Children

2. Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy

Ég meika Kanye West auðvitað ekki fyrir fimm aura… eða ég hef ekki gert það fyrr en núna. Ég var fyrirfram alveg í mínus þegar ég byrjaði að hlusta á þessa plötu en ég get ekki neitað því að hún er alveg frábær. Skrítin, hreinskilin, catchy og stórfengleg. Þetta er algjör rússíbanareið. Strax í fyrsta lagi þegar ég heyrði stefið Can we get much higher?! þá var ég hooked. Ekki besta plata allra tíma og ekki alveg besta plata ársins en samt alveg djöfulli jaw dropping góð plata.

Kanye West – Gorgeous (feat. Kid Cudi)

1. Janelle Monáe – The ArchAndroid

Hvaðan kom þessi kona og þessi plata? Hún hafði allavega farið framhjá mér þangað til að ég fékk The ArchAndroid óvænt í hendurnar. Þetta er metnaðarfyllsta debut plata sem ég man eftir í svipinn. Hverslags crazy hæfileikarík manneskja hefur ferilinn á óflokkanlegri þemaplötu í þremur hlutum sem fjallar um ástir og örlög vélmennis og er með Saul Williams, Big Boi og Kevin Barnes á kantinum eins og ekkert sé eðlilegra? Það er vissulega hægt að nefna nokkur lög sem hápunkta (Tightrope, Cold War og Faster koma fyrst upp í hugann) en það er platan sjálf og það hversu heilsteypt hún er sem tryggir toppsætið.

Janelle Monáe – Come Alive (The War Of The Roses)

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2010 – Kristín Gróa

9.1.2011 - Kristín Gróa

Lög ársins? Úff! Ég verð að fá að gera tíu runners up. Í engri sérstakri röð:

Waka Flocka Flame – Hard In Da Paint
Fresh And Onlys – Waterfall
Gorillaz – On Melancholy Hill
Japandroids – Younger Us
Rihanna – Rude Boy
Vampire Weekend – White Sky
Prinspóló – Niðrá strönd
Gil Scott-Heron – New York Is Killing Me
Janelle Monáe – Cold War
Sufjan Stevens – I Walked

Að lokum, í mjög svo sérstakri röð:

5. Joanna Newsom – Good Intentions Paving Company

Þrátt fyrir að lagið sé sjö mínútur að lengd þá er ekki séns að fá leið á því. Það er gangur í því allan tímann og það er eiginlega ekki kórus en samt eiginlega næstum því. Ég féll ekki fyrir plötunni í heild sinni en þetta lag náði mér.

4. Sleigh Bells – Rill Rill

Rosalega catchy og krúttulegt. Þegar þetta lag byrjar að spilast á hljóðárásinni sem Treats er þá er það svona pínu break frá öllum hávaðanum.

3. Wild Nothing – Chinatown

Þetta lag er bara svo fallegt og hlýjar mér að innan og fær mig til að dilla mér og minnir mig á sól og drauma og ástina. Svo er stefið líka addictive.

2. The Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyound Mountains)

Ég var rosalega lengi að koma mér í það að hlusta almennilega á The Suburbs . Ég fékk hana á sama tíma og ég fékk bunka af öðrum plötum og einhvernveginn varð hún útundan. Þar að auki er hún 16 lög og yfir klukkutími að lengd og athyglisgáfan mín er orðin svo skemmd að ég á erfitt með að melta svona mikið af tónlist í einu. Þegar ég loksins dembdi mér í þetta af alvöru og rakst á The Sprawl II (Mountains Beyound Mountains) þá var ég svo svekkt að hafa ekki hlustað fyrr. Ég missti úr alveg mánuð þar sem ég hefði getað verið að missa mig yfir þessu lagi!

1. Robyn – Dancing On My Own

Þetta er bara lag ársins í mínum huga og það kom aldrei neitt annað til greina. Það er til merkis um gæði lagsins að ég er búin að hlusta á það stanslaust síðan ég heyrði það fyrst en samt fæ ég ennþá pínu awesomeness kítl í magann þegar ég heyri það. Línan Stilettos on broken bottles, I’m spinning around in circles er ein besta lína í ástarsorgardansanthemi nokkurntíma!

Persónulega skiptir þetta lag mig líka máli því í byrjun maí fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja að fara út að hlaupa þó ég gæti eiginlega ekki hlaupið á milli ljósastaura. Móð og másandi píndi ég mig áfram í margar vikur og var alltaf viss um að það myndi líða yfir mig sökum andnauðar. Ég gafst samt aldrei upp og núna hleyp ég eins og vindurinn! Alveg frá því í maí hefur Dancing On My Own verið á hlaupaplaylistanum svo í hvert einasta skipti sem ég heyri það þá hugsa ég um hvað ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa aldrei gefist upp á því að vera móð með hlaupasting heldur að hafa alltaf þraukað og klárað. Go me! Lag ársins!

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Tilnefningar til norrænu tónlistarverðlaunanna

5.1.2011 - Kristín Gróa

Fyrir jól sögðum við frá því að á by:Larm á næsta ári verður einhver norræn plata útnefnd besta plata Skandinavíu. Í gömlu færslunni getið þið séð hvaða 10 plötur voru efstar frá hverju landi en nú er sko búið að tilkynna hvaða 12 plötur verða formlega tilnefndar. Íslensku plöturnar á listanum eru Go með Jónsa og Innundir skinni með Ólöfu Arnalds. Húrra fyrir þeim!

Tilnefndu plöturnar verða lagðar fyrir alþjóðlega dómnefnd sem munu skera úr um það hver þeirra hlýtur norrænu tónlistarverðlaunin. Í dómnefndinni sitja:

Rob Young – Höfundur bókarinnar Electric Eden, fyrrum ritstjóri The Wire, skrifar nú fyrir Uncut og The Wire
Andres Lokko – Einn áhrifamesti tónlistarpenni á norðurlöndunum, skrifar fyrir Svenska Dagbladet
Laurence Bell – Eigandi Domino Records
Jeannette Lee – Fyrrum meðlimur í P.I.L., meðeigandi Rough Trade Records, umboðsmaður Duffy
Matthew Schnipper – Penni fyrir The Fader
Mike Pickering – Fyrrum starfsmaður Factory Records, nú A&R hjá Columbia Records UK

Tilnefningarnar eru:

DungenSkit i allt
PalefaceHelsinki – Shangri-La
FriskFrugt Dansktoppen møder Burkina Faso i det himmelblå rum hvor solen bor, suite
Susanne SundførThe Brothel
RobynBody talk
JónsiGo
EfterklangMagic Chairs
Serena ManeeshS-M 2: Abyss in B Minor
The Radio Dept.Clinging to a scheme
Ólöf ArnaldsInnundir skinni
KvelertakKvelertak
First Aid KitThe big black & the blue

Tags: , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 Airwaves 2010 – Kristín Gróa

22.10.2010 - Kristín Gróa

Þessi listi er grunsamlega líkur listanum um það sem ég hlakkaði mest til að sjá á Airwaves en það var svo sem við því að búast.

Í stafrófsröð (af því ég er svo dipló):

Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar

Betri helmingurinn benti á að nafn hljómsveitarinnar benti til þess að þetta væri einn gaur með rosa mikið af synthum og ég verð eiginlega að taka undir það. Það er þó alls ekki tilfellið heldur var bara stuð í gegn og fagmennskan alveg í fyrirrúmi. Þetta er svakalegt band! Ég skal viðurkenna að ég myndi ekki endilega hlusta á þessa tónlist dagsdaglega en á tónleikum í stemningunni þá er þetta alveg málið.

Of Monsters & Men

Besta sett sem ég hef séð þau spila. Ný lög, auka hljóðfæraleikarar, gaman og skemmtilegt. Ég er búin að vera með nýja lagið þeirra Little Talks á heilanum síðan þetta kvöld (tékkið á því á mæspeisinu… það er dead catchy).

Prins Póló

Ég sá þau bæði á Venue á miðvikudagskvöldinu og off venue í Sjoppunni á föstudeginum og skemmti mér virkilega vel í bæði skiptin. Þau eru svo skemmtileg og hress og gaman að vera á tónleikum með þeim. Uppgötvun hátíðarinnar!

Robyn

Sumum fannst hún ekkert spes en þar sem ég sé ekki sólina fyrir stúlkunni og hlusta alveg vandræðalega mikið á hana þá fannst mér hún alveg geðveik. Þetta var pínu kreisí (hver borðar banana á sviði?) og rosalega kraftmikið. Umfram allt þá naut tónlistin sín og þar sem mér finnst tónlistin frábær þá var þetta frábært. Við fórum þrjú saman að sjá Robyn á Hróarskeldu þegar hún spilaði 2008 og ég rakst á annan strákinn eftir tónleikana. Honum fannst hún ennþá betri núna en þá og ég verð að vera sammála.

Útidúr

Þau fá sæti á listanum af því ég hafði aldrei heyrt neitt í þeim eða um þau en svo þegar ég mætti þá voru sirka 15 manns á sviðinu og tónlistin svo skemmtileg að ég varð pínu orðlaus. Lofar virkilega góðu! Ég vil ekki vera leiðinleg en ég verð að gefa söngkonu hljómsveitarinnar mínus fyrir að vera með svo mikla sex kitten stæla að það skemmdi eiginlega fyrir allri hljómsveitinni. Hún hefði alveg verið nógu flott þó hún hefði látið eðlilega enda huggulegasta stúlka.

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Kristín Gróa, Listar, Tónleikar | Comments Off

Laugardags Airwaves – Georg Atli

18.10.2010 - Georg Atli

Þá var loksins komið að laugardagskvöldinu, ég var búinn að vera með valkvíðahnút í maganum í marga daga fyrir þessu kvöldi, það var bara allt, allt, allt of mikið sem mig langaði að sjá! Ákvað að lokum að halda mig svona nokkurn veginn í Listasafninu og þess vegna held ég að ég hafi komist ágætlega frá þessu þo að ég hafi sleppt The Antlers.

Þegar að ég mætti var Bang Gang að fara að spila. Barði var búinn að setja saman hálfgerða ofurgrúppu í kringum sig og allir kunna voða vel að spila á hljóðfærin sín. Þetta var samt eins og að horfa á einhvern í miðju stærðfræði prófi…. ég held að allir hafi bara verið að telja niður í það hvenær þær mættu hætta að spila. Mér sýndist Barði  meira að segja vera farinn af sviðinu áður en síðasta lagið kláraðist. Vel spilað samt.

næst á sviðið var hljómsveit sem heitir Tunng, ég þekkti ekkert voðalega mikið til hennar en þau komu mér á rosalega á óvart. Allir virtust skemmta sér konunglega við það að vera þarna (reyndar virtist söngkonan ekkert æðislega glöð…) og þegar að þau voru komin 2-3 lög inn í settið var kominn blússandi indie-folk sveifla og söngkonan farinn að dilla sér undarlega mikið. Gaman að tónlistinni en ekki að svaka mikla kliðnum sem var í salnum.

Á eftir Tunng komu Bombay Bicycle Club (sem mér finnst vera skemmtilegt nafn á hljómsveit) þeir virtust aðeins vera búnir að gleyma hvernig þeir ættu að spila á tónleikum og það var smá hiksti í þeim. En þeir náðu samt svakalega góðri stemningu í salnum og þegar þeir spiluðu slagarann sinn Always Like This og allir gestirnir sungu hástöfum held ég að brosið á söngvaranum hafi náð hringinn í kringum andlitið og rosalega er miklu skemmtilegra að hlusta á þá live en af plötunum þar sem allt er of mikið “lagað”.
Fyndið líka hvað það er orðin nokkuð sterk hefð fyrir breskri “it” hljómsveit með söngvara sem syngur með sérstakri rödd…

Þá var komið að stóra nafninu á þessari Airwaves. Robyn lét bíða vel eftir sér en bætti það alveg upp með mjög töff sýningu. Hún er náttúrulega poppstjarna út í gegn og plöturnar hennar eru rosa góðar en mér fannst þetta samt renna soldið saman einhvern veginn… flott en einsleitt. Allir hinir áhorfendurnir voru samt talveg að fíla þetta og stemningin var svakaleg þegar að hún söng The Girl and The Robot.

Eftir ca. hálfa Robyn tónleika fór ég til þess að reyna að ná Retro Stefson, fannst það samt vera frekar vonlaust af því að það var seinkun í Listasafninu (er það einhver regla að það verði að vera seinkun þar?) og það er alltaf röð á NASA en viti menn ég komst inn og náði 3 síðustu lögunum og shit hvað ég var svekktur yfir því að hafa verið að hlusta á Robyn! Retro Stefson eru náttúrulega besta live band Íslands (og örugglega miklu fleirri landa). Hver einasta manneskja þarna inni var löðrandi sveitt af dansi og næstum allir voru hoppandi og Retro Stefson hljómurinn var frábært og ég var geðveikt svekktur yfir því að hafa horft á headlinerinn/aðalnafnið á Airwaves! Þessi 3 lög sem ég náði að heyra sannfærðu mig um að allir verða að fara amk einu sinni á tónleika með þeim. Án efa performans kvöldsins þó a ég hafi bara heyrt 3 lög.

Lag:
Retro Stefson – Senseni

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Topp 5 – Airwaves öfund.

11.10.2010 - Snorri

Ég get því miður ekki sett inn neinn Topp 5 Airwaves tilhlökkunarlista því ég verð ekki á Airwaves. Ég hef reyndar ekki farið á Airwaves 4 ár í röð því ég bý erlendis og mið-Október er því miður ekki sá árstími sem ég er helst á ferðinni heim. Síðast fór ég árið 2006 þegra Jens Lekman sjarmeraði alla í Þjóðleikhúskjallaranum, Wolf Parade voru það allra ferskasta og troðfylltu Gaukinn og The Go! Team tryllti lýðinn á Listasafninu. Þá vissi enginn um FM Belfast, Seabear voru rétt að byrja og ekki orðin heimsfræg og Jakobínarína voru bjartasta von landsins. Svona breytast tímarnir hratt !!

Þótt árin hafa liðið síðan ég upplifði seinast Airwaves breytir það því ekki að ég fyllist alltaf spenningi við að sjá hverjir eru að spila á hverju ári, og angistin og öfundin tekur yfirhöndina þegar ég geri mér grein fyrir hverju ég er að missa af, EINU SINNI ENN !! 2010 er engin undantekning enda lænöppið hreint frábært. Það eina sem ég get hrósað happi yfir er að þurfa ekki að engjast yfir því hverju ég eigi að fórna, þegar árekstrarnir í dagskránni eru sem erfiðastir.

En ég er mest abbó yfir að missa af eftirtöldu:

5. SYKUR – Get ekki ímyndað mér annað en að tónleikar með þeim séu svaka stuð, þó maður sé amk 10 árum aldri en hljómsveitarmeðlimir og ábyggilega flestir áheyrendur.

Sykur – Bite me

4. Slagsmålsklubben – Tölvuleikjaelektróník af bestu gerð. Hef verið aðdáandi lengi og það var kominn tími til að þeir kæmu á Airwaves.

Slagsmålsklubben – Speedboats

3. Robyn – allt er vænt sem vel er sænskt og það gerist ekki mikið sænskara en Robyn. Úberkúl og grípandi popptónlist og ég er viss um að sem aðalnúmerið á Airwaves í ár að það verði mikið show.

Robyn – Bum Like You

2. The Antlers – Ég er feginn að þurfa ekki að velja milli Robyn og The Antlers næsta laugardagskvöld. Ein magnaðasta plata síðasta árs sem enn hefur jafn mikil áhrif á mig og við fyrstu hlustun. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir eru á sviði en væri alveg til í að komast að því.

The Antlers – Kettering

1. Moderat – Það vantaði bara Ellen Allien í þetta þýska elektrósamstarf til að fullkomna hina heilögu þrenningu. Fyrir utan að kunna að gera frábærlega grípandi semi-minimal teknótónlist þá ættu gaurarnir í Moderat að kunna að DJ-a þannig að þetta ætti að verða frábært gigg.

Moderat – Les Grandes Marches

Væri líka spenntur fyrir Oh No Ono, Kasper Bjorke, JJ, Timber Timbre, Toro y Moi og Neon Indian og að sjálfsögðu öllum íslensku böndunum, Hjaltalín, Seabear, Moses Hightower, Útidúr, Bloodgroup, Múgsefjun, Ólafi Arnalds osfv fyrir utan standarda eins og FM Belfast, Diktu og að ég tali ekki um Ensími. Fyrir utan öll böndin sem ég þekki ekki neitt.
Að lokum, í stað þess að vera bitur yfir að missa af herlegheitunum segi ég bara: Góða skemmtun !!!

Tags: , , , ,
Flokkað undir Listar, Snorri | Comments Off

Topp 5 Airwaves tilhlökkun – Georg Atli

8.10.2010 - Georg Atli

Þegar að ég fór að hugsa um þennan lista þá fattaði ég fljótlega að það væri miiiiklu meira en 5 atriði sem mig langaði m”mest” til að sjá á Airwaves í ár, þannig að ég ákvað að pikka bara eitthvað eitt út fyrir hvern dag. Ég hélt  sem sagt að það yrði frekar auðvelt að nefna eitt atriði á hverjum degi… ég hafði rangt fyrir mér.

Af því að ég gerði þetta svona þá verða engin númer á listanum mínum, bara dagarnir.

Miðvikudagur:

Strax á fyrsta degi byrjar valkvíðinn. Snorri Helgason, Ólafur Arnalds, Miri, Nolo, Prins Póló, Bloodgroup, Benny Crespo’s Gang,  Stafrænn Hákon, Mammút og fullt í viðbót sem mig dauðlangar að sjá…. ég held að ég velji samt að halda mig á Venue þetta kvöldið (þar verður sérstakt Kimi Records kvöld) þar sem hápunkturinn (hjá mér amk)verður sá að loksins drattast til að sjá Sin Fang Bous spila.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag verð ég næstum því alveg örugglega í Listasafninu til þess að ná örugglega að sjá Moderat og Efterklang. Svo er örlítill séns (ég vona það að minnsta kosti) á því að ég nái að troða mér inn á NASA og sjá smá af Ham.

Föstudagur:

Ég er svo rosalega hrifinn af plötunni frá Toro y Moi að ég verð að sjá hann, fyrir mig er hann það sem mig langar mest að sjá á Föstudeginum…. í augnablikinu.

Laugardagur:

Laugardaginn er dagur/kvöld dauðans fyrir valkvíðafólk, það er allt of mikið að gerast á nánast sama tímanum. Næstum öll stóru erlendu nöfnin: Robyn, Hercules & Love Affair,Tunng, Apparat Organ Quartet, Bombay Bicycle Club, Diamond Rings, Neon Indian og sú hljómsveit (The Antlers) sem ég er hvað mest spenntur yfir á hátíðinni er allt á bilinu 21:30 til 00:00 og mér finnst næstum því vonlaust að gera upp á milli. The Antlers er alveg pottþétt ekki mesta partýbandið þannig að það er hugsanlegt að það verði pínu buzzkill að sjá þá en ég ætla samt að fara þangað. Platan þeirra frá því í fyrra (Hospice) er bara svo fáránlega góð. Eftir það mæli ég hiklaust með OFURtöffurunum í 200 á Amsterdam.

Sunnudagur:

Ekkert rosa mikið að gerast á sunnudeginum en þar er samt bæði Dan Deacon og FM Belfast og það er ansi frábært!

Lög:
Sin Fang Bous – Clangour and Flutes
Toro y Moi – Talamak
Moderat – Nasty Silence
The Antlers – Shiva
FM Belfast – Underwear

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | Comments Off

Topp 5 Airwaves tilhlökkun – Kristín Gróa

8.10.2010 - Kristín Gróa

5. Everything Everything

Þó það væri ekki nema bara fyrir lagið Photoshop Handsome sem er svo hresst og skemmtilegt að það bætir upp fyrir það hversu skitsó debut platan þeirra er.

Everything Everything – Photoshop Handsome

4. Of Monsters And Men

Svona aftarlega á listanum aðeins vegna þess hversu oft ég hef séð þau spila áður. Alltaf góð samt og alltaf jafn gaman á tónleikum með þeim.

Sjá MySpace!

3. Diamond Rings

Ég kem reyndar til með að missa af aðalsetti Diamond Rings vegna þess að allt virðist vera á sama tíma á laugardagskvöldinu EN ég ætla mér algjörlega að ná að sjá hann off-venue á kanadíska laugardeginum á Hressó.

Diamond Rings – Wait And See

2. Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar

Af því elskan hún Rósa mín er að ofursvalast á barítónsax í þessu bandi og ég hef ekki enn orðið vitni að því. Skandall.

Sjá MySpace!

1. Robyn

Það er bara engin spurning. Robyn er smokin’. Ég sá hana á Hróarskeldu 2008 sem var algjörlega geggjað fyrir utan að ég var svo gjörsamlega að pissa í mig að ég varð að stinga af í miðju setti til að standa í óþolandi langri klósettröð… náði sem endanum af settinu!

Robyn – Dance Hall Queen

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Kristín Gróa, Listar | Comments Off

Topp 5 Airwaves tilhlökkun *Gestalisti* – Óli Dóri

7.10.2010 - Kristjana

Fyrsti gestalisti dagsins kemur frá Ólafi Halldóri Ólafssyni eða Óla Dóra. Óli Dóri er bassaleikari hljómsveitarinnar Weapons, útvarpsmaður á Xinu, DJ á næturnar, nemi og svo er hann líka með meistaragráðu í Elvis-fræðum. Þátturinn hans á Xinu, Straumur, er á dagskrá á miðvikudögum milli 19 og 21 en auk þess hefur hann, undanfarnar vikur, verið með þátt milli 20 og 22 á þriðjudögum, tileinkaðan Airwaves. Óli Dóri er því búinn að liggja yfir line-upinu og kynna sér þær fjölmörgu hljómsveitir og tónlistarmenn sem munu koma fram á hátíðinni.

Eftir allar þessar pælingar er þetta það sem Óli Dóri hlakkar mest til að sjá og heyra á Airwaves:

5. Robyn

Robyn kemur fram í Listasafninu á miðnætti laugardagskvölds.

4. Toro Y Moi

Toro Y Moi verða á Venue á föstudagskvöldinu kl. 23:30.

3. JJ

JJ byrja kl. 21:10 á laugardagskvöldinu á Nasa.

2. Crocodiles

Hægt verður að sjá Crocodiles á Sódóma á laugardagskvöldinu kl. 22:50.

1. Neon Indian

Neon Indian verður á Venue á laugardagskvöldi kl. 23:30.

Svo er bara að tékka á árekstraskránni til að sjá hvort þið getið ekki troðið þessu öllu inn á dagskrána ykkar :)

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Airwaves, Listar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin