Airwaves – Skálmöld

16.10.2012 - Georg Atli

Það er orðið svolítið þreytt að tengja Skálmöld við eitthvað sem heitir víkingarokk en ég ætla samt að gera það…

Víkingarokkararnir í skálmöld verða á Airwaves og það er alveg óhætt að mæla með því að sjá þá live. Hvort sem að þú fílar tónlistina eða ekki þá eru tónleikarnir mikið sjónarspil og þar er vægast sagt mikil keyrsla út í gegn.

Skálmöld verða að spila í Norðurljósasal Hörp á fimmtudeginum kl. 20:50 og sunnudag á Gamla Gauknum kl. 23:00 en ekkert off venue.

Tags: ,
Flokkað undir Airwaves, Georg Atli | Comments Off

Tónleikasamantekt helgarinnar

3.11.2011 - Kristín Gróa

Þið hafið eflaust tekið eftir því að það eru komnar margar vikur síðan við gerðum tónleikasamantekt. Lífið heldur manni of uppteknum. Það er bara þannig. Hei en það er margt skemmtilegt að gerast um þessa helgi og hér er það helsta!

Fimmtudagur

Á Faktorý ætla hljómsveitirnar Feldberg og Náttfari að halda sameiginlega tónleika í tilefni komandi tónleikaferðalags Feldberg til Japan. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og það kostar 1500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á NASA verða Dúndurfréttir og sjálfur Eiríkur Hauksson með tónleika. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og það kostar 2500 krónur inn. Miðasala á midi.is. Sjá nánar á nasa.is.

Á Norðurpólnum verða haldir síðustu tónleikar ársins í röðinni “Rafmagnslaust á Norðurpólnum”. Fram koma Pétur Ben og Samúel Jón Samúelsson Big Band auk þess sem DJ Lucky mun leika lög af upptrekktum grammófóni. Húsið opnar 20:30 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21. Það kostar 1500 krónur inn. Forsala miða á midi.is.

Föstudagur

Á Faktorý verður mikið dansistuð undir formerkjum Reyk Veek og byrjar fjörið um 22. Það kostar ekkert inn. Sjá nánar hér.

Á NASA rekur þungarokkshljómsveitin Skálmöld endahnútinn á Evróputúrinn sinn. Einnig koma fram Otto Katz Orchestra og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. Það kostar 2000 krónur inn. Miðasala á midi.is. Sjá nánar á nasa.is.

Laugardagur

Á Faktorý verður mikið stuð því þar spila Retro Stefson. Ég sá þau á Airwaves og trúið mér þegar ég segi að það verður tryllt stemning! Þetta eru víst síðustu tónleikar sveitarinnar áður en þau fara í tónleikaferð um Evrópu. Forsala miðaa er hafin í Lólu, Laugavegi 55 og á Faktorý. Miðaverð er 1000 krónur í forsölu en 1500 krónur við dyrnar. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Sjá nánar hér.

Sunnudagur

Á Faktorý verður Sunnu-Jazzinn á sínum stað en hann hefst kl. 21:30 og það er frítt inn.

Gleymdum við einhverju? Látið okkur vita í kommentunum eða sendið okkur póst eða hafið samband á Facebook eða bara eitthvað!

Tags: , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Tónleikar | 1 athugasemd »

Ný tónleikaröð í haust: Kaffi, kökur & rokk & ról

30.8.2011 - Kristjana

Þriðjudaginn 6. september hefst ný og spennandi tónleikaröð. Dagskrárstjóri verður Arnar Eggert Thoroddsen sem segist vilja “búa til tónleikaröð sem snýst um tónleika, eins barnalega og það hljómar”. Mér finnst það hljóma vel! Með Kaffi, kökur & rokk & ról vilja aðstandendur raðarinnar brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform. Tónleikarnir verða því á hverju þriðjudagskvöldi. Húsið opnar 20:00, tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30 og klárast fyrir 22:00. Aðgangseyrir verður aðeins 500 kr á hvert kvöld og innifalið er kaffi og nýbakaðar kökur eins og fólk getur í sig látið.

Margir skemmtilegustu og áhugaverðustu tónlistarmenn landsins munu koma fram á þessum sælkeratónleikum – þar sem meiningin er að tónlistaráhugamenn geti mætt, í upphafi viku, og notið tónlistarinnar. Benni Hemm Hemm og Prins Póló ríða á vaðið þann 6. september. Í haust munu svo t.d. Mugison, Jónas Sig, Agent Fresco, Lára, Skálmöld og Samúel Jón Samúelsson Big Band koma fram – ásamt fjölmörgum öðrum.

Kaffi, kökur & rokk & ról mun eiga samastað í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7, einnig þekkt sem Vonarhús SÁÁ, og munu aliir tónleikar fara þar fram. Nóg verður því af kökum og kaffið mun flæða, en annað ekki – enda tónlistin í fyrirrúmi.

Semsagt: Benni Hemm Hemm og Prins Póló þann 6. í Efstaleiti 7 kl. 20:00. Fylgist svo með á næstunni fyrir frekari upplýsingar um næstu þriðjudagskvöld.

Tags: , , , , , , ,
Flokkað undir Kristjana, Óflokkað | Comments Off

Tónleikasamantekt

26.5.2011 - Georg Atli

Jæja samantektin kemur degi of seint en það er samt fullt að gerast og allt það. Sendið okkur línu (eða komment eða eitthvað bara) ef að við erum ekki með okkar á hreinu, toppfimmafostudegi[hjá]gmail.com

Fimmtudagur
Brother Grass verða með tónleika á Rósenberg. Tónleikarnir byrja kl. 21:15 og það kostar 1000 kall inn, enginn posi.

Afmæli Bob Dylan verður fagnað á Dillon með tónleikum, meira um það hér en þetta byrjar allt saman kl. 22:00.

Seinni tónleikar hljómsveitarinnar Orka verða í Norræna húsinu kl. 20:00 og það kostar ekkert á þá.

Hjálmar verða á gogoyoko tónleikum í Hvítu Perlunni. Þetta verða órafmagnaðir tónleikar sem byrja kl. 21:00 og það kostar 2500 kr. inn og allir tónleikagestirnir fá “hljóðblandaða upptöku af tónleikunum til eignar”!

Þriðju Heiladans tónleikarnir verða hjá Hemma og Valda. Þar verða Epic Rain / Beatmakin Troopa, PLX, Murya og DJ Kári að spila. Frítt inn og þetta byrjar kl. 21:00

Á Faktorý verða Sing for me Sandra, Yoda Remote, UMTBS og Jón Þór (söngvari/gítarleikari Dynamo Fog og Lödu Sport) að spila. Það er ókeypis inn og tónleikarnir byrja kl. 22:00

Föstudagur
Wistaria,Trust The Lies og Moldun verða á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir byrja kl. 20:00

Ojos de Brujo eru að spila á listahátíð (Hörpu) en ég held að það sé uppselt.

Á Bar 11 verða ókeypis The 59´ers og El Camino í ókeypis Rockabillí veislu. Þetta byrjar klukkan 21:00

Á Faktorý verða Die Ukraniens, Orphic Oxtra og Caterpillarmen. 1500 kr. inn og tónleikarnir byrja kl. 22:00

Á Sódómu verða XXX Rottweiler með tónleika, DJ Stinnson og Limited Copy hita upp. 1300 kr. við hurð, tónleikarnir byrja kl. 23:00 og þið getið valið lög á setlistann hérna

Laugardagur
Á Dillon verða hljómsveitirnar Mighty Good Times og The Wicked Strangers með tónleika. Ókeypis inn.

Á Sódóma verða Skálmöld, Atrum og Darknote. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og það kosta 1500 kall inn og það má alveg geta þess að amk 2 fyrrnefndu böndin verða að spila á Wacken metalfestinu.

Sunnudagur
Sunnujazz á Faktorý um 22:00

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Topp 5 guilty pleasures – Georg Atli

8.4.2011 - Georg Atli

Jæja þá er það tími fyrir nett vandræðalegar viðurkenningar… það eru atriði á þarna sem maður er ekkert rosa stoltur af en er samt minna stoltur af sumu en öðru. Þetta verður nánast bara youtube listi í dag af því að ég ætla ekki alveg að viðurkenna það ég eigi sumt af þessum lögum/plötum í tónlistarsafninum mínu… ég er bara ekki alveg nógu sterkur karakter í það.

5. Auto-Tune

Þetta er meira svona ást/hatur-samband. Mér finnst þessi ofurunnu (ég fæ alltaf hausverk þegar að ég heyri þetta lag) popraddir, þar sem að allar misfellur eru bara skornar út vera hálf ógeðfelldar og bara ekki alvöru tónlist. Einhvern veginn meðaltals söngur.

En mér finnst róbotaraddirnar alltaf vera töff. Það er smá Kraftwerk í þessu öllu saman.

4. Skálmöld

Ég segi það bara hreint út að ég fíla ekki svona “Víkinga-metal”. Mér finnst t.d. Týr vera alveg glötuð hljómsveit en það er eitthvað við Skálmöld sem að er bara svo gott!

3. Lil’ Wayne

(AP Photo/Jim Cooper)

Lil’ Wayne
er óþolandi, ég meina horfiði á hann! Ég hafði heyrt fullt með honum áður og séð hann í bakgrunninum í fullt af rappmyndböndum hjá betri röppurum en hann er og alltaf hugsaði ég með mér að þessi gaur væri geðveikt asnalegur.síðan gaf hann út plötunar Tha Carter III og hún var svo bara geðveikt góð. Ég hlusta stundum á hana og mér líður alltaf eins og bjána fyrir það að vera að hlusta á Lil’ Wayne

Lag: A Milli

2. 90′s tónlist

Þá er ég að meina þessi glataða hallæris tónlist sem að maður hlustaði á þegar maður var ekki alveg búinn að fatta hvernig maður átti að vera.

1. Dönsk R&B tónlist

Þetta er eiginlega verst. Þetta er svona ofurklisjuleg R&B vella af bestu/verstu gerð. Mér finnst þetta svo vont að það fer alveg heilann hring og ég er í rauninni byrjaður að fíla þetta smá. Ég stelst stundum í þessi lög á youtube og reyni að passa mig á því að eyða öllum sönnunargögnum um það að ég hafi horft á þetta…. en þeir mega eiga það danirnir að þeir kunna alveg að gera grípandi og klisjuleg lög!

Endilega horfiði á myndbandið af því það er í alvöru klígjulegt, ég hef aldrei getað horft á það allt.

Tags: , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | 2 athugasemdir »

Tónleikar vikunnar! – Uppfært

1.3.2011 - Kristín Gróa

Miðvikudagur

Nemendur á Hugvísindasviði Háskóla Íslands fagna 100 ára afmæli háskólans með dagskrá öll miðvikudagskvöld í mars. Í þetta sinn eru það guðfræði- og heimspekinemar sem sjá um dagskrána og mun hún verða sambland af erindum og tónlist. Við höfum auðvitað mestan áhuga á tónlistinni og verður m.a. hljómsveit að spila Nick Cave lög og Soffíubandið ætlar að spila heimspekilög (hvað svo sem það á að þýða!). Á Faktorý kl. 20:00. Sjá nánar hér.

Fimmtudagur

Á Faktorý verður aldeilis veisla á fimmtudagskvöldið því Rökkurró og Sudden Weather Change ætla að troða upp. Húsið opnar 21:00 en tónleikarnir hefjast 22:00. Þúsundkall inn. Sjá nánar hér.

Á Dillon stíga Gang Related á svið kl. 22:00. Á eftir koma Markús and the Diversion Sessions og að lokum . Ókeypis inn. Sjá nánar hér.

Gogoyoko heldur fyrstu tónleikana í nýrri tónleikaröð í samvinnu við Hressingarskálann, samkvæmt facebook-eventinum þá “munu gogoyoko.com og Hressó standa fyrir tónleikum fyrsta fimmtudag hvers mánaðar með frambærilegustu böndum landsins.Bloodgroup er fyrsta bandið til að spila og þau byrja kl. 22:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur

Á Dillon verður Creedence Clearwater Revival heiðurskvöld og er það hljómsveitin Gutl sem mun sjá um spileríið. Tónleikarnir hefjast 22:30 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Á NASA verður danssprengja og mikil gleði því Alex Metric verður með DJ set og Bloodgroup munu hita upp fyrir hann. Miðaverð í forsölu er 1500 kall og er miðasalan á midi.is. Sjá nánar hér.

Laugardagur

Fyrsta Kanilkvöldið fer fram á Faktorý á laugardagskvöld en það er röð af dansidjammkvöldum sem fer fram í hliðarsalnum á neðri hæðinni. Frítt inn! Sjá nánar hér.

Á efri hæðinni verður ekki síðri dagskrá því þar munu Berndsen, Jungle Fiction og Ultra Mega Technobandi Stefán halda uppi stuðinu. Húsið opnar 23:00 og það er frítt inn! Sjá nánar hér.

Á Sódómu fer fram hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle þar sem sex hljómsveitir munu berjast um heiðurinn að komast út til Þýskalands að spila á Wacken Open Air og taka þátt í lokakeppninni. Í viðbót við hljómsveitirnar sex munu sveitirnar Skálmöld, WistariaMoldun koma fram. Byrjar 20:30 og kostar þúsundkall inn. Sjá nánar hér.

Á Bakkus verður sannkölluð karnivalstemning í tilefni carnivalsins í Rio De Janeiro. Fram koma Tropicaliasveit Kristínar og Samúel Jón Samúelsson Big Band. Húsið opnar 21:00 og það er frítt inn! Sjá nánar hér.

Á Relax (sem er á Dalshrauni í Hafnarfirði) verða Blues Willis og Mighty Good Times með tónleika. Ókeypis inn og partíið byrjar kl 23:00

Sunnudagur
Á Faktorý verður sunnudagsjazzinn eins og alltaf. Byrjar kl. 21:00, ókeypis inn og “Áhugasamir jazzarar eða söngvarar eru velkomnir í hópinn.”

Eins og áður biðjumst við velvirðingar á því ef eitthvað vantar en bendum ykkur jafnframt á að láta okkur vita af því með athugasemd eða tölvupósti á toppfimmafostudegi[at]gmail.com eða með því að skrifa á Facebook vegginn okkar.

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Tónleikar | Comments Off

Tónleikar vikunnar!

10.11.2010 - Georg Atli

Það er ekki alveg jafn mikið að gerast í þessari viku og síðustu, enda væri það erfitt. Samt er fullt að gerast ens og alltaf:

Á miðvikudag er raftónlistarveisla á Kaffibarnum, þar ætla Dj AnDre, Beatmakin Troopa, Pulse, Jafet Melge og leynigestur að leika fyrir dansi. Þar byrjar partýið kl. 21:00, 1000 kr inn og fordrykkur fylgir.

Fimmtudag er seinna kvöld veislunnar á Kaffibarnum. Í þetta skiptið eru það Stereo Hypnosis, Pulse, Ruxpin, Johann Eiriksson og Dj AnDre sem sjá um stuðið. Eins og á miðvikudeginum byrjar ballið kl. 21:00, 1000 kall inn og fordrykkur fylgir.  Á Faktorý verða huggulegheitin í algleymingi þar sem Lay Low, Rökkurró og Of Monsters and Men verða að spila. 1000 krónur við hurð og tónleikarnir byrja stundvíslega kl. 21:00. Sódóma verður með Deep Purple tribute tónleika og þar fer Eyþór Ingi fer fyrir bandinu. 1200 kall inn og tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Langi Seli og Skuggarnir verða með ókeypis tónleika kl. 22:30 á Dillon. Á NASA ætla Dikta og Cliff Clavin að vera með tónleika í boði Nova. Tónleikarnir byrja kl. 22:30 og ef þið eruð með Nova síma er ókeypis inn! Að lokum langar mig að benda á að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að spila undir kvikmynd Charlie Chaplin, Borgarljós. Það fer fram í Háskólabíó kl. 20:00 og miðinn kostar 2500 kr sem hlýtur að vera góður díll fyrir sinfóníu tónleika og klassíska bíómyndasýningu!

Á föstudaguskvöldið verða Varsjárbandalagið á Rósenberg og Chaplin og Sinfó verða aftur í Háskólabíó undir nákvæmlega sömu formerkjum og á fimmtudegi. Jaðarpönkrokkararnir í Gun Outfit ætlar að koma frá USA og spila á Faktorý ásamt hljómsveitunum My Summer as a Salvation Soldier, Saktmóðigur og Me the Slumbering Napoleon, 1000kall inn og byrjar kl. 22:00. Það verða svo Pearl Jam tribute tónleikar á Sódóma en Magni “Rockstar” Ásgeirsson og Franz “Ensími” Gunnarsson ætla að rokka Eddie Vedder style ásamt hljómsveitinni sinni Elsu Sultan, þar byrjar allt kl. 23:00 og það kostar 1500 inn.

Varsjárbandalagið verða aftur á Rósenberg á laugardeginum og á Sódóma verður rokkað allan daginn, eða nánast. XIII og Sólstafir ætla að vera með tónleika fyrir alla aldurshópa kl 16:00 (500 kall inn) og svo um kvöldið verða þau aftur en þá bætast við hljómsveitirnar Stafrænn Hákon og Skálmöld. Kvölddagskráin (næturdagskráin?) hefst kl. 00:00 og þá kostar 1000 kr. Á Faktorý verða svo Bjartmar og Bergrisarnir og þar kostar 1000 kr. inn og þeir ætla að byrja kl. 23:00. Techno.is verða svo með techno kvöld á NASA það kostar 2990 kr inn og það byrjar kl. 23:30. Pendulum, Exos, A.T.L., Agzilla, Plugg’d og fleiri ætla að sjá um stuðið.

Á sunnudagskvöld verður svo fínt að ná sér niður eftir techno geðveikina með því að fara á Rósenberg og hlusta á hljómsveitina Brother Grass, sem spilar bluegrass og meðal hljóðfæra er þvottabali og gyðingaharpa. Þar kostar 1000 kall inn (500 fyrir námsmenn) og samkvæmt facebook eventinum þá  eru þau víst posalaus þannig að þetta eru cash-only tónleikar.

Í flestum tilfellum er hægt að finna nánari upplýsingar (facebookeventa og svoleiðis) í Tónleikadagatalinu okkar hér til hliðar. Ef þú veist um einhverja tónleika sem ekki eru á listanum okkar þá máttu endilega senda uplýsingar um það á toppfimmafostudegi@gmail.com, við setjum alla tónleika sem við vitum af inn á dagatalið okkar. Langar líka að benda á facebook takkann sem er efst til hægri á síðunni en þar er hægt að bæta sér á Topp 5 facebook síðunna okkar og fylgjast með því sem er að gerast á síðunni!

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tónleikar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin