Topp 5 erlendar plötur ársins 2012 – Georg Atli

11.1.2013 - Georg Atli

Erlendur árslisti í þessari viku. Það var rosa erfitt að velja þessar plötur úr og allt það, margar góðar eins og venjulega en mér fannst samt ekkert rosalega erfitt að raða þessum 5 efstu. Að mínu mati skáru þær sig frekar vel úr og voru áberandi bestar. Ég ætla samt að birta næstu sætin fyrir neðan listann minn og þær eru 10 í heildina og þeim er raðað í gæðaröð þannig að þetta eru í raun 15. -6. sætið, þó að það sé ekki merkt eða neitt svoleiðis.

Tame ImpalaLonerism
Four TetPink
Beach HouseBloom
Titus AndronicusLocal Buisness
Grimes - Visions
Dirty ProjectorsSwing Lo Magellan
Fiona AppleThe Idler Wheel Is Wiser Than The Driver Of The Screw And Whipping Cords Will Serve You More Than Ropes Will Ever Do
Diiv - Oshin
Sharon van EttenTramp
Japandroids Celebration Rocks

5. Death Grips – Money Store

Hafði aldrei heyrt neitt um þessa hljómsveit og svo allt í einu kom sprengja. Fyrst var það plata sem spengdi á mér hausinn og var það ferskasta sem ég hafði heyrt innan rapp bransans í nokkuð langan tíma. Platan dalar reyndar svolítið eftir ítrekaðar hlustanir en hún kemur hérna inn á listan vegna alls attitude-sins. Plata sem er svo aggresíf að eftir á verður maður frekar ruglaður í hausnum og veit ekki alveg hvað var að gerast.

4. The Evens – The Odds

Ian McKaye er snillingur. Hérna er hann að semja tónlist með trommuleikaranum/söngkonunni Amy Farina (úr The Warmers) og það þarf ekkert frekari orð um þessa plötu

3. Dan Deacon – America

Álit mitt á Dan Deacon heldur áfram að aukast með hverri hlustun. Mæli líka með því að þið athugið mashup-ið hans (Wish Book vol. 1), það er mjög skemmtilegt og það er hægt að hlusta og sækja það frítt á soundcloud.

2. Moonface w. Siinai – Heartbreaking Bravery

Airwaves er líklega allra stærsta ástæðan fyrir því að þessi plata skorar svona hátt hjá mér. Ég var búinn að hlusta nokkuð á plötuna fyrir hátíðina og sá þá svo live. Það voru án efa bestu tónleikarnir sem ég sá þetta árið og platan hefur verið í mikilli spilun hjá mér eftir það. Spencer Krug er mjög frekar magnaður, las einhversstaðar að hann væri svara Kanada við Damon Albarn.

1. Frank Ocean – Channel Orange

Rosalegafrábær plata. Channel Orange er góð alveg út í gegn, byrjar rólega og líður áfram í fullkomnu samhengi sem er sorglega sjaldgæft. Textarnir eru flottir, taktarnir vandaðir og sálin og grúvið sem er þarna eru ótrúleg. Þetta er lang besta plata ársins og líka sú mest spilaða hjá mér, ég einfaldlega gat ekki hætt að hlusta.

Tags: , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli | Comments Off

Topp 5 erlendar plötur 2010 – Georg Atli

21.1.2011 - Georg Atli

Árið var gott og það var alveg fullt fullt af góðri tónlist. Eins og vanalega á árslitum þá var fáránlega erfitt að velja bara 5 plötur á listann og of ósanngjarnt að nefna ekki fleiri þannig að ég byrja á næstum því listanum mínum (og eins og alltaf er þetta ekki í neinni sérstakri röð):

The Tallest Man on Earth – The Wild hunt -> Sænskur Bob Dylan og þó að sú líking hljómi ekkert sérstaklega þá gerir tónlistin það.
Local Natives – Gorilla Manor -> Þessi plata hefði verið í 6. sæti. Þræl fínt popprokk.
The Black Keys – Brothers -> The Black Keys eru aftur farnir að gera það sem að þeir gera svo frábærlega; spila blúsrokk.
Das Racist – Sit Down Man -> Besta rappplata síðasta árs
Kanye West – My Beautiful Dark Twisted Fantasy -> Næst besta rappplata síðasta árs og ofmetnasta plata ársins
Grinderman - Grinderman 2 -> Skítugt, hart, hátt, pönkað gæða rokk frá söngvara The Birthday Party
Vampire Weekend – Contra -> Mest gleymda plata ársins, furðulega góð þó að þetta sé pínu það sama og á fyrri plötunni
Los Campesinos – Romance is Boring -> Ég skil ekki af hverju það eru ekki allir að blasta Los Campesinos
Sleigh Bells – Treats -> Dísæt og krúttuð óhljóða geðveiki
The National – High Violet -> Besta plata The National
Toro y Moi – Causers of This -> Vanmetnasta plata ársin
Sam Amidon – I See the Sign -> Allt sem Sam Amidon gerir er gott.

og svo Topp 5 plötur ársins:

5. Joanna Newsom – Have One on Me
Ég var lengi að fatta tónlistina hennar Joanna Newsom og fílaði engan vegin fyrstu plötuna hennar The Mil-eyed Mender (2004) og nennti ekki einu sinni að hlusta á plötuna Y’s (sem kom út í millitíðinni) en féll eiginlega strax fyrir fyrsta laginu sem ég heyrði af þessari plötu. Ég þyrfti líklega að gefa hinum plötunum meiri séns.

Lag: Jackrabbits

4. Fang Island – Fang Island
Þetta var það sem kom mér líklega mest á óvart í erlendri tónlist. Þetta er svo sem ekkert neitt sem að maður hefur aldrei heyrt áður, því þetta minnir á bæði Ratatat og íslensku ofurtöffarana í Retron. En þetta er samt rosalega skemmtilegt. Mjög skemmtilegt gítarrúnk af bestu gerð.

Lag: Sideswiper

3. Arcade Fire – The Suburbs
Arcade Fire náðu nýjum hæðum í dramatískri og yfirdrifinni tónlist sem hljómar eins og ef að þú tækir heila þáttaröð af einhverri sápuóperu og tækir allann ofleikinn og mjúku linsurnar og allt glysið go myndir breyta því í 16 lög og setja það á eina plötu… nema að tónlistin er geðveikt góð.

Lag: City With No Children

2. Gil Scott-Heron – I’m New Here
Gil Scott-Heron gaf út sína fyrstu plötu í 15 ár og hún var rosaleg. Fullt af flottum textum, þéttur taktur, coverlög sem engium datt í hug að myndu vera þarna og svakalega flott lög. Varð til þess að ég fór að hlusta á allt gamla stöffið hans aftur.

Lag: The Crutch

1. Titus Andronicus – The Monitor
Titus Andronicus kom mér mikið á óvart (fannst Airing of Grievences samt rosa góð)og gaf út alveg geðveikt góða pönk plötu, nútíma útgáfan af pönki en það er samt pönk. Þetta er grjót hart pólitískt og þrælskemmtilegt. Ég var allt árið alveg að fara að skrifa langan pistil um það hvað þessi plata er dásamlega skemmtileg og góð en einhvern veginn hætti ég alltaf við. Mest spilaða platan í 2010 plötusafninu mínu.

Lag: A Pot In Wich to Piss

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | Comments Off

Topp 5 lög ársins 2010 – Kristín Gróa

9.1.2011 - Kristín Gróa

Lög ársins? Úff! Ég verð að fá að gera tíu runners up. Í engri sérstakri röð:

Waka Flocka Flame – Hard In Da Paint
Fresh And Onlys – Waterfall
Gorillaz – On Melancholy Hill
Japandroids – Younger Us
Rihanna – Rude Boy
Vampire Weekend – White Sky
Prinspóló – Niðrá strönd
Gil Scott-Heron – New York Is Killing Me
Janelle Monáe – Cold War
Sufjan Stevens – I Walked

Að lokum, í mjög svo sérstakri röð:

5. Joanna Newsom – Good Intentions Paving Company

Þrátt fyrir að lagið sé sjö mínútur að lengd þá er ekki séns að fá leið á því. Það er gangur í því allan tímann og það er eiginlega ekki kórus en samt eiginlega næstum því. Ég féll ekki fyrir plötunni í heild sinni en þetta lag náði mér.

4. Sleigh Bells – Rill Rill

Rosalega catchy og krúttulegt. Þegar þetta lag byrjar að spilast á hljóðárásinni sem Treats er þá er það svona pínu break frá öllum hávaðanum.

3. Wild Nothing – Chinatown

Þetta lag er bara svo fallegt og hlýjar mér að innan og fær mig til að dilla mér og minnir mig á sól og drauma og ástina. Svo er stefið líka addictive.

2. The Arcade Fire – Sprawl II (Mountains Beyound Mountains)

Ég var rosalega lengi að koma mér í það að hlusta almennilega á The Suburbs . Ég fékk hana á sama tíma og ég fékk bunka af öðrum plötum og einhvernveginn varð hún útundan. Þar að auki er hún 16 lög og yfir klukkutími að lengd og athyglisgáfan mín er orðin svo skemmd að ég á erfitt með að melta svona mikið af tónlist í einu. Þegar ég loksins dembdi mér í þetta af alvöru og rakst á The Sprawl II (Mountains Beyound Mountains) þá var ég svo svekkt að hafa ekki hlustað fyrr. Ég missti úr alveg mánuð þar sem ég hefði getað verið að missa mig yfir þessu lagi!

1. Robyn – Dancing On My Own

Þetta er bara lag ársins í mínum huga og það kom aldrei neitt annað til greina. Það er til merkis um gæði lagsins að ég er búin að hlusta á það stanslaust síðan ég heyrði það fyrst en samt fæ ég ennþá pínu awesomeness kítl í magann þegar ég heyri það. Línan Stilettos on broken bottles, I’m spinning around in circles er ein besta lína í ástarsorgardansanthemi nokkurntíma!

Persónulega skiptir þetta lag mig líka máli því í byrjun maí fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja að fara út að hlaupa þó ég gæti eiginlega ekki hlaupið á milli ljósastaura. Móð og másandi píndi ég mig áfram í margar vikur og var alltaf viss um að það myndi líða yfir mig sökum andnauðar. Ég gafst samt aldrei upp og núna hleyp ég eins og vindurinn! Alveg frá því í maí hefur Dancing On My Own verið á hlaupaplaylistanum svo í hvert einasta skipti sem ég heyri það þá hugsa ég um hvað ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa aldrei gefist upp á því að vera móð með hlaupasting heldur að hafa alltaf þraukað og klárað. Go me! Lag ársins!

Tags: , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar, Óflokkað | Comments Off

Topp 5 lög ársins – Georg Atli

7.1.2011 - Georg Atli

Áður en ég set uppáhaldslögin mín frá árinu 2010 er ætla ég að viðurkenna 2 hluti…

fyrst þá ætla ég að segja að þrátt fyrir netöldina og dauða plötunnar og ofur i-Tunes playlista væðinguna þá finnst mér ótrúlega leiðinlegt að gera playlista og fell sjaldnast fyrir stökum lögum af plötum en oftar fyrir plötum í heild sinni.
Í öðru lagi (orðaleikur!!) þá finnst mér alltaf skrítið að sortera íslenska tónlist frá erlendri tónlist og gera þannig greinarmun á gæðum íslenskrar og erlendrar tónlistar… eins og að íslensk tónlist standist ekki samanburð eða eitthvað svoleiðis…. en ég ætla samt að gera það á næstu vikum og búa til tvo lista með plötum ársins. En það er bara af því að það kom svo fááááránlega mikið af góðri íslenskri tónlist út í ár að ef að ég myndi bara gera einn lista þá yrði fullt af erlendri tónlist útundan og það er bannað að skilja útundan.

Fyrst 5 næstum því uppáhaldslögin mín:

Hljómsveitin Ég- Elskan Mín
Cliff ClavinThis is Where we Kill More Than Time
Gorillaz – Superfast Jellyfish (feat. Gruff Rhys & De La Soul)
Sleigh Bells – Rill Rill
Das Racist – People are Strange

… og nú topp 5 lög ársins 2010:

5. Hot Chip – I Feel Better (feat. Bonnie ‘Prince’ Billy)

Hot Chip eru fínir en það er allt miklu betra með Bonnie ‘Prince’ Billy

4. Benni Hemm Hemm – Vilhjálmur af Poitou

Síðasta lagið af bestu plötu Benna Hemm Hemm til þessa (Skot). Hrikalega flott að klára plötuna á þessu lagi maður fer eiginlega strax og setur aftur í gang af því að það er vonlaust að hætta að hlusta á eitthvað sem kemur manni í brjálað stuð. Frábært lag í alla staði.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

3. Arcade Fire – Roccoco

Íburðurinn á nýjustu plötu Arcade Fire fór fram úr öllum mínum væntingum en á góðan hátt samt. The Suburbs er góð plata en þetta lag sendur samt uppúr að mínu mati, en maður tekur samt ekkert endilega eftir því við fyrstu hlustun, það svona læðist upp að manni.

Kimbabwe cover

2. Retro Stefson – Velvakandasveinn

Retro Stefson gáfu út plötuna Kimbabwe á þessu ári og strax á fyrstu tónunum í fyrsta laginu (tel introið ekki með í þessu) heyrir maður að hún er góð. Velvakandasveinn er fáránlega grípandi og eins og á allri plötunni (og reyndar líka á Montana) þá er einhver ótrúleg gleði í tónlistinni.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1. Crystal Castles – Not in Love (feat. Robert Smith)

Í laginu í fimmta sæti sagði ég að allt væri betra með Bonnie ‘Prince’ Billy, það er ennþá satt en það er allt MIKLU betra með Robert Smith. Upprunalega útgáfan er eiginlega bara ekkert skemmtileg því að þar er allur söngurinn sunginn í gegnum Vocoder og það er ekkert skemmtilegt…. amk í því tilfelli. En þetta lag er frábært og hrikalega skemmtilegt og staðfestir grun minn um að það sé allt betra með Robert Smith.

Tags: , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | Comments Off

Topp 5 sumarlög – Kristín Gróa

12.6.2010 - Kristín Gróa

Listinn minn samanstendur af lögunum sem ég hef á tilfinningunni að verði persónuleg sumarlög ársins 2010. Akkúrat þessa stundina finnst mér þetta 5 mest awesome lög í heimi. Hugsanlega. Sumar sumar gleði gleði!

5. Free Energy – Dream City

Þessi plata fór næstum framhjá mér en sem betur fer greip ég hana. Þetta er ekki endilega neitt sérstaklega töff eða avant garde (alls ekki) heldur einfaldlega alveg rosalega skemmtilegt. Pínu corny, fullt af klisjum, stórir húkkar, kúabjöllur og almenn gleði. Pródúserað af sjálfum James Murphy en það er ekkert LCD Soundsystemlegt við þetta.

4. Two Door Cinema Club – Something Good Can Work

Ég er búin að vera á leiðinni að pósta þessu lagi alveg ótrúlega lengi en gleymi því alltaf. Nú er tækifærið! Þetta er fáránlega hresst og skemmtilegt lag. Treystið mér.

3. Sleigh Bells – Rill Rill

Awesome. Eitt af þessum lögum sem malla einhvernveginn og eru ekki með einhvern brjálaðan kórus en virka samt. Lagið allt er kórusinn.

2. Janelle Monáe – Tightrope (feat. Big Boi)

Það er ekki langt að sækja þetta lag þar sem þetta er lag vikunnar af plötu mánaðarins. Þessi plata í heild verður reyndar pottþétt plata sumarsins því hún er æðisgengin.

1. Miriam Makeba – Pata Pata

Einhverra hluta vegna fékk ég þetta lag á heilann í síðustu viku og varð bara að útvega mér það en-to-tre. Það tókst og nú er það á repeat. Æðislega sumarlegt og hresst lag og þar að auki er Miriam Makeba frá Suður Afríku sem passar vel þegar HM í fótbolta er að byrja, er það ekki? Ég vil samt taka fram að ég hef engan áhuga á HM. Mér finnst vissara að taka það fram. I’m not that kind of girl. Ok.

Tags: , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Listar | 4 athugasemdir »

Topp 5 sumarlög – Georg Atli

12.6.2010 - Georg Atli

Púff ég er eitthvað svo lélegur að ég get eiginlega engu bætt við sumarlagalistann minn frá því í fyrra, það virðast vera topp 5 sumarlögin mín… en þess í stað fáiði bara 5 algerlega ótengd lög sem mér finnst rosa gaman að hlusta á núna, og af því að það er sumar núna þá verða þetta bara topp 5 sumarlögin mín. Húrra!

5. Sean Carey – In the Dirt

Þetta er einn af gæjunum sem spila með Justin Vernon í Bon Iver, veit ekkert meira svosem.

4. Beck & Bat For Lashes – Let’s Get Lost

Þetta er ekki cover eins og ég var að vona þegar að ég sá nafnið á laginu. Þau komu saman og skelltu í lag fyrir sándtrakkið með einhverri Twilight myndinni. Flott og það fer voðalega vel að heyra þau syngja þetta saman.

3. Buke & Gass – Medulla Oblongata

Buke & Gass eru skrítinn en mjög hæfileikaríkt tónlistarfólk. Þau heita Aron og Arone og búa til hljóðfærin sín sjálf og spila og syngja stundum með Blue Man Goup ( og búa til hljóðfæri fyrir þá). Buke er einskonar pimpað ukelele (6 strengja baritone ukelele) og gass er gítarbassi (guitar + bass = gass, en þetta er samt ekki bassagítar!). Mjög flott, mjög artí og væri örugglega rosa flott að sjá þau spila live. Fleirri lög á myspace-inu þeirra

2.Hot Chip – I Feel Bonnie (feat. Bonnie ‘Prince’  Billy)

Ég er aaaalveg að fara að fíla Hot Chip, bráðum. Megastuðboltarnir í Hot Chip fengu ofur indí hetjuna Will Oldham til að taka lagið með þeim. Þetta lag var kom út á smáskífu sem heitir I Feel Better. Vægast sagt frábært lag, enda gæti þessi uppskrift ekki klikkað (mér finnst ekkert með Will Oldham geta klikkað).

1. Sleigh Bells – Rill Rill

Þetta er uppáhalds lagið mitt af þessari fáránlega frábæru plötu. Ef þið eruð ekki búin að næla ykkur í eintak og hlusta á hana í ca. 5 daga í röð þá…  mæli ég samt ekkert rosalega mikið með því, þið yrðuð örugglega rugluð af því. Eeeen platan (Treats) er samt rosalega góð, tjékkiði á henni!

Tags: , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | 6 athugasemdir »

Sleigh Bells – Treats

12.5.2010 - Kristjana

Eru ekki örugglega allir búnir að tékka á Treats með Sleigh Bells? Hægt að hlusta á NPR. Mæli með því – gott í roadtripið, enn betra fyrir dillirassakvöldið og hreinn unaður að vinna við (svo lengi sem þið eigið almennileg headphones eða vinnið á svo ofurmögnuðum stað að enginn kippir sér upp við Crown on the Ground í botni ;) )

Tags: ,
Flokkað undir Kristjana, Óflokkað | 2 athugasemdir »

Topp 5 uppgjör – Georg Atli

22.1.2010 - Georg Atli

1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?

Eins og svo margir þá neyðist ég til að kvarta yfir lélegu tónleika ári, en ég náði samt nokkrum ansi góðum og þeir voru báðir í þessari rosa snjöllu tónleikaröð Manstu ekki eftir mér. Ég sá Megas og Senuþjófana flytja Millilendingu (hann var rosalegur!) og líka Ensími taka Kafbátamúsík það var gaman.


2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?

Í ár uppgötvaði ég loksins Beach Boys. Ekki það að ég hafi ekki vitað af þeim eða eitthvað svoleiðis en mér hefur bara aldrei þótt þetta vera neitt sérstaklega skemmtilegt en síðan loksins asnaðist ég til að fara að hlusta á þetta aftur og enn einu sinni og fannst það bara mjög skemmtilegt og Pet Sounds er geðveikt góð plata! Líka Ariel Pink, það voru nokkuð margar hljómsveitir sem sóttu innblástur í Ariel Pink’s Haunted Graffiti á árinu og hann fékk svona uppreisn æru, hann hefur reyndar bara verið að gefa út sólóplötur síðan 2003 þannig að hann telst kannski ekki vera gamalt.

3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?

Ég varð nú ekkert fyrir rosalegum vonbrigðum með neitt á þessu ári, nefni kannski helst plötuna með The Temper Trap, ég heyrði lagið Sweet Disposition í fyrra og hélt að það væri enn ein góð Áströlsk hljómsveit að koma en aldeilis ekki platan þeirra var ótrúlega léleg plata…. þetta er eins og nýja dótið frá U2 nema bara miklu lélegra (og mér finnst U2 í dag ekki vera góð hljómsveit).

4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?

Neutral Milk Hotel. Ég er búinn að vera á leiðinni að hlusta á þetta í langan tíma en bara aldrei lagt í það.

5. Hver er bjartasta vonin?

Mér finnst The XX vera rosa efnileg og líka svíarnir í JJ, þau gáfu út tvær plötur í fyrra (JJ nº 1 og JJ nº 2) og í ár ætla þau að gefa út sína þriðju plötu sem að á að heita JJ nº 3. Og svo féll ég alveg fyrir annari plötu Wild Beasts og á eftir að fylgjast spenntur með næstu útgáfum. Ég held líka að hljómsveitin Fanfarlo (mjög Beirut-legt) eigi eftir að gera það ansi gott á næstu árum.


6. Bónusspurning að eigin vali: Hvaða plötum á árinu 2010 ertu spenntastur yfir?

Fullt af góðum plötum að fara að koma út:

Arcade Fire, The Strokes, Massive Attack, Frightened Rabbit, Yeahsayer, The Magnetic Fields, The National, Four Tet, MGMT, Panda Bear, Interpol, Fleet Foxes, Cat Power, Sleigh Bells, The Walkmen og fullt fullt fullt í viðbót

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Listar | 2 athugasemdir »

Topp 5 lög 2009 – Krissa

17.1.2010 - Kristjana

Fyrirfram var ég búin að ákveða að ég gæti ekkert gert þennan lista því ég hefði ekki hlustað á neitt nýtt á síðasta ári. Svo fór ég að rifja aðeins upp og þá kom í ljós að ég er bara kjáni og hafði rangt fyrir mér – ég var með helling af lögum sem voru ‘lög ársins’. Eftir niðurskurð stóðu eftir alveg 15-20 sem ég gat engan veginn valið á milli. Þessi 5 eru semsagt pikkuð úr úrvalinu, kannski ekki endilega bestu lög sem komu út á árinu heldur meira lög sem einkenndu árið mitt :)

Runners up voru:

Grizzly Bear – While You Wait for the Others og Passion Pit – Sleepyhead hefðu líklega bæði endað á listanum nema vegna þess að ég hlustaði stanslaust á þau haustið 2008…og þau því þ.a.l. ekki 2009 lög fyrir mér.

Brasstronaut – Requiem for a Scene
La Roux – In for the Kill
Phoenix – Lisztomania
YACHT – The Afterlife
The Dodos – This is a Business
Yeah Yeah Yeahs – Heads Will Roll

og lög ársins voru:

5. Gossip – Heavy Cross
“It takes two!”

Kannski meira af soppy sentimental ástæðum en því að þetta sé besta lag ársins. Mögulega.

4. Bombay Bicycle Club – Always Like This
“Try to look proud But you’re not in the slightest It’s happening now And it’s always been like this”

Bassalína ársins og hressleiki extraordinaire sett saman af breskum strákum sem líklega eru rétt að sleppa úr mútum – I like it! Fyrsta sumarlag ársin 2009 :)

3. The Phenomenal Handclap Band – 15 to 20
“You can see that you’re surrounded, so just turn yourself in We ain’t asking again We brought a lot of patience, but it’s all wearing thin”

Úff, það er bara eitthvað við þetta lag, taktinn, kúabjölluna…fæ ekki nóg af þessu.

2. The XX – Heart Skipped a Beat
“Heart skipped a beat And when I caught it you were out of reach”

Svo yfirmáta sexy lag að það nær ekki nokkurri átt. Pínu minimalískt. og letilegur söngurinn er bara of.

1. Sleigh Bells – Crown on the Ground
Taka gítarleikarann úr einhverju metalcore bandi og söngkonu úr girl bandi, blanda vel og sjá hvað kemur út? Sounds good! Pottþétt fáranlega skemmtileg live!

Tags: , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristjana, Listar | 2 athugasemdir »

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

February  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin