Tónleikar vikunnar

17.8.2011 - Kristín Gróa

Þar sem það er menningarnótt á laugardaginn og svo ótalmikið af frábærum tónleikum og viðburðum þá ætlum við aðeins að tala um dagskrá fimmtudags og föstudags í þetta sinn. Til þess að sjá hvað er í gangi á laugardaginn er best að fara beint inn á síðu menningarnætur.

Fimmtudagur

Fyrra kvöldið af tveimur á ólympíuleikum trúbadora fer fram að Merkigili á Eyrarbakka. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og kostar aðeins þúsund krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Bar 11 verður enn og aftur kreppukvöld sem þýðir basically ódýrt áfengi og ókeypis inn. Ekki hægt að kvarta yfir því! Í þetta sinn er það hljómsveitin 1860 sem stígur á stokk. Húsið opnar 21:00. Sjá nánar hér.

Hjá Hemma og Valda fer fram Heiladans 5 en í þetta sinn koma fram Cold, Jafet Melge, Yagya og Exos. Herlegheitin hefjast kl. 21:00 og það kostar ekkert inn. Sjá nánar hér.

Á Rósenberg munu Lára Rúnars og Mugison flytja nýtt efni. Húsið opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar 1500 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verða NEI tónleikar gegn kynferðisofbeldi. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fram koma Lay Low, Lockerbie, Of Monsters And Men og Uppistandsstelpur. Það kostar ekkert inn en óskað verður eftir frjálsum fjárframlögum til að styrkja átakið. Sjá nánar hér.

Föstudagur

Á Bar 11 heldur sumartónleikaröð Bar 11 og Tuborg áfram en í þetta sinn er það Pétur Ben sem kemur fram. Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og það er frítt inn. Sjá nánar hér.

Á Rósenberg verða tónleikar með hljómsveitinni Brother Grass. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar 1000 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á Faktorý verða kveðjutónleikar hljómsveitarinnar Rökurró en þau eru að taka sér smá hlé. Auk hljómsveitarinnar koma fram Agent Fresco, Útidúr og Úlfur Úlfur. Húsið opnar kl. 22:00, tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og það kostar 1000 krónur inn. Sjá nánar hér.

Á NASA verða styrktartónleikar fyrir sveitarfélögin. Þarna verða Páll óskar, Jón Jónsson, Frikki Dór, Dikta, Ourlives, Lára Rúnars, Valdimar og Mugison að spila og það kostar bara 1000 kr. inn (má eflaust borga meira). Húsið opnar kl. 22:00

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Kristín Gróa, Tónleikar | Comments Off

Extreme Chill Festival Undir Jökli 5-7 2011

5.7.2011 - Georg Atli

Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival 2011, Undir jökli verður haldin dagana 5 – 7. ágúst næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram, en fyrir ári síðar fór hún fram í fyrsta sinn einnig á Hellisandi á sama tíma. Í ár verða það um 30 íslenskir tónlistarmenn sem koma fram auk þess koma fram tveir erlendir tónlistarmenn.

Dagskráin verður með því móti að á föstudagskvöldinu verða tónleikar í félagsheimilinu Röst og byrja þeir kl. 20. Á laugardeginum hefst dagskráin utandyra með útitónleikum sem standa frá kl. 13 – 19 og verður dagskráin svo færð innanhús í félagsheimilið Röst kl. 20.

Í ár verður hátíðin tileinkuð íslenska raftónlistar frumkvöðlinum Bjössa Biogen [Sigurbjörn Þorgrímsson], en hann lést í byrjun þessa árs, langt fyrir aldur fram.

Í ár verða tvö erlend nöfn sem munu koma fram á Undir Jökli, en það eru engir nýgræðingar á þessu sviði , það eru tónlistarmennirnir Biosphere og Solar Fields ásamt rjómanum af íslenskri raftónlist. Meðal þeirra sem koma fram eru Agzilla, Andre, Árni Vector, Beatmakin Troopa, Bix, Captain Fufanu, Crackers, Epic Rain, Futuregrapher, Intro Beats, Jafet Melge, Jóhann Eiríksson, Krummi, Murya, Orang Volante, Plasmabell, Plat, PLX, Prins Valium, Quadruplos, Radio Karlsson, Ruxpin, Skurken, Stereo Hypnosis, Steve Sampling, Subminimal, ThizOne, Tonik, Trouble og Yagya.

Extreme Chill eru kvöld sem fara fram hálfsmánaðarlega og hafa þau kvöld verið haldin reglulega síðan 2007 á stöðum á borð við 22, Café Cultura, Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda og núna síðast á Kaffibarnum. Meginmarkmið með kvöldunum er að kynna til leiks íslenska tónlistarmenn sem fást við raftónlist á einhvern hátt og hafa þessi kvöld fengið gríðarlega góðar undirtektir. Extreme Chill er hugarfóstur þeirra feðga Pan Thorarensen, Óskars Thorarensen [Stereo Hypnosis] og Andra Má Arnlaugssonar.

Í ágúst 2009 fóru fram útgáfutónleikar Stereo Hypnosis á Hellisandi á Snæfellsnesi og kveiknaði þá hugmyndin að hafa tónlistarhátíð þar. Ári síðar fór fram á sama stað raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli helgina 6. – 8. ágúst.

Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag.

Miðasalan hófst Föstudaginn 1.Júli á www.midi.is og verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.

Tags: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,
Flokkað undir Georg Atli, Tilkynning, Tónleikar | Comments Off

Fylgstu með!

  • Facebook

Næstu listar

Topp 5 Gellur
Topp 5 Hunks
Topp 5 tónlistarmenn sem meikuðu það ekki sóló
Topp 5 Veikindi
Topp 5 sagan á bak við...
Topp 5 Virkar ekki á tónleikum
Topp 5 plötur sem munu fylgja mér alla tíð
Topp 5 Syngja ekki á eigin tungumáli
Topp 5 lög sem ég vil að verði spiluð í jarðarförinni minni
Topp 5 Milestones
Topp 5 Road Trip

Á döfinni

March  2015
Mon Tue Wed Thu Fri Sat Sun
   
  1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31  

Disclaimer

We want to share the music we love with our readers in the hope that they will buy it and love it too.

All music posted to this site is available for a limited amount of time but if you are representing an artist and want a track removed please contact us at toppfimmafostudegi@gmail.com and we will remove it immediately.

Topp fimm hlustar á

Eldri færslur

Admin